Stærsta endurkoman síðan Laudrup kom til baka í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 13:00 Danskir stuðningsmenn munu örugglega fjölmenn á Parken í Kaupmannahöfn 29. mars næstkomandi. Getty/Jonathan Nackstrand Danir fagna endurkomu Christian Eriksen í danska landsliðið og hann gæti spilað á táknrænum stað undir lok mánaðarins. Danski knattspyrnusérfræðingurinn Flemming Toft skrifaði pistil um endurkomu Christian Eriksen í danska landsliðið og að hans mati gæti 29. mars næstkomandi orðið hluti af sögu danska landsliðsins. „Við munum aldrei gleyma 12. júní 2021, daginn sem Christian Eriksen hné niður í grasið og var líflaus í nokkrar mínútur á Parken. Við munum heldur ekki gleyma 29. mars 2022 þegar hann mun líklega snúa aftur á sama stað,“ skrifaði Flemming Toft í pistli sínum á vef TV2. Christian Eriksen has been included in the Denmark squad for the first time since suffering cardiac arrest at Euro 2020. pic.twitter.com/3DvR4yQgBO— GOAL (@goal) March 15, 2022 Eriksen er byrjaður að spila með Brentford í enski úrvalsdeildinni og var valinn í danska landsliðshópinn í gær. Hann lék fyrst með landsliðinu í mars 2010 þegar hann var bara átján ára gamall. „Nú erum við að horfa upp á stærstu endurkomuna í danska landsliðið síðan Michael Laudrup kom til baka árið 1993 eftir að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið í þrjú ár,“ skrifar Toft. Michael Laudrup, þá langstærsta knattspyrnustjarna Dana og ein sú stærsta í Evrópu, enda leikmaður Juventus og Real Madrid á þessum árum. Hann var ósáttur með danska landsliðsþjálfarann Richard Möller Nielsen og var því ekki í danska landsliðinu sem kom öllum á óvart og varð Evrópumeistari sumarið 1992. Laudrup kom hins vegar aftur 1993 og átti eftir að spila með danska landsliðinu til ársins 1998. Christian Eriksen is in Denmark's squad for the first time since suffering a cardiac arrest at Euro 2020.Fantastic to see him back pic.twitter.com/9xaku5rHLg— ESPN FC (@ESPNFC) March 15, 2022 Það vilja allir sjá Eriksen aftur í dönsku landsliðstreyjunni og ekki síst hann sjálfur. Hann hefur sett stefnuna á því að spila með Dönum á HM í Katar í nóvember og fyrsta skrefið í þá átt er að spila þessa vináttulandsleiki í lok mars. „Landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand hefur verið í góðu sambandi við Christian Eriksen. Þeir hafa ekkert verið að flýta sér og ættu báðir að vera tilbúnir fyrir þessa endurkomu,“ skrifar Toft. Danska landsliðið fer fyrst í æfingabúðir á Spáni og þær ætti að gefast tími til þjappa hópnum aftur saman. Svo er útileikur á móti Hollendingum áður en kemur að leiknum á móti Serbum á Parken. Það er leikurinn sem allir vilja sjá Eriksen spila og komast yfir minninguna frá því í Finnlandsleiknum í júní í fyrra. „Hann er nógu góður. Meira en nógu góður. Til halda halda (Fótbolta) lífi sínu áfram,“ skrifaði Flemming Toft að lokum en það má finna allan pistil hans hér. HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Sjá meira
Danski knattspyrnusérfræðingurinn Flemming Toft skrifaði pistil um endurkomu Christian Eriksen í danska landsliðið og að hans mati gæti 29. mars næstkomandi orðið hluti af sögu danska landsliðsins. „Við munum aldrei gleyma 12. júní 2021, daginn sem Christian Eriksen hné niður í grasið og var líflaus í nokkrar mínútur á Parken. Við munum heldur ekki gleyma 29. mars 2022 þegar hann mun líklega snúa aftur á sama stað,“ skrifaði Flemming Toft í pistli sínum á vef TV2. Christian Eriksen has been included in the Denmark squad for the first time since suffering cardiac arrest at Euro 2020. pic.twitter.com/3DvR4yQgBO— GOAL (@goal) March 15, 2022 Eriksen er byrjaður að spila með Brentford í enski úrvalsdeildinni og var valinn í danska landsliðshópinn í gær. Hann lék fyrst með landsliðinu í mars 2010 þegar hann var bara átján ára gamall. „Nú erum við að horfa upp á stærstu endurkomuna í danska landsliðið síðan Michael Laudrup kom til baka árið 1993 eftir að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið í þrjú ár,“ skrifar Toft. Michael Laudrup, þá langstærsta knattspyrnustjarna Dana og ein sú stærsta í Evrópu, enda leikmaður Juventus og Real Madrid á þessum árum. Hann var ósáttur með danska landsliðsþjálfarann Richard Möller Nielsen og var því ekki í danska landsliðinu sem kom öllum á óvart og varð Evrópumeistari sumarið 1992. Laudrup kom hins vegar aftur 1993 og átti eftir að spila með danska landsliðinu til ársins 1998. Christian Eriksen is in Denmark's squad for the first time since suffering a cardiac arrest at Euro 2020.Fantastic to see him back pic.twitter.com/9xaku5rHLg— ESPN FC (@ESPNFC) March 15, 2022 Það vilja allir sjá Eriksen aftur í dönsku landsliðstreyjunni og ekki síst hann sjálfur. Hann hefur sett stefnuna á því að spila með Dönum á HM í Katar í nóvember og fyrsta skrefið í þá átt er að spila þessa vináttulandsleiki í lok mars. „Landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand hefur verið í góðu sambandi við Christian Eriksen. Þeir hafa ekkert verið að flýta sér og ættu báðir að vera tilbúnir fyrir þessa endurkomu,“ skrifar Toft. Danska landsliðið fer fyrst í æfingabúðir á Spáni og þær ætti að gefast tími til þjappa hópnum aftur saman. Svo er útileikur á móti Hollendingum áður en kemur að leiknum á móti Serbum á Parken. Það er leikurinn sem allir vilja sjá Eriksen spila og komast yfir minninguna frá því í Finnlandsleiknum í júní í fyrra. „Hann er nógu góður. Meira en nógu góður. Til halda halda (Fótbolta) lífi sínu áfram,“ skrifaði Flemming Toft að lokum en það má finna allan pistil hans hér.
HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Sjá meira