Sara með rúmar tvær og hálfa milljón króna í mánaðarlaun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2022 10:01 Sara Björk Gunnarsdóttir er launahæst íslenskra fótboltakvenna. getty/Giorgio Perottino Aðeins fimmtán leikmenn í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta eru með hærri laun en Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Lyon og fyrirliði íslenska landsliðsins. Samkvæmt úttekt L´Équipe er Sara 16. launahæsti leikmaður frönsku deildarinnar ásamt samherja sínum hjá Lyon, Eugénie Le Sommer, og Marie-Antoinette Katoto, leikmanni Paris Saint-Germain. Í úttekt L´Équipe kemur fram að Sara sé með um átján þúsund evrur í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 2,5 milljónir íslenskra króna. Tólf leikmenn Lyon eru með hærri mánaðarlaun en Sara. Lyon og PSG eru langbestu og stærstu liðin í Frakklandi og það sést á listanum yfir launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar. Tuttugu efstu á launalistanum koma frá Lyon og PSG, fjórtán frá fyrrnefnda liðinu og sex frá því síðarnefnda. Wendie Renard, fyrirliði Lyon, og Kadidiatou Diani, leikmaður PSG, eru launahæstar í frönsku deildinni með 37 þúsund evrur í mánaðarlaun hvor. Norska markadrottningin Ada Hegerberg hjá Lyon kemur næst með 35 þúsund evrur í laun á mánuði. Tuttugu launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar samkvæmt L'Équipe Kadidiatou Diani (PSG) - 37.000 evrur Wendie Renard (Lyon) - 37.000 evrur Ada Hegerberg (Lyon) - 35.000 evrur Amel Majri (Lyon) - 32.000 evrur Delphine Cascarino (Lyon) - 30.000 evrur Griedge Mbock Bathy (Lyon) - 28.000 evrur Grace Geyoro (PSG) - 26.000 evrur Sakina Karchaoui (PSG) - 25.000 evrur Dzsenifer Marozsán (Lyon) - 25.000 evrur Amandine Henry (Lyon) - 23.000 evrur Kadeisha Buchanan (Lyon) - 23.000 evrur Daniëlle van de Donk (Lyon) - 20.000 evrur Christine Endler (Lyon) - 19.000 evrur Lindsey Horan (Lyon) - 19.000 evrur Catarina Macario (Lyon) - 19.000 evrur Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon) - 18.000 evrur Eugénie Le Sommer (Lyon) - 18.000 evrur Marie-Antoinette Katoto (PSG) - 18.000 evrur Keira Hamraoui (PSG) - 17.000 evrur Ashley Lawrence (PSG) - 15.000 evrur Eftir rúmlega árs fjarveru vegna barneigna sneri Sara aftur á völlinn þegar Lyon vann Dijon, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. Lyon er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Sara og stöllur hennar sækja Juventus heim í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Langt frá körlunum Þótt Sara leiki með einu besta, ef ekki besta, kvennaliði í heimi eru laun hennar langt frá því að vera sambærileg við launahæstu atvinnumenn Íslands. Ef marka má úttekt L'Équipe eru árslaun Söru rúmlega 31 milljón króna. Til samanburðar voru árslaun Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton í fyrra um 750 milljónir króna, þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á þessu tímabili vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu. Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, var næstlaunahæstur íslenskra atvinnumanna með fimm hundruð milljónir króna í árslaun. Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Samkvæmt úttekt L´Équipe er Sara 16. launahæsti leikmaður frönsku deildarinnar ásamt samherja sínum hjá Lyon, Eugénie Le Sommer, og Marie-Antoinette Katoto, leikmanni Paris Saint-Germain. Í úttekt L´Équipe kemur fram að Sara sé með um átján þúsund evrur í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 2,5 milljónir íslenskra króna. Tólf leikmenn Lyon eru með hærri mánaðarlaun en Sara. Lyon og PSG eru langbestu og stærstu liðin í Frakklandi og það sést á listanum yfir launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar. Tuttugu efstu á launalistanum koma frá Lyon og PSG, fjórtán frá fyrrnefnda liðinu og sex frá því síðarnefnda. Wendie Renard, fyrirliði Lyon, og Kadidiatou Diani, leikmaður PSG, eru launahæstar í frönsku deildinni með 37 þúsund evrur í mánaðarlaun hvor. Norska markadrottningin Ada Hegerberg hjá Lyon kemur næst með 35 þúsund evrur í laun á mánuði. Tuttugu launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar samkvæmt L'Équipe Kadidiatou Diani (PSG) - 37.000 evrur Wendie Renard (Lyon) - 37.000 evrur Ada Hegerberg (Lyon) - 35.000 evrur Amel Majri (Lyon) - 32.000 evrur Delphine Cascarino (Lyon) - 30.000 evrur Griedge Mbock Bathy (Lyon) - 28.000 evrur Grace Geyoro (PSG) - 26.000 evrur Sakina Karchaoui (PSG) - 25.000 evrur Dzsenifer Marozsán (Lyon) - 25.000 evrur Amandine Henry (Lyon) - 23.000 evrur Kadeisha Buchanan (Lyon) - 23.000 evrur Daniëlle van de Donk (Lyon) - 20.000 evrur Christine Endler (Lyon) - 19.000 evrur Lindsey Horan (Lyon) - 19.000 evrur Catarina Macario (Lyon) - 19.000 evrur Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon) - 18.000 evrur Eugénie Le Sommer (Lyon) - 18.000 evrur Marie-Antoinette Katoto (PSG) - 18.000 evrur Keira Hamraoui (PSG) - 17.000 evrur Ashley Lawrence (PSG) - 15.000 evrur Eftir rúmlega árs fjarveru vegna barneigna sneri Sara aftur á völlinn þegar Lyon vann Dijon, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. Lyon er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Sara og stöllur hennar sækja Juventus heim í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Langt frá körlunum Þótt Sara leiki með einu besta, ef ekki besta, kvennaliði í heimi eru laun hennar langt frá því að vera sambærileg við launahæstu atvinnumenn Íslands. Ef marka má úttekt L'Équipe eru árslaun Söru rúmlega 31 milljón króna. Til samanburðar voru árslaun Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton í fyrra um 750 milljónir króna, þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á þessu tímabili vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu. Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, var næstlaunahæstur íslenskra atvinnumanna með fimm hundruð milljónir króna í árslaun.
Kadidiatou Diani (PSG) - 37.000 evrur Wendie Renard (Lyon) - 37.000 evrur Ada Hegerberg (Lyon) - 35.000 evrur Amel Majri (Lyon) - 32.000 evrur Delphine Cascarino (Lyon) - 30.000 evrur Griedge Mbock Bathy (Lyon) - 28.000 evrur Grace Geyoro (PSG) - 26.000 evrur Sakina Karchaoui (PSG) - 25.000 evrur Dzsenifer Marozsán (Lyon) - 25.000 evrur Amandine Henry (Lyon) - 23.000 evrur Kadeisha Buchanan (Lyon) - 23.000 evrur Daniëlle van de Donk (Lyon) - 20.000 evrur Christine Endler (Lyon) - 19.000 evrur Lindsey Horan (Lyon) - 19.000 evrur Catarina Macario (Lyon) - 19.000 evrur Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon) - 18.000 evrur Eugénie Le Sommer (Lyon) - 18.000 evrur Marie-Antoinette Katoto (PSG) - 18.000 evrur Keira Hamraoui (PSG) - 17.000 evrur Ashley Lawrence (PSG) - 15.000 evrur
Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira