Ísland opnar sendiráð í Varsjá í haust Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2022 14:17 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ásamt Gerard Sławomir Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. Stjr Íslenskt sendiráð verður stofnað í pólsku höfuðborginni Varsjá síðast á þessu ári. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kynnti tillögu þess efnis á fundi ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag og kynnti utanríkismálanefnd málið í morgun. Frá þessu segir á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að utanríkisráðherra hafi svo átt fund í hádeginu með Gerard Sławomir Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, þar sem honum hafi verið greint frá áformunum. Í tillögunni er jafnframt lagt til að fyrirsvar vegna Litáen, auk Úkraínu og Belarús (Hvíta-Rússlands), verði fært til hinnar nýju sendiskrifstofu. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu að pólitísk, efnahagsleg og menningarleg samskipti Íslands og Póllands hafi aukist verulega á undanförnum árum. „Þá á sívaxandi fjöldi Íslendinga uppruna sinn að rekja til Póllands. Hagsmunir landanna fara saman í mikilvægum málaflokkum, svo sem öryggis- og varnamálum. Þá hafa aukin samskipti landanna, ekki síst vegna fjölda Pólverja sem eru búsettir á Íslandi, eflt viðskipta- og menningartengsl. Pólsk stjórnvöld hafa starfrækt sendiskrifstofu í Reykjavík frá 2008, fyrst með aðalræðisskrifstofu og frá 2013 sem fullgilt sendiráð. „Með opnun sendiskrifstofu Íslands í Varsjá kemst loks á nauðsynleg gagnkvæmni í stjórnmálasamband ríkjanna og það er ánægjulegt að geta stigið það skref og undirstrikað hversu verðmæt vinátta þjóðanna er fyrir okkur Íslendinga. Pólska sendiráðið í Reykjavík hefur sinnt mikilvægri þjónustu við þann stóra hóp Pólverja sem býr á Íslandi. Íslenskt sendiráð í Varsjá getur að sama skapi veitt íslenskum ríkisborgurum og Pólverjum með náin tengsl við Ísland þjónustu og um leið greitt götu íslenskra fyrirtækja á þessum slóðum og gætt íslenskra hagsmuna, til dæmis á vettvangi Uppbyggingarsjóðs EES,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu. Hún segir að samskipti Íslands og Póllands bæði vera mikil og blómleg og fjölmörg tækifæri séu til að þróa þau enn frekar. „Íslenskt sendiráðið í Varsjá á eftir að gegna stóru hlutverki í að efla og styrkja sambandið bæði við Pólland og þau ríki sem það mun hafa fyrirsvar gagnvart á fjölmörgum sviðum.“ Gert er ráð fyrir að sendiráð Íslands í Varsjá verði opnað í haust og yrði það þar með 27. sendiskrifstofa Íslands erlendis. Pólland Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sendiráð Íslands Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Frá þessu segir á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að utanríkisráðherra hafi svo átt fund í hádeginu með Gerard Sławomir Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, þar sem honum hafi verið greint frá áformunum. Í tillögunni er jafnframt lagt til að fyrirsvar vegna Litáen, auk Úkraínu og Belarús (Hvíta-Rússlands), verði fært til hinnar nýju sendiskrifstofu. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu að pólitísk, efnahagsleg og menningarleg samskipti Íslands og Póllands hafi aukist verulega á undanförnum árum. „Þá á sívaxandi fjöldi Íslendinga uppruna sinn að rekja til Póllands. Hagsmunir landanna fara saman í mikilvægum málaflokkum, svo sem öryggis- og varnamálum. Þá hafa aukin samskipti landanna, ekki síst vegna fjölda Pólverja sem eru búsettir á Íslandi, eflt viðskipta- og menningartengsl. Pólsk stjórnvöld hafa starfrækt sendiskrifstofu í Reykjavík frá 2008, fyrst með aðalræðisskrifstofu og frá 2013 sem fullgilt sendiráð. „Með opnun sendiskrifstofu Íslands í Varsjá kemst loks á nauðsynleg gagnkvæmni í stjórnmálasamband ríkjanna og það er ánægjulegt að geta stigið það skref og undirstrikað hversu verðmæt vinátta þjóðanna er fyrir okkur Íslendinga. Pólska sendiráðið í Reykjavík hefur sinnt mikilvægri þjónustu við þann stóra hóp Pólverja sem býr á Íslandi. Íslenskt sendiráð í Varsjá getur að sama skapi veitt íslenskum ríkisborgurum og Pólverjum með náin tengsl við Ísland þjónustu og um leið greitt götu íslenskra fyrirtækja á þessum slóðum og gætt íslenskra hagsmuna, til dæmis á vettvangi Uppbyggingarsjóðs EES,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu. Hún segir að samskipti Íslands og Póllands bæði vera mikil og blómleg og fjölmörg tækifæri séu til að þróa þau enn frekar. „Íslenskt sendiráðið í Varsjá á eftir að gegna stóru hlutverki í að efla og styrkja sambandið bæði við Pólland og þau ríki sem það mun hafa fyrirsvar gagnvart á fjölmörgum sviðum.“ Gert er ráð fyrir að sendiráð Íslands í Varsjá verði opnað í haust og yrði það þar með 27. sendiskrifstofa Íslands erlendis.
Pólland Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sendiráð Íslands Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira