Vonsvikin með að ríkið vilji ekki byggja bílakjallara Eiður Þór Árnason skrifar 28. mars 2022 11:47 Hjólhýsi og tjaldvagnar munu víkja fyrir nýrri heilsugæslustöð. VÍSIR/ÁSGEIR Skipulagsráð Akureyrar hafnaði ósk Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna (FSRE) um að breyting yrði gerð á deiliskipulagi svæðis þar sem fyrirhugað er að reisa nýja heilsugæslu. Samkvæmt gildandi skipulagi er gert ráð fyrir bílakjallara undir nýbyggingunni en FSRE segir ekki gert ráð fyrir slíku í fjárframlögum til framkvæmdarinnar. Skipulagsráð bæjarins segir að bílakjallari sé forsenda fyrir byggingu heilsugæslu á umræddu svæði. Akureyri.net greindi fyrst frá. Til stendur að reisa tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri á næstu árum og á umrædd stöð að rísa á lóðinni við Þingvallastræti 23 sem hefur lengi verið nýtt sem tjaldstæði. Mynd sem birt var þegar breyting á deiluskipulagi fyrir svæðið var auglýst í apríl á síðasta ári. Í bréfi frá FSRE til bæjarstjórnar Akureyrar segir að óskað sé eftir breytingu á deiliskipulaginu þar sem ekki sé gert ráð fyrir bílakjallara í frumkostnaðarmati á framkvæmdinni sem undirritað var 25. mars 2021. „Eins og gefur að skilja er kostnaður við jarðvinnu og byggingu á kjallara töluverður sem ekki er gert ráð fyrir í fjárframlög til verkefnisins.“ Í bókun sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs í síðustu viku lýsir ráðið yfir vonbrigðum með að ekki sé vilji til að gera ráð fyrir bílakjallara undir heilsugæslunni líkt og miðað hafi verið við frá því að skipulagsvinna hófst árið 2020. Vilja stækka lóðina til að fjölga bílastæðum Fram kemur í bréfi FSRE til bæjarstjórnar að fulltrúar stofnunarinnar hafi óskað eftir að koma með tillögu að breyttri útfærslu á skipulagi lóðarinnar á fundi með skipulagsfulltrúa Akureyrarbæjar þann 15. mars síðastliðinn. Önnur tillagan gerir ráð fyrir stækkun á lóðinni til suðurs þar sem hægt væri að bæta við bílskýli, hjólaskýli og viðbótar bílastæðum. Samtals yrðu 59 bílastæði á lóðinni. Seinni tillagan gerir ráð fyrir að hægt verði að byggja hluta bílastæða, meðal annars fyrir læknabíl, undir þaki og með einhverjum skjólveggjum þar sem það á við. Um væri að ræða opna bílageymslu undir hluta byggingarinnar, samtals um 57 bílastæði innan lóðar. Hvorug tillagan gerir ráð fyrir bílakjallara. FSRE óskar eftir því að bæjarstjórn taki málið fyrir svo ekki verði tafir á framvindu verkefnisins. Skipulagsráð svaraði með því að hvetja hluteigandi eindregið til að gera ráð fyrir umræddum kostnaði við uppbyggingu heilsugæslunnar til að koma í veg fyrir tafir. Ótækt sé að heilsugæslan búi lengur við núverandi húsnæðiskost en hún er nú í óhentugu húsnæði í Hafnarstræti. Akureyri Heilbrigðismál Bílastæði Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Skipulagsráð bæjarins segir að bílakjallari sé forsenda fyrir byggingu heilsugæslu á umræddu svæði. Akureyri.net greindi fyrst frá. Til stendur að reisa tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri á næstu árum og á umrædd stöð að rísa á lóðinni við Þingvallastræti 23 sem hefur lengi verið nýtt sem tjaldstæði. Mynd sem birt var þegar breyting á deiluskipulagi fyrir svæðið var auglýst í apríl á síðasta ári. Í bréfi frá FSRE til bæjarstjórnar Akureyrar segir að óskað sé eftir breytingu á deiliskipulaginu þar sem ekki sé gert ráð fyrir bílakjallara í frumkostnaðarmati á framkvæmdinni sem undirritað var 25. mars 2021. „Eins og gefur að skilja er kostnaður við jarðvinnu og byggingu á kjallara töluverður sem ekki er gert ráð fyrir í fjárframlög til verkefnisins.“ Í bókun sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs í síðustu viku lýsir ráðið yfir vonbrigðum með að ekki sé vilji til að gera ráð fyrir bílakjallara undir heilsugæslunni líkt og miðað hafi verið við frá því að skipulagsvinna hófst árið 2020. Vilja stækka lóðina til að fjölga bílastæðum Fram kemur í bréfi FSRE til bæjarstjórnar að fulltrúar stofnunarinnar hafi óskað eftir að koma með tillögu að breyttri útfærslu á skipulagi lóðarinnar á fundi með skipulagsfulltrúa Akureyrarbæjar þann 15. mars síðastliðinn. Önnur tillagan gerir ráð fyrir stækkun á lóðinni til suðurs þar sem hægt væri að bæta við bílskýli, hjólaskýli og viðbótar bílastæðum. Samtals yrðu 59 bílastæði á lóðinni. Seinni tillagan gerir ráð fyrir að hægt verði að byggja hluta bílastæða, meðal annars fyrir læknabíl, undir þaki og með einhverjum skjólveggjum þar sem það á við. Um væri að ræða opna bílageymslu undir hluta byggingarinnar, samtals um 57 bílastæði innan lóðar. Hvorug tillagan gerir ráð fyrir bílakjallara. FSRE óskar eftir því að bæjarstjórn taki málið fyrir svo ekki verði tafir á framvindu verkefnisins. Skipulagsráð svaraði með því að hvetja hluteigandi eindregið til að gera ráð fyrir umræddum kostnaði við uppbyggingu heilsugæslunnar til að koma í veg fyrir tafir. Ótækt sé að heilsugæslan búi lengur við núverandi húsnæðiskost en hún er nú í óhentugu húsnæði í Hafnarstræti.
Akureyri Heilbrigðismál Bílastæði Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira