Njarðvíkingar hafa beðið í 1.220 daga eftir að vinna KR í Ljónagryfjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 15:30 Nicolas Richotti skoraði bara eitt stig í fyrri leiknum og klikkaði þá á öllum níu skotum sínum utan af velli. Hann fékk líka fimm villur. Vísir/Bára Dröfn Njarðvíkingar taka á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld en þetta er frestaður leikur. Njarðvíkingar eru í toppbaráttu deildarinnar á sama tíma og KR-ingar eru að berjast um að komast í úrslitakeppnina. Eftir tap í framlengingu í Keflavík á föstudagskvöldið þá datt KR út úr úrslitakeppnissæti. Liðið er nú í níunda sætinu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hann hefst klukkan 19.15 en útsendingin byrjar klukkan 19.00. Það er orðið langt síðan að Njarðvík vann KR í Ljónagryfjunni eða rúmir fjörutíu mánuðir. Njarðvík vann KR síðast á heimavelli sínum 9. nóvember 2018 en síðan eru liðnir meira en 1.220 dagar. KR hefur unnið tvo síðustu leiki sína í Ljónagryfjunni, með fjórum stigum í fyrra og svo með sex stigum árið 2020. KR-ingar hafa enn fremur unnið níu af síðustu ellefu deildarleikjum liðanna í Ljónagryfjunni en þar erum við að tala um innbyrðis leiki félaganna frá og með árinu 2010. Njarðvíkingar hafa verið í miklum vandræðum með KR síðustu ár en liðið þeirra í dag ætti að hafa alla burði til að breyta því í kvöld. Það gæti kannski orðið erfiðara verkefni en taflan sýnir. KR vann nefnilega fyrri leik liðanna í Vesturbænum með sextán stiga mun, 91-75. Njarðvíkingar voru þá án þeirra Hauks Helga Pálssonar og Loga Gunnarssonar og munar um minna. Síðustu deildarleikir NJarðvíkur og KR í Ljónagryjunni: 2020-21: KR vann 4 stiga sigur (81-77) 2019-20: KR vann 6 stiga sigur (87-81) 2018-19: Njarðvík vann 18 stiga sigur (85-67) 2017-18: KR vann 4 stiga sigur (73-69) 2016-17: KR vann 1 stigs sigur (81-80) 2015-16: KR vann 11 stiga sigur (100-89) 2014-15: KR vann 10 stiga sigur (86-76) 2013-14: KR vann 9 stiga sigur (83-74) 2012-13: Njarðvík vann 11 stiga sigur (88-77) 2011-12: KR vann 10 stiga sigur (98-88) 2010-11: KR vann 20 stiga sigur (91-71) Samtals: 9 sigrar hjá KR 2 sigrar hjá Njarðvík Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla KR UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Sjá meira
Njarðvíkingar eru í toppbaráttu deildarinnar á sama tíma og KR-ingar eru að berjast um að komast í úrslitakeppnina. Eftir tap í framlengingu í Keflavík á föstudagskvöldið þá datt KR út úr úrslitakeppnissæti. Liðið er nú í níunda sætinu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hann hefst klukkan 19.15 en útsendingin byrjar klukkan 19.00. Það er orðið langt síðan að Njarðvík vann KR í Ljónagryfjunni eða rúmir fjörutíu mánuðir. Njarðvík vann KR síðast á heimavelli sínum 9. nóvember 2018 en síðan eru liðnir meira en 1.220 dagar. KR hefur unnið tvo síðustu leiki sína í Ljónagryfjunni, með fjórum stigum í fyrra og svo með sex stigum árið 2020. KR-ingar hafa enn fremur unnið níu af síðustu ellefu deildarleikjum liðanna í Ljónagryfjunni en þar erum við að tala um innbyrðis leiki félaganna frá og með árinu 2010. Njarðvíkingar hafa verið í miklum vandræðum með KR síðustu ár en liðið þeirra í dag ætti að hafa alla burði til að breyta því í kvöld. Það gæti kannski orðið erfiðara verkefni en taflan sýnir. KR vann nefnilega fyrri leik liðanna í Vesturbænum með sextán stiga mun, 91-75. Njarðvíkingar voru þá án þeirra Hauks Helga Pálssonar og Loga Gunnarssonar og munar um minna. Síðustu deildarleikir NJarðvíkur og KR í Ljónagryjunni: 2020-21: KR vann 4 stiga sigur (81-77) 2019-20: KR vann 6 stiga sigur (87-81) 2018-19: Njarðvík vann 18 stiga sigur (85-67) 2017-18: KR vann 4 stiga sigur (73-69) 2016-17: KR vann 1 stigs sigur (81-80) 2015-16: KR vann 11 stiga sigur (100-89) 2014-15: KR vann 10 stiga sigur (86-76) 2013-14: KR vann 9 stiga sigur (83-74) 2012-13: Njarðvík vann 11 stiga sigur (88-77) 2011-12: KR vann 10 stiga sigur (98-88) 2010-11: KR vann 20 stiga sigur (91-71) Samtals: 9 sigrar hjá KR 2 sigrar hjá Njarðvík Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Síðustu deildarleikir NJarðvíkur og KR í Ljónagryjunni: 2020-21: KR vann 4 stiga sigur (81-77) 2019-20: KR vann 6 stiga sigur (87-81) 2018-19: Njarðvík vann 18 stiga sigur (85-67) 2017-18: KR vann 4 stiga sigur (73-69) 2016-17: KR vann 1 stigs sigur (81-80) 2015-16: KR vann 11 stiga sigur (100-89) 2014-15: KR vann 10 stiga sigur (86-76) 2013-14: KR vann 9 stiga sigur (83-74) 2012-13: Njarðvík vann 11 stiga sigur (88-77) 2011-12: KR vann 10 stiga sigur (98-88) 2010-11: KR vann 20 stiga sigur (91-71) Samtals: 9 sigrar hjá KR 2 sigrar hjá Njarðvík
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla KR UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Sjá meira