Birkir Bjarna: Við erum að fara gera meiri kröfur á sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2022 14:50 Birkir Bjarnason á æfingu með íslenska liðinu út á Spáni. KSÍ Birkir Bjarnason og félagar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta horfa bjartir fram á veginn og ætla setja meiri kröfur á liðið að fara vinna fleiri leiki. Íslenska liðið gekk í gegnum hörð og snögg kynslóðaskipti síðasta haust og náði ekki að fylgja eftir góðum árangri síðustu ár. Nú er komið nýtt ár og það bjartsýni í íslenska hópnum ef marka má orð fyrirliðans. Íslenska karlalandsliðið spilar tvo vináttulandsleiki á næstu dögum og sá fyrri er á móti Finnum á morgun. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þetta er mjög mikilvægt verkefni. Þetta er kannski búinn að vera erfiður tími hingað til en margt mjög jákvætt sem við höfum gert og margt sem við getum bætt okkur í,“ sagði Birkir Bjarnason, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Við erum búnir að fá rosalega góðan tíma núna og meiri tíma en áður. Við erum að þróa liðið og þróa okkar leik, bæði út á velli sem og inn í fundarsal. Þetta er búið að vera ótrúlega gott fyrir okkur,“ sagði Birkir. Leikurinn á móti Finnum á morgun verður fyrsti leikur íslenska liðsins árinu með fullt lið enda um fyrsta opinbera landsleikjaglugga ársins. „Eins og við höfum verið að ræða innan hóps þá ætlum við að gera meiri kröfur til okkar sjálfra og til liðsins. Við erum að fara gera meiri kröfur á sigur. Þetta er það sem þetta snýst um og við ætlum að vinna leiki og koma okkur á betri stað,“ sagði Birkir. „Það væri ekkert betra en að geta byrjað árið með sigri,“ sagði Birkir. Birkir vildi hins vegar ekki gera mikið úr árangri Norður Makedóníu í gær með það hvernig sigur þeirra á móti Íslandi speglaði íslenska landsliðið. Norður Makedónía komst einmitt upp úr riðli Íslands og í umspilið. „Við þurfum að gleyma úrslitunum sem voru í síðustu keppni og taka með okkur spilamennskuna. Einbeita okkur að því að gera betur og þróa okkur sem lið og einstaklinga. Við gerum það saman og vonandi eru bjartir tímar fram undan,“ sagði Birkir. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á morgun í Murcia á Spáni og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
Íslenska liðið gekk í gegnum hörð og snögg kynslóðaskipti síðasta haust og náði ekki að fylgja eftir góðum árangri síðustu ár. Nú er komið nýtt ár og það bjartsýni í íslenska hópnum ef marka má orð fyrirliðans. Íslenska karlalandsliðið spilar tvo vináttulandsleiki á næstu dögum og sá fyrri er á móti Finnum á morgun. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þetta er mjög mikilvægt verkefni. Þetta er kannski búinn að vera erfiður tími hingað til en margt mjög jákvætt sem við höfum gert og margt sem við getum bætt okkur í,“ sagði Birkir Bjarnason, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Við erum búnir að fá rosalega góðan tíma núna og meiri tíma en áður. Við erum að þróa liðið og þróa okkar leik, bæði út á velli sem og inn í fundarsal. Þetta er búið að vera ótrúlega gott fyrir okkur,“ sagði Birkir. Leikurinn á móti Finnum á morgun verður fyrsti leikur íslenska liðsins árinu með fullt lið enda um fyrsta opinbera landsleikjaglugga ársins. „Eins og við höfum verið að ræða innan hóps þá ætlum við að gera meiri kröfur til okkar sjálfra og til liðsins. Við erum að fara gera meiri kröfur á sigur. Þetta er það sem þetta snýst um og við ætlum að vinna leiki og koma okkur á betri stað,“ sagði Birkir. „Það væri ekkert betra en að geta byrjað árið með sigri,“ sagði Birkir. Birkir vildi hins vegar ekki gera mikið úr árangri Norður Makedóníu í gær með það hvernig sigur þeirra á móti Íslandi speglaði íslenska landsliðið. Norður Makedónía komst einmitt upp úr riðli Íslands og í umspilið. „Við þurfum að gleyma úrslitunum sem voru í síðustu keppni og taka með okkur spilamennskuna. Einbeita okkur að því að gera betur og þróa okkur sem lið og einstaklinga. Við gerum það saman og vonandi eru bjartir tímar fram undan,“ sagði Birkir. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á morgun í Murcia á Spáni og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira