Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2022 10:31 Frá sendiráði Kína á Salómonseyjum. AP/Charley Piringi Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar. Embættismenn ríkjanna skrifuðu í gær undir drög að varnarsáttmála en Manasseh Sogavare, forsætisráðherra Salómonseyja sagði í morgun að það fæli ekki í sér byggingu herstöðvar. Picture of China s Ambassador to Solomon Islands and Collin Beck, head of Solomon Islands Foreign Affairs Ministry after they initialed the new security agreement between the two countries. The pact hasn t yet been formally signed by Foreign Ministers pic.twitter.com/38zNqoCWWy— Stephen Dziedzic (@stephendziedzic) March 31, 2022 Sáttmálinn hefur þó ekki verið staðfestur af ráðherrum Salómonseyja og Kína. Fyrri drög af honum sem lekið var til fjölmiðla, sýndu að sáttmálinn fæli í sér að kínversk herskip gætu tekið eldsneyti og birgðir á eyjunum, samkvæmt frétt Reuters. Í Ástralíu segja ráðamenn að komi Kínverjar upp viðveru við Salómonseyjar, muni yfirvöld þurfa að endurhugsa varnir ríkisins, samkvæmt frétt ABC. Yfirvöld í Míkrónesíu og Nýja-Sjálandi hafa lýst yfir áhyggjum vegna sáttmálans. Míkrónesíumenn segjast óttast að svæðið muni koma illa út í mögulegu stríði milli Kína og Bandaríkjanna. Nýsjálendingar segja sáttmálann muna koma niður á öryggissamvinnu ríkja á svæðinu. Retuers hefur eftir Peter Dutton, varnarmálaráðherra Ástralíu, að Kínverjar hafi heitið því að koma ekki upp vopnum í Suður-Kínahafi, sem þeir gera ólöglegt tilkall til, en hafi ekki staðið við það. Hann segist óttast að eitthvað svipað væri upp á teningnum varðandi Salómonseyjar. Salómonseyjar Kína Ástralía Bandaríkin Míkrónesía Nýja-Sjáland Hernaður Tengdar fréttir Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína. 6. janúar 2022 11:11 Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Embættismenn ríkjanna skrifuðu í gær undir drög að varnarsáttmála en Manasseh Sogavare, forsætisráðherra Salómonseyja sagði í morgun að það fæli ekki í sér byggingu herstöðvar. Picture of China s Ambassador to Solomon Islands and Collin Beck, head of Solomon Islands Foreign Affairs Ministry after they initialed the new security agreement between the two countries. The pact hasn t yet been formally signed by Foreign Ministers pic.twitter.com/38zNqoCWWy— Stephen Dziedzic (@stephendziedzic) March 31, 2022 Sáttmálinn hefur þó ekki verið staðfestur af ráðherrum Salómonseyja og Kína. Fyrri drög af honum sem lekið var til fjölmiðla, sýndu að sáttmálinn fæli í sér að kínversk herskip gætu tekið eldsneyti og birgðir á eyjunum, samkvæmt frétt Reuters. Í Ástralíu segja ráðamenn að komi Kínverjar upp viðveru við Salómonseyjar, muni yfirvöld þurfa að endurhugsa varnir ríkisins, samkvæmt frétt ABC. Yfirvöld í Míkrónesíu og Nýja-Sjálandi hafa lýst yfir áhyggjum vegna sáttmálans. Míkrónesíumenn segjast óttast að svæðið muni koma illa út í mögulegu stríði milli Kína og Bandaríkjanna. Nýsjálendingar segja sáttmálann muna koma niður á öryggissamvinnu ríkja á svæðinu. Retuers hefur eftir Peter Dutton, varnarmálaráðherra Ástralíu, að Kínverjar hafi heitið því að koma ekki upp vopnum í Suður-Kínahafi, sem þeir gera ólöglegt tilkall til, en hafi ekki staðið við það. Hann segist óttast að eitthvað svipað væri upp á teningnum varðandi Salómonseyjar.
Salómonseyjar Kína Ástralía Bandaríkin Míkrónesía Nýja-Sjáland Hernaður Tengdar fréttir Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína. 6. janúar 2022 11:11 Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína. 6. janúar 2022 11:11
Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40