Sértrúarhópar Halldór Nikulás Lár skrifar 18. mars 2022 15:02 Umræða síðustu daga, um trúarofbeldi og sértrúarsöfnuði, er fyrst og fremst mikilvæg til að stöðva ofbeldi af hvaði tagi sem er og okkur ber ávallt að standa með þolendum. En umræðan hefur jafnframt sýnt okkur hversu auðvelt það er að þjarka um hugtök og skilgreiningar. Hér er það orðið „sértrúarsöfnuður“ og langar mig að varpa aðeins ljósi á þá skilgreiningu sem almennt er samþykkt. Guðsþjónustuform safnaða, tónlistin og tjáningin er eitt og markast af hefðinni; löngun eða þörf til að vera í takt við samtímann; og svo einfaldlega smekk hvers og eins. Kennisetningar eru annað mál. Þeir hópar sem halda fram trúarlegum kenningum, sem aðrir hópar ekki þekkja, eða eru á skjön við þeirra eigin, eru gjarnan kallaðir sértrúarhópar. Þetta eru þá minnihlutahópar, sem á einhvern máta eru öðruvísi í sínum trúariðkunum en meirihlutinn. Slíkir hópar kunna að vera sértrúarhópar, sem standa utan við það sem almennt skilgreinir kristna kirkju í heiminum, en þeir eru það ekki endilega. Ef það að standa fyrir utan meirihlutahópinn gerir söfnuð að sértrúarhópi, þá eru allir söfnuðir á Íslandi sértrúarhópar, nema Þjóðkirkjan og kannski 3-4 aðrar lúterskar fríkirkjur. Vandamálið við þessa skilgreiningu er margvíslegt. Lúterskir söfnuðir eru t.d í meirihluta á Íslandi og á heimsvísu nálgast þeir 78 milljónir, en Hvítasunnukirkjan, sem margir álíta sértrúarsöfnuð, telur hins vegar um 300 milljónir meðlima á heimsvísu. Vandamálið við meirihluta-minnihluta skilgreininguna eykst svo til muna þegar við skoðum hvítasunnusöfnuði og karísmatíska fríkirkjusöfnuði heimsins saman, með nær 700 milljónir meðlima (karísmatískir söfnuðir leggja áherslu á verk og gjafir heilags anda í söfnuðinum, eins og hvítasunnusöfnuðir). Samkvæmt þessari skilgreiningu er Hvítasunnukirkjan því alls ekki sértrúarsöfnuður í stóra samhenginu, en það er hins vegar Þjóðkirkjan. Þessi nálgun og flokkun í minnihluta- og meirihlutahópa eftir trúarkenningum er því ekki sú besta til að styðjast við. En það er til félagsleg flokkun og skilgreining á öllum trúarhópum (ekki bara kristnum), sem getur hjálpað hverjum sem vill, að þekkja sértrúarhópa frá öðrum. Félagsvísindaleg nálgun byggir á þeirri forsendu að trúarbrögð séu félagslegt fyrirbæri og verði aðeins skilin í samfélagslegu samhengi. Meredith B. McGuire, sem árið 2008 skrifaði bókina Religion: The social context, fjallar um mismunandi félagslega stöðu trúfélaga, formgerð þeirra og gagnvirk áhrif í samfélagslegu samhengi. Hún tekur þar saman fjóra aðalflokka við félagslega flokkun trúfélaga: kirkju (church), sértrúarhóp (sect), kirkjudeild (denomination) og einstaklingshyggjuhreyfingu (cult). Eingöngu sértrúarhóparnir eru til umræðu hér og eftirfarandi þættir (sumir eða allir) einkenna þessa hópa. Sértrúarhópur álítur sig vera bæði einstakan og lögmætan trúarhóp, með einu réttu leiðina. Þessir hópar eru gjarnan handhafi sannleikans, að minnsta kosti þess hluta sannleikans sem einhverju máli skiptir. Sértrúarhópur hefur „rétta“ kenningu, siðferðisgildi og starfsaðferðir, sem aðrir hafa ekki. Sértrúarhópur á í fremur neikvæðum samskiptum við samfélagsheildina og aðgreinir sig gjarnan frá henni sjálfviljugur. Aðganga að trúfélaginu er hverjum í sjálfsvald sett, svo fremi viðkomandi uppfylli uppsett trúarleg skilyrði og áherslan er á persónuleg samskipti og samheldni. Brottför úr trúfélaginu er oftar en ekki án einhvers áfellisdóms. Náðarvaldið (charisma – vald þess sem stjórnar, forstöðumanns; leiðtoga; safnaðarhirðis osf.), byggir á beinu sambandi við uppsprettuna, gjarnan fyrir hönd safnaðarmeðlima. Þetta vald er bundið við stofnendur hópsins (einstaklinga eða fjölskyldu), en ekki opið embætti innan safnaðarins. Erfitt getur verið fyrir sértrúarhóp að varðveitast til lengdar nema að til komi kerfisbundin endurskipulagning og söfnuðurinn taki breytingum í átt til hefðbundinnar kirkjudeildar eða kirkju með formfestingu náðarvaldsins - að valdið sé ekki eingöngu í höndum stofnanda eða afkomenda, heldur er embætti forstöðu opið öðrum. Dæmi um sértrúarhópaí samfélagslegu samhengi eru: Vottar Jehóva, Amish, Krossinn á ákveðnu tímaskeiði, sumir hvítasunnuhópar og þá hugsanlega smærri íslamskir trúarhópar sem á einhvern hátt aðgreina sig frá hinum stóru og almennu hópum eins og súnní og shía. Höfundur er mann- og trúarbragðafræðingur. Heimildir: McGuire, M. B. (2008). Religion: The social context (5. útgáfa). Long Grove: Waveland Press, Inc. Pétur Pétursson. (2011). Trúmaður á tímamótum: Ævisaga Haralds Níelssonar. Reykjavík. Hið íslenska bókmenntafélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Umræða síðustu daga, um trúarofbeldi og sértrúarsöfnuði, er fyrst og fremst mikilvæg til að stöðva ofbeldi af hvaði tagi sem er og okkur ber ávallt að standa með þolendum. En umræðan hefur jafnframt sýnt okkur hversu auðvelt það er að þjarka um hugtök og skilgreiningar. Hér er það orðið „sértrúarsöfnuður“ og langar mig að varpa aðeins ljósi á þá skilgreiningu sem almennt er samþykkt. Guðsþjónustuform safnaða, tónlistin og tjáningin er eitt og markast af hefðinni; löngun eða þörf til að vera í takt við samtímann; og svo einfaldlega smekk hvers og eins. Kennisetningar eru annað mál. Þeir hópar sem halda fram trúarlegum kenningum, sem aðrir hópar ekki þekkja, eða eru á skjön við þeirra eigin, eru gjarnan kallaðir sértrúarhópar. Þetta eru þá minnihlutahópar, sem á einhvern máta eru öðruvísi í sínum trúariðkunum en meirihlutinn. Slíkir hópar kunna að vera sértrúarhópar, sem standa utan við það sem almennt skilgreinir kristna kirkju í heiminum, en þeir eru það ekki endilega. Ef það að standa fyrir utan meirihlutahópinn gerir söfnuð að sértrúarhópi, þá eru allir söfnuðir á Íslandi sértrúarhópar, nema Þjóðkirkjan og kannski 3-4 aðrar lúterskar fríkirkjur. Vandamálið við þessa skilgreiningu er margvíslegt. Lúterskir söfnuðir eru t.d í meirihluta á Íslandi og á heimsvísu nálgast þeir 78 milljónir, en Hvítasunnukirkjan, sem margir álíta sértrúarsöfnuð, telur hins vegar um 300 milljónir meðlima á heimsvísu. Vandamálið við meirihluta-minnihluta skilgreininguna eykst svo til muna þegar við skoðum hvítasunnusöfnuði og karísmatíska fríkirkjusöfnuði heimsins saman, með nær 700 milljónir meðlima (karísmatískir söfnuðir leggja áherslu á verk og gjafir heilags anda í söfnuðinum, eins og hvítasunnusöfnuðir). Samkvæmt þessari skilgreiningu er Hvítasunnukirkjan því alls ekki sértrúarsöfnuður í stóra samhenginu, en það er hins vegar Þjóðkirkjan. Þessi nálgun og flokkun í minnihluta- og meirihlutahópa eftir trúarkenningum er því ekki sú besta til að styðjast við. En það er til félagsleg flokkun og skilgreining á öllum trúarhópum (ekki bara kristnum), sem getur hjálpað hverjum sem vill, að þekkja sértrúarhópa frá öðrum. Félagsvísindaleg nálgun byggir á þeirri forsendu að trúarbrögð séu félagslegt fyrirbæri og verði aðeins skilin í samfélagslegu samhengi. Meredith B. McGuire, sem árið 2008 skrifaði bókina Religion: The social context, fjallar um mismunandi félagslega stöðu trúfélaga, formgerð þeirra og gagnvirk áhrif í samfélagslegu samhengi. Hún tekur þar saman fjóra aðalflokka við félagslega flokkun trúfélaga: kirkju (church), sértrúarhóp (sect), kirkjudeild (denomination) og einstaklingshyggjuhreyfingu (cult). Eingöngu sértrúarhóparnir eru til umræðu hér og eftirfarandi þættir (sumir eða allir) einkenna þessa hópa. Sértrúarhópur álítur sig vera bæði einstakan og lögmætan trúarhóp, með einu réttu leiðina. Þessir hópar eru gjarnan handhafi sannleikans, að minnsta kosti þess hluta sannleikans sem einhverju máli skiptir. Sértrúarhópur hefur „rétta“ kenningu, siðferðisgildi og starfsaðferðir, sem aðrir hafa ekki. Sértrúarhópur á í fremur neikvæðum samskiptum við samfélagsheildina og aðgreinir sig gjarnan frá henni sjálfviljugur. Aðganga að trúfélaginu er hverjum í sjálfsvald sett, svo fremi viðkomandi uppfylli uppsett trúarleg skilyrði og áherslan er á persónuleg samskipti og samheldni. Brottför úr trúfélaginu er oftar en ekki án einhvers áfellisdóms. Náðarvaldið (charisma – vald þess sem stjórnar, forstöðumanns; leiðtoga; safnaðarhirðis osf.), byggir á beinu sambandi við uppsprettuna, gjarnan fyrir hönd safnaðarmeðlima. Þetta vald er bundið við stofnendur hópsins (einstaklinga eða fjölskyldu), en ekki opið embætti innan safnaðarins. Erfitt getur verið fyrir sértrúarhóp að varðveitast til lengdar nema að til komi kerfisbundin endurskipulagning og söfnuðurinn taki breytingum í átt til hefðbundinnar kirkjudeildar eða kirkju með formfestingu náðarvaldsins - að valdið sé ekki eingöngu í höndum stofnanda eða afkomenda, heldur er embætti forstöðu opið öðrum. Dæmi um sértrúarhópaí samfélagslegu samhengi eru: Vottar Jehóva, Amish, Krossinn á ákveðnu tímaskeiði, sumir hvítasunnuhópar og þá hugsanlega smærri íslamskir trúarhópar sem á einhvern hátt aðgreina sig frá hinum stóru og almennu hópum eins og súnní og shía. Höfundur er mann- og trúarbragðafræðingur. Heimildir: McGuire, M. B. (2008). Religion: The social context (5. útgáfa). Long Grove: Waveland Press, Inc. Pétur Pétursson. (2011). Trúmaður á tímamótum: Ævisaga Haralds Níelssonar. Reykjavík. Hið íslenska bókmenntafélag.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun