Ragnar Þór segist ætla að selja eitt sumarhús VR með afslætti Jakob Bjarnar skrifar 24. mars 2022 10:44 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tjári sig um sölu á Íslandsbanka og telur það vera spillingu Vísir/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa tekið ákvörðun um að selja eitt sumarhús í eigu VR á 35 milljónir. Gangvirði eða ásett verð nákvæmlega eins sumarhúsa, í sama hverfi, er um 40 milljónir. „Ég set hann í sölu eftir miðnætti í kvöld og verð búinn að ganga frá sölunni í fyrramálið, áður en félagsmenn vakna. Aðeins þröngur hópur fólks, sem ég þekki vel, fær að bjóða í húsið,“ segir Ragnar í pistli á Facebook-síðu sinni. Og þarna má lesendum ljóst vera að um er að ræða paródíu á sölu hlutar í Íslandsbanka í gær; gagnrýni á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Ragnar hefur áður tjáð sig um söluna og telur hana spillta. Ragnar heldur áfram, segir koma fullt af tilboðum og mörg þeirra langt yfir 40 milljónir. En hann taki samt ákvörðun um að selja bara á 35 milljónir. „Ég réttlæti bara vitleysuna og spillinguna með því að benda á aðra verri, því nóg er af taka í þeim samanburði. Ég kalla þetta bara afslátt og það frekar lítinn afslátt því ég seldi nákvæmlega eins hús á 25 milljónir fyrir 10 mánuðum síðan og komst ekki bara upp með það heldur fékk ég verðlaun fyrir þau viðskipti.“ Ragnar segist ætla að leyfa lífeyrissjóði að kaupa eitt eða tvö herbergi svo það líti út fyrir að félagsmenn sjálfir séu að græða. Og einhver spyrji hann svo út í afsláttinn þá segi hann bara að hann vildi kaupanda sem ætlaði að búa lengi í húsinu. „Eins og ég gerði þegar ég seldi hitt húsið á 25 millur, þó þeir hafi nú selt og flutt út eftir 3 daga þá eru félagsmenn okkar svo fljótir að gleyma. Nú eru húsin metin á 44 milljónir og allir sáttir,“ segir Ragnar og setur inn táknkall til marks um að sér sé ekki alvara. Um er að ræða háðsádeilu. Og spyr svo: „Ef þetta væri satt væri mér þá stætt á að sitja áfram sem formaður VR?“ Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
„Ég set hann í sölu eftir miðnætti í kvöld og verð búinn að ganga frá sölunni í fyrramálið, áður en félagsmenn vakna. Aðeins þröngur hópur fólks, sem ég þekki vel, fær að bjóða í húsið,“ segir Ragnar í pistli á Facebook-síðu sinni. Og þarna má lesendum ljóst vera að um er að ræða paródíu á sölu hlutar í Íslandsbanka í gær; gagnrýni á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Ragnar hefur áður tjáð sig um söluna og telur hana spillta. Ragnar heldur áfram, segir koma fullt af tilboðum og mörg þeirra langt yfir 40 milljónir. En hann taki samt ákvörðun um að selja bara á 35 milljónir. „Ég réttlæti bara vitleysuna og spillinguna með því að benda á aðra verri, því nóg er af taka í þeim samanburði. Ég kalla þetta bara afslátt og það frekar lítinn afslátt því ég seldi nákvæmlega eins hús á 25 milljónir fyrir 10 mánuðum síðan og komst ekki bara upp með það heldur fékk ég verðlaun fyrir þau viðskipti.“ Ragnar segist ætla að leyfa lífeyrissjóði að kaupa eitt eða tvö herbergi svo það líti út fyrir að félagsmenn sjálfir séu að græða. Og einhver spyrji hann svo út í afsláttinn þá segi hann bara að hann vildi kaupanda sem ætlaði að búa lengi í húsinu. „Eins og ég gerði þegar ég seldi hitt húsið á 25 millur, þó þeir hafi nú selt og flutt út eftir 3 daga þá eru félagsmenn okkar svo fljótir að gleyma. Nú eru húsin metin á 44 milljónir og allir sáttir,“ segir Ragnar og setur inn táknkall til marks um að sér sé ekki alvara. Um er að ræða háðsádeilu. Og spyr svo: „Ef þetta væri satt væri mér þá stætt á að sitja áfram sem formaður VR?“
Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira