Ritstjórinn og íþróttastyrkir útgerðarinnar Pétur Hafsteinn Pálsson skrifar 26. mars 2022 14:01 Í tilefni af orðum Sigurðar Inga Jóhannessonar formanns framsóknar um „ofurhagnað“ í sjávarútvegi sá ritstjóri Fréttablaðins ástæðu til að hnýta í (sumir myndu segja sparka í ) fyrirtækin á landsbyggðinni sem stutt hafa íþrótta og menningarlíf í sinni heimabyggð. Hann skrifar fimmtudaginn 24. Mars : „Þessa sér stað í öflugustu sjávarþorpunum um allt land þar sem stórútgerðin er orðin að eins konar hliðarsjálfi bæjarsjóðs sem deilir út fjármagni til íþrótta-, frístunda- og menningarstarfs í svo ríkum mæli að það skiptir deildum í orðspori og árangri.“ Hér er gefið í skyn að útgerðin styrki sjálfboðastarfið í sjávarplássunum svo óhóflega að verulega halli á aðra, ef ég skil frumleg skrif og orðaval rithöfundarins Sigmundar rétt. En er það svo? Það er pínu kaldhæðnislegt að á næstu opnu frá forystugrein ritsjórans í hans eigin blaði á sama degi er mjög góð samantekt Harðar Jónssonar um knattspyrnufélög frá sjávarplássum og í Reykjavík. Tölurnar tala sínu máli. Rekstrartekjur Vals og KR 300 - 400 milljónir, Breiðbliks 600 milljónir. Tekjur Grindavíkur og Skagans 200 milljónir. Myndin sem fylgir umfjölluninni er af tveimur knattspyrnuliðum, merktum í bak og fyrir með merki „Norðuráls“ að hita upp á „Origó“ vellinum og á öðru þeirra sést merki „Íslandsbanka“ ásamt merkjum annara fyrirtækja sem þannig sýna velvilja sinn í verki gagnvart íþróttafólki landsins. Ekkert þeirra er þó í sjávarútvegi. Hið ótrúlega öfluga og fjölbreytta sjálfboðastarf á Íslandi hefur í gegnum áratugina verið stutt af fyrirtækjum og einstaklingum í nærumhverfi hverrar starfsemi. Þátttaka sjávarútvegsins er ekkert frábrugðin öðrum atvinnugreinum, hvorki er varðar umfang né upphæðir. Það sem skilur hann að frá öðrum er að hann er sú atvinnugrein sem öflugust er og dreifðust um landið. Löngu fyrir daga kvótakerfis hefur þetta verið siður og ljúf skylda allra landsbyggðarfyrirtækjanna og hefur hún verið innt af hendi með mikilli ánægju eigendanna nánast hvernig sem afkoman hefur verið. Ég reikna með að sama megi segja um öll þau flottu fyrirtæki sem starfað hafa við hlið sjálfboðastarfsins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta verkefni hefur einfaldlega notið mikils velvilja allra fyrirtækja landsins vegna þess að stjórnendur og eigendur þeirra gera sér grein fyrir mikilvægi þess og er í raun mjög merkilegur og fallegur íslenskur kúltúr. Þó flest fyrirtæki á landinu nálgist þetta verkefni á sama hátt, hvort sem þau eru á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni, þá er aðstaða félagasamtakanna sjálfra ólík að öllu leyti. Vegna stærðarhagkvæmni Reykjavíkursvæðisins geta sveitarfélögin þar boðið sínum ungmennum og keppnisfólki upp á mun betri og nútímalegri aðstöðu en sveitarfélögin á landsbyggðinni geta nokkurn tímann gert. Tekjur stóru íþróttaklúbbanna SV lands eru miklu meiri vegna fjöldans og sterkara nærumhverfis. Það gerir þeim auðveldar fyrir að laða til sín besta keppnisfólkið sem síðan verður fyrirmynd og hvatning unga fólksins í þeirra klúbbum. Aðstöðumunur ungs afreksfólks er því mikill höfuðborginni í vil. Eðlilega ná fá landsbyggðafélög að komast í úrvalsdeildir hópíþróttanna og ein afleiðing þess er að Íslandsmótin eru oft lítið annað en stór Reykjavíkurmót. Það leiðir aftur af sér að ferðakostnaður landbyggðarinnar er miklu meiri en hinna. Sem dæmi þarf Akureyrarlið sem er eitt í efstu deild í knattspyrnu að ferðast 11 sinnum til SV svæðisins á meðan höfuðborgarliðin fara eina ferð norður. Kostnaðarlega hallar því líka á landsbyggðina. Ábyrgð landsbyggðafyritækjanna er því talsvert meiri en þeirra sem starfa í fjölmenninu. Takist Sigmundi og hans skoðanabræðrum að gera sjávarútveginn á landsbyggðinni ófæran um að sinna þessum ljúfu skyldum sínum að einhverju eða öllu leyti, sem ég get ekki betur séð en að sé bæði markmið og vilji ritstjórans, þá þurfa hvunndagshetjur sjálfboðastarfsins að fá svör við því hvað eigi að koma í staðinn og hvort Sigmundur sé almennt á móti því að fyrirtæki styrki sitt nærumhverfi eða hvort það eigi bara við um sjávarútveginn. Þetta atriði skiptir öllu máli er varðar „orðspor og árangur“ hverrar starfsemi. Að endingu Sigmundur, eigum við ekki bara að sammælast um að hafa umræðuna um sjávarútveginn málefnalegri en þessi skrif þín? Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í tilefni af orðum Sigurðar Inga Jóhannessonar formanns framsóknar um „ofurhagnað“ í sjávarútvegi sá ritstjóri Fréttablaðins ástæðu til að hnýta í (sumir myndu segja sparka í ) fyrirtækin á landsbyggðinni sem stutt hafa íþrótta og menningarlíf í sinni heimabyggð. Hann skrifar fimmtudaginn 24. Mars : „Þessa sér stað í öflugustu sjávarþorpunum um allt land þar sem stórútgerðin er orðin að eins konar hliðarsjálfi bæjarsjóðs sem deilir út fjármagni til íþrótta-, frístunda- og menningarstarfs í svo ríkum mæli að það skiptir deildum í orðspori og árangri.“ Hér er gefið í skyn að útgerðin styrki sjálfboðastarfið í sjávarplássunum svo óhóflega að verulega halli á aðra, ef ég skil frumleg skrif og orðaval rithöfundarins Sigmundar rétt. En er það svo? Það er pínu kaldhæðnislegt að á næstu opnu frá forystugrein ritsjórans í hans eigin blaði á sama degi er mjög góð samantekt Harðar Jónssonar um knattspyrnufélög frá sjávarplássum og í Reykjavík. Tölurnar tala sínu máli. Rekstrartekjur Vals og KR 300 - 400 milljónir, Breiðbliks 600 milljónir. Tekjur Grindavíkur og Skagans 200 milljónir. Myndin sem fylgir umfjölluninni er af tveimur knattspyrnuliðum, merktum í bak og fyrir með merki „Norðuráls“ að hita upp á „Origó“ vellinum og á öðru þeirra sést merki „Íslandsbanka“ ásamt merkjum annara fyrirtækja sem þannig sýna velvilja sinn í verki gagnvart íþróttafólki landsins. Ekkert þeirra er þó í sjávarútvegi. Hið ótrúlega öfluga og fjölbreytta sjálfboðastarf á Íslandi hefur í gegnum áratugina verið stutt af fyrirtækjum og einstaklingum í nærumhverfi hverrar starfsemi. Þátttaka sjávarútvegsins er ekkert frábrugðin öðrum atvinnugreinum, hvorki er varðar umfang né upphæðir. Það sem skilur hann að frá öðrum er að hann er sú atvinnugrein sem öflugust er og dreifðust um landið. Löngu fyrir daga kvótakerfis hefur þetta verið siður og ljúf skylda allra landsbyggðarfyrirtækjanna og hefur hún verið innt af hendi með mikilli ánægju eigendanna nánast hvernig sem afkoman hefur verið. Ég reikna með að sama megi segja um öll þau flottu fyrirtæki sem starfað hafa við hlið sjálfboðastarfsins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta verkefni hefur einfaldlega notið mikils velvilja allra fyrirtækja landsins vegna þess að stjórnendur og eigendur þeirra gera sér grein fyrir mikilvægi þess og er í raun mjög merkilegur og fallegur íslenskur kúltúr. Þó flest fyrirtæki á landinu nálgist þetta verkefni á sama hátt, hvort sem þau eru á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni, þá er aðstaða félagasamtakanna sjálfra ólík að öllu leyti. Vegna stærðarhagkvæmni Reykjavíkursvæðisins geta sveitarfélögin þar boðið sínum ungmennum og keppnisfólki upp á mun betri og nútímalegri aðstöðu en sveitarfélögin á landsbyggðinni geta nokkurn tímann gert. Tekjur stóru íþróttaklúbbanna SV lands eru miklu meiri vegna fjöldans og sterkara nærumhverfis. Það gerir þeim auðveldar fyrir að laða til sín besta keppnisfólkið sem síðan verður fyrirmynd og hvatning unga fólksins í þeirra klúbbum. Aðstöðumunur ungs afreksfólks er því mikill höfuðborginni í vil. Eðlilega ná fá landsbyggðafélög að komast í úrvalsdeildir hópíþróttanna og ein afleiðing þess er að Íslandsmótin eru oft lítið annað en stór Reykjavíkurmót. Það leiðir aftur af sér að ferðakostnaður landbyggðarinnar er miklu meiri en hinna. Sem dæmi þarf Akureyrarlið sem er eitt í efstu deild í knattspyrnu að ferðast 11 sinnum til SV svæðisins á meðan höfuðborgarliðin fara eina ferð norður. Kostnaðarlega hallar því líka á landsbyggðina. Ábyrgð landsbyggðafyritækjanna er því talsvert meiri en þeirra sem starfa í fjölmenninu. Takist Sigmundi og hans skoðanabræðrum að gera sjávarútveginn á landsbyggðinni ófæran um að sinna þessum ljúfu skyldum sínum að einhverju eða öllu leyti, sem ég get ekki betur séð en að sé bæði markmið og vilji ritstjórans, þá þurfa hvunndagshetjur sjálfboðastarfsins að fá svör við því hvað eigi að koma í staðinn og hvort Sigmundur sé almennt á móti því að fyrirtæki styrki sitt nærumhverfi eða hvort það eigi bara við um sjávarútveginn. Þetta atriði skiptir öllu máli er varðar „orðspor og árangur“ hverrar starfsemi. Að endingu Sigmundur, eigum við ekki bara að sammælast um að hafa umræðuna um sjávarútveginn málefnalegri en þessi skrif þín? Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar