Gervi-Íslendingur græðir á tá og fingri á Spotify Bjarki Sigurðsson skrifar 29. mars 2022 14:30 Tónlistarmaðurinn er sagður heita Guðmundur Gunnarsson og að hafa verið á samningi hjá Smekkleysu. Ásmundur Jónsson í Smekkleysu segir engan með slíku nafni hafa verið á samningi hjá útgáfufyrirtækinu. Vísir/Vilhelm Íslenska tónlistarmanninn Ekfat kannast fæstir við en þrátt fyrir það er hann að fá milljónir hlustana á streymisveitunni Spotify. Lögin Polar Circle og Singapore með Ekfat eru samtals með yfir 5 milljónir hlustana. Á árum áður skipti það mestu máli fyrir tónlistarmenn að selja plötur. Nú virðist mesti hvatinn vera í því að vera vinsæll á streymisveitum en Spotify er stærst þeirra með í kringum 350 milljónir notenda. Með áskrift að Spotify færðu aðgang að nánast allri tónlist sem búin er til í dag og því engin þörf fyrir því að kaupa plötur lengur. Allt er á sama stað og fyrir tæplega 1.300 krónur á mánuði færðu aðgang að öllu. Lágmarkslaun fyrir 1,2 milljónir spilanna Spotify er ekki þekkt fyrir að greiða listamönnum vel fyrir hlustanir og þarf fólk að fá ansi marga til að hlusta á sig til að byrja að græða á tónlistinni. Tónlistarmaður þyrfti að fá í kringum 1,2 milljónir spilana á mánuði til að fá það sem samsvarar lágmarkslaunum á Íslandi. Um 350 milljónir manna hlusta á Spotify á hverjum degi.Vísir/Getty Á Spotify geta notendur búið til sína eigin spilunarlista (e. playlists) þar sem hægt er að safna saman uppáhaldslögunum sínum. Mörgum leiðist þó að gera þessa lista sjálfur og vilja að aðrir geri þá fyrir sig. Spotify gerir sína eigin lista fyrir notendur og kjósa margar milljónir manna að hlusta frekar á þessa tilbúnu spilunarlista. Inn á þá rata oftast vinsæl lög frá stærstu listamönnum heims. Þó komast stundum minni tónlistarmenn inn á listana með lögin sín og er það mikill fengur fyrir þá að fá þessar hlustanir. Fyrrverandi yfirmaður hjá Spotify viðriðinn gervitónlistarmenn Útgáfufyrirtæki að nafni Firefly Entertainment virðist vera einkar lagið við að ná óþekktum tónlistarmönnum inn á þessa lista. Um 60 prósent listamanna á snærum Firefly komast inn á listana og malar fyrirtækið gull á þessu. Nick Holmstén er góður vinur eigenda Firefly Entertainment. Holmstén var háttsettur hjá Spotify og kom að þróun spilunarlistanna á sínum tíma. Hann hætti hjá Spotify árið 2019 til að stofna eigið fyrirtæki sem á í samstarfi við Firefly. Dagens Nyheter telur að þessi tengsl skili lögum Firefly endurtekið á hina dýrmætu spilunarlista Spotify. Að neðan má heyra lagið Singapore með Ekfat. Enginn kannast við Ekfat Þá aftur að tónlistarmanninum Ekfat. Í kynningu á Ekfat á Spotify er hann sagður heita Guðmundur Gunnarsson. Hann er sagður hafa lært bæði klassískan píanóleik og á þverflautu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þá segir að lög hans séu spilun á íslenskum útvarpsstöðvum og að hann hafa verið á samningi hjá íslenska útgáfufyrirtækinu Smekkleysu síðan 2017. Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu, kannast hins vegar ekkert við umræddan listamann í samtali við Vísi. Enginn sem heiti þessum nöfnum hafi verið á mála hjá fyrirtækinu. Staðreyndin er sú að hvorki Guðmundur né Ekfat eru í raun og veru til. Ekfat er einn af 830 gervitónlistarmönnum sem Firefly Entertainment gefur út tónlist fyrir. Fyrirtækið er sem sagt með 830 listamannanöfn á sínum snærum fyrir fólk sem er ekki til. Milljaður í hagnað Í gegnum þennan mikla fjölda gervifólks getur Firefly dælt út lögum inn á aðgangana sem rata beint inn á lista Spotify. Peningarnir streyma inn. Hagnaður Firefly fyrir árið 2020 nam um milljarði íslenskra króna enda renna nánast allar tekjur beint í vasa fyrirtækisins. Væri þessum pening deilt á 830 tónlistarmenn fengi hver og einn um 1,2 milljónir íslenskra króna. Hvorki Nick Holmstén né forsvarsmenn Firefly Entertainment vildu tjá sig við Dagens Nyheter. Spotify Tónlist Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Á árum áður skipti það mestu máli fyrir tónlistarmenn að selja plötur. Nú virðist mesti hvatinn vera í því að vera vinsæll á streymisveitum en Spotify er stærst þeirra með í kringum 350 milljónir notenda. Með áskrift að Spotify færðu aðgang að nánast allri tónlist sem búin er til í dag og því engin þörf fyrir því að kaupa plötur lengur. Allt er á sama stað og fyrir tæplega 1.300 krónur á mánuði færðu aðgang að öllu. Lágmarkslaun fyrir 1,2 milljónir spilanna Spotify er ekki þekkt fyrir að greiða listamönnum vel fyrir hlustanir og þarf fólk að fá ansi marga til að hlusta á sig til að byrja að græða á tónlistinni. Tónlistarmaður þyrfti að fá í kringum 1,2 milljónir spilana á mánuði til að fá það sem samsvarar lágmarkslaunum á Íslandi. Um 350 milljónir manna hlusta á Spotify á hverjum degi.Vísir/Getty Á Spotify geta notendur búið til sína eigin spilunarlista (e. playlists) þar sem hægt er að safna saman uppáhaldslögunum sínum. Mörgum leiðist þó að gera þessa lista sjálfur og vilja að aðrir geri þá fyrir sig. Spotify gerir sína eigin lista fyrir notendur og kjósa margar milljónir manna að hlusta frekar á þessa tilbúnu spilunarlista. Inn á þá rata oftast vinsæl lög frá stærstu listamönnum heims. Þó komast stundum minni tónlistarmenn inn á listana með lögin sín og er það mikill fengur fyrir þá að fá þessar hlustanir. Fyrrverandi yfirmaður hjá Spotify viðriðinn gervitónlistarmenn Útgáfufyrirtæki að nafni Firefly Entertainment virðist vera einkar lagið við að ná óþekktum tónlistarmönnum inn á þessa lista. Um 60 prósent listamanna á snærum Firefly komast inn á listana og malar fyrirtækið gull á þessu. Nick Holmstén er góður vinur eigenda Firefly Entertainment. Holmstén var háttsettur hjá Spotify og kom að þróun spilunarlistanna á sínum tíma. Hann hætti hjá Spotify árið 2019 til að stofna eigið fyrirtæki sem á í samstarfi við Firefly. Dagens Nyheter telur að þessi tengsl skili lögum Firefly endurtekið á hina dýrmætu spilunarlista Spotify. Að neðan má heyra lagið Singapore með Ekfat. Enginn kannast við Ekfat Þá aftur að tónlistarmanninum Ekfat. Í kynningu á Ekfat á Spotify er hann sagður heita Guðmundur Gunnarsson. Hann er sagður hafa lært bæði klassískan píanóleik og á þverflautu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þá segir að lög hans séu spilun á íslenskum útvarpsstöðvum og að hann hafa verið á samningi hjá íslenska útgáfufyrirtækinu Smekkleysu síðan 2017. Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu, kannast hins vegar ekkert við umræddan listamann í samtali við Vísi. Enginn sem heiti þessum nöfnum hafi verið á mála hjá fyrirtækinu. Staðreyndin er sú að hvorki Guðmundur né Ekfat eru í raun og veru til. Ekfat er einn af 830 gervitónlistarmönnum sem Firefly Entertainment gefur út tónlist fyrir. Fyrirtækið er sem sagt með 830 listamannanöfn á sínum snærum fyrir fólk sem er ekki til. Milljaður í hagnað Í gegnum þennan mikla fjölda gervifólks getur Firefly dælt út lögum inn á aðgangana sem rata beint inn á lista Spotify. Peningarnir streyma inn. Hagnaður Firefly fyrir árið 2020 nam um milljarði íslenskra króna enda renna nánast allar tekjur beint í vasa fyrirtækisins. Væri þessum pening deilt á 830 tónlistarmenn fengi hver og einn um 1,2 milljónir íslenskra króna. Hvorki Nick Holmstén né forsvarsmenn Firefly Entertainment vildu tjá sig við Dagens Nyheter.
Spotify Tónlist Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira