Allir í Nató, en hver vill borga? Gunnar Smári Egilsson skrifar 21. mars 2022 07:32 Það liggur fyrir samþykkt meðal aðildarríkja Atlandshafsbandalagsins um að öll aðildarríkin verði búin árið 2024 að hækka útgjöld sín til hermála upp í 2 prósent af landsframleiðslu. Það gera um 71,3 milljarðar króna á ári fyrir Íslendinga miðað við landsframleiðslu þessa árs. 78,6 milljarðar króna árið 2024, miðað við spár um landsframleiðslu það árið. Og svo sambærilegar upphæðir hvert ár eins lengi og Atlandshafsbandalagið vill. Hernaðarútgjöld verða 60% af rekstri sjúkrahús Það er þetta sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er að vísa til þegar hún segir að Íslendingar muni standa við skuldbindingar sínar gagnvart Nató; að við munum verða þjóð meðal þjóða, eins og hún orðar það. Í fjárlögum fyrir 2022 er gert ráð fyrir rétt rúmum þremur milljörðum til öryggis- og varnarmála. Það eru um 0,08% af landsframleiðslu. Til að standast kröfur Nató, sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, munum við þurfa að hækka þessa fjárhæð um 68.300 miljónir króna miðað við landsframleiðslu og framlög þessa árs. Til samanburðar fara í ár um 115 milljarðar króna úr ríkissjóði til allra sjúkrahúsa á landinu. Vangreidd framlög til hervæðingar eru álíka og um 60% af kostnaði ríkissjóðs við sjúkrahúsrekstur. Ef hækka ætti skatta til að afla þessara fjármuna til hervæðingar þyrfti að hækka tekjuskatt einstaklinga um 31%. Fyrirsjáanleg aukin útgjöld til hermála eru því áfall fyrir ríkissjóðs og heimilin í landinu sem slagar upp í áfallið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Og þetta er ekki tímabundið ástand sem hægt er að bíða af sér. Þetta eru útgjöld sem við erum skuldbundin að uppfylla mörg næstu ár, áratugi líkast til. 20 þúsund milljörðum meira í hernað Mörg lönd Nató hafa nýverið samþykkt að flýta því að uppfylla þessi skilyrði, t.d. Þýskaland og Danmörk. Þegar öll lönd hafa gengist undir kröfuna má ætla að samanlögð útgjöld Natóríkjanna til hermála hækki úr 135 þúsund milljörðum króna árlega í 155 þúsund milljarða. Bandaríkin eyða nú þegar mun meira en 2% af landsframleiðslu í hervæðingu svo árleg hækkun um 20 þúsund milljarða króna kemur svo til öll frá Evrópu. Fyrir þessa hækkun voru hernaðarútgjöld Natóríkjanna um 57% af öllum hernaðarútgjöldum í heiminum. Mögulega mun það hlutfall hækka, en líklega mun hernaðaruppbygging Natóríkjanna setja af stað vopnakapphlaup sem auka mun hernaðarútgjöld víða um heim. Er þetta skynsamleg ráðstöfunar fjármuna í heiminum í dag? Eru fleiri vopn það helsta sem heimurinn þarfnast nú? Alltaf frið fremur en ófrið Auðvitað er svarið nei. Aukin útgjöld til hermála munu draga úr útgjöldum til velferðarmála og auka á ójöfnuð, bæði innan ríkja og milli ríkja. Framlög Vesturveldanna til þróunaraðstoðar til fátækari landa munu minnka en framlög þeirra til hernaðaruppbyggingar í hinu fátæka suðri munu aukast. Við munum uppskera verri heim. Og við munum ekki uppskera frið. Aukin hernaðaruppbygging og hernaðarhyggja mun grafa enn frekar undan friði og auka hættu á stríðsátökum. Lönd heimsins munu skipa sér í fylkingar sem munu stilla sér upp á móti hver annarri. Samskipti verða minni, afmennskun andstæðingsins mun fóðra hatur og magna upp ágreining. Hvers vegna erum við að taka þátt í þessu? Hvers vegna ættum við að fórna 70-80 milljörðum króna árlega næstu árin á altari stríðsæsinga þar sem mögnuð er upp ógn af innrás í landið, ógn sem enginn getur þó réttlætt með neinum rökum? Hvers vegna tölum við ekki fyrir friðsamlegri lausn? Er friður ekki allra hagur? Það mætti allt eins gefa Rússum þetta fé Í raun væri skynsamlegra að bjóða Rússum að hirða þessa 20 þúsund milljarða króna árlega, sem ráðgert er að verja í aukin hernaðarútgjöld í Evrópu, gegn því að þeir láti af hernaði gagnvart nágrönnum sínum og dragi úr vígbúnaði heima fyrir. Það myndi spara hernaðaruppbyggingu í fátækari löndum og örugglega bæta rússneskt samfélag meira en refsiaðgerðirnar sem búið er að setja á. Og fyrirmyndin er til. Ríki Evrópu greiddu Dönum skaðabætur fyrir að opna Eyrarsund, hætta innheimtu tolla og láta af útþenslustefnu sinni. Og dæmin eru fleiri. En auðvitað væri best ef þessir fjármunir færu í að byggja upp betri samfélög um allan heim. En ég nefni þetta hér vegna þess að það er augljóst að þessum fjármunum ætti síst af öllu að verja til vopnakaupa, hernaðaruppbyggingar og hervæðingar samfélaganna. Höfundur er friðarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það liggur fyrir samþykkt meðal aðildarríkja Atlandshafsbandalagsins um að öll aðildarríkin verði búin árið 2024 að hækka útgjöld sín til hermála upp í 2 prósent af landsframleiðslu. Það gera um 71,3 milljarðar króna á ári fyrir Íslendinga miðað við landsframleiðslu þessa árs. 78,6 milljarðar króna árið 2024, miðað við spár um landsframleiðslu það árið. Og svo sambærilegar upphæðir hvert ár eins lengi og Atlandshafsbandalagið vill. Hernaðarútgjöld verða 60% af rekstri sjúkrahús Það er þetta sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er að vísa til þegar hún segir að Íslendingar muni standa við skuldbindingar sínar gagnvart Nató; að við munum verða þjóð meðal þjóða, eins og hún orðar það. Í fjárlögum fyrir 2022 er gert ráð fyrir rétt rúmum þremur milljörðum til öryggis- og varnarmála. Það eru um 0,08% af landsframleiðslu. Til að standast kröfur Nató, sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, munum við þurfa að hækka þessa fjárhæð um 68.300 miljónir króna miðað við landsframleiðslu og framlög þessa árs. Til samanburðar fara í ár um 115 milljarðar króna úr ríkissjóði til allra sjúkrahúsa á landinu. Vangreidd framlög til hervæðingar eru álíka og um 60% af kostnaði ríkissjóðs við sjúkrahúsrekstur. Ef hækka ætti skatta til að afla þessara fjármuna til hervæðingar þyrfti að hækka tekjuskatt einstaklinga um 31%. Fyrirsjáanleg aukin útgjöld til hermála eru því áfall fyrir ríkissjóðs og heimilin í landinu sem slagar upp í áfallið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Og þetta er ekki tímabundið ástand sem hægt er að bíða af sér. Þetta eru útgjöld sem við erum skuldbundin að uppfylla mörg næstu ár, áratugi líkast til. 20 þúsund milljörðum meira í hernað Mörg lönd Nató hafa nýverið samþykkt að flýta því að uppfylla þessi skilyrði, t.d. Þýskaland og Danmörk. Þegar öll lönd hafa gengist undir kröfuna má ætla að samanlögð útgjöld Natóríkjanna til hermála hækki úr 135 þúsund milljörðum króna árlega í 155 þúsund milljarða. Bandaríkin eyða nú þegar mun meira en 2% af landsframleiðslu í hervæðingu svo árleg hækkun um 20 þúsund milljarða króna kemur svo til öll frá Evrópu. Fyrir þessa hækkun voru hernaðarútgjöld Natóríkjanna um 57% af öllum hernaðarútgjöldum í heiminum. Mögulega mun það hlutfall hækka, en líklega mun hernaðaruppbygging Natóríkjanna setja af stað vopnakapphlaup sem auka mun hernaðarútgjöld víða um heim. Er þetta skynsamleg ráðstöfunar fjármuna í heiminum í dag? Eru fleiri vopn það helsta sem heimurinn þarfnast nú? Alltaf frið fremur en ófrið Auðvitað er svarið nei. Aukin útgjöld til hermála munu draga úr útgjöldum til velferðarmála og auka á ójöfnuð, bæði innan ríkja og milli ríkja. Framlög Vesturveldanna til þróunaraðstoðar til fátækari landa munu minnka en framlög þeirra til hernaðaruppbyggingar í hinu fátæka suðri munu aukast. Við munum uppskera verri heim. Og við munum ekki uppskera frið. Aukin hernaðaruppbygging og hernaðarhyggja mun grafa enn frekar undan friði og auka hættu á stríðsátökum. Lönd heimsins munu skipa sér í fylkingar sem munu stilla sér upp á móti hver annarri. Samskipti verða minni, afmennskun andstæðingsins mun fóðra hatur og magna upp ágreining. Hvers vegna erum við að taka þátt í þessu? Hvers vegna ættum við að fórna 70-80 milljörðum króna árlega næstu árin á altari stríðsæsinga þar sem mögnuð er upp ógn af innrás í landið, ógn sem enginn getur þó réttlætt með neinum rökum? Hvers vegna tölum við ekki fyrir friðsamlegri lausn? Er friður ekki allra hagur? Það mætti allt eins gefa Rússum þetta fé Í raun væri skynsamlegra að bjóða Rússum að hirða þessa 20 þúsund milljarða króna árlega, sem ráðgert er að verja í aukin hernaðarútgjöld í Evrópu, gegn því að þeir láti af hernaði gagnvart nágrönnum sínum og dragi úr vígbúnaði heima fyrir. Það myndi spara hernaðaruppbyggingu í fátækari löndum og örugglega bæta rússneskt samfélag meira en refsiaðgerðirnar sem búið er að setja á. Og fyrirmyndin er til. Ríki Evrópu greiddu Dönum skaðabætur fyrir að opna Eyrarsund, hætta innheimtu tolla og láta af útþenslustefnu sinni. Og dæmin eru fleiri. En auðvitað væri best ef þessir fjármunir færu í að byggja upp betri samfélög um allan heim. En ég nefni þetta hér vegna þess að það er augljóst að þessum fjármunum ætti síst af öllu að verja til vopnakaupa, hernaðaruppbyggingar og hervæðingar samfélaganna. Höfundur er friðarsinni
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun