Engin bilun á símkerfum sem hafði áhrif á úrslitin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. mars 2022 13:26 Óalgengt er að allir séu á eitt sáttir með framlag Íslands til Eurovision. Vísir/Hulda Margrét Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í gærkvöldi komu mörgum á óvart en þær Eyþórsdætur lögðu Reykjavíkurdætur að velli í lokaeinvígi kvöldsins. Margir vildu kenna bilun í símkerfi um að atkvæði hafi ekki skilað sér til Reykjavíkurdætra en forsvarsmenn keppninnar vísa því á bug. Það eru systurnar Sigga, Beta og Elín, Eyþórsdætur, sem fara út til Tórínó á Ítalíu eftir tvo mánuði til að keppa þar í Eurovision fyrir hönd Íslands. Lag þeirra heitir Með hækkandi sól. Úrslitin komu kannski mörgum á óvart en atriði Reykjavíkurdætra hafði verið spáð afgerandi sigri af veðbönkum. Þetta kom vinningsatriðinu sjálfu meira að segja á óvart eins og þær systur viðurkenndu fúslega uppi á sviði á keppninni í gær. Í kjölfar keppninnar skapaðist umræða á netinu þar sem margir kvörtuðu yfir því að hafa ekki náð í gegn um símkerfið til að kjósa atriði Reykjavíkurdætra. Reykjavíkurdætur í einvíginu margumtalaða.Hulda Margrét Þar virðast margir halda því staðfastlega fram að það hafi verið bilun í kerfinu sem olli því að atriði Siggu, Betu og Elínar sigraði í gærkvöldi. Margir einfaldlega inneignalausir Samkvæmt upplýsingum frá Rúnari Frey Gíslasyni, framkvæmdastjóra keppninnar var Vodafone beðið um að kanna hvort eitthvað væri til í þessu. Rúnar Freyr Gíslason segir marga einfaldlega hafa verið inneignalausa og talið að um bilun hafi verið að ræða í símkerfinu þegar þeir gátu ekki kosið.Stöð 2 Og svo virðist alls ekki vera. Um 99,6 prósent þeirra sem reyndu að kjósa í gær náðu í gegn um kerfið og hinir sem náðu því ekki höfðu kosið mismunandi atriði. Hvert einasta ár séu einhverjar truflanir á kosningakerfinu, 0,4 prósent í ár, sem sé ekki mikið. Þó bendir Rúnar á að þeir sem séu í frelsisleið með farsímann sinn og hafi ekki átt inneign á símanum hafi auðvitað ekki getað kosið. Þetta hafi kannski ruglað marga. Því virðist ljóst að þær Sigga, Beta og Elín því réttmætir sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins. Eurovision Tónlist Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Það eru systurnar Sigga, Beta og Elín, Eyþórsdætur, sem fara út til Tórínó á Ítalíu eftir tvo mánuði til að keppa þar í Eurovision fyrir hönd Íslands. Lag þeirra heitir Með hækkandi sól. Úrslitin komu kannski mörgum á óvart en atriði Reykjavíkurdætra hafði verið spáð afgerandi sigri af veðbönkum. Þetta kom vinningsatriðinu sjálfu meira að segja á óvart eins og þær systur viðurkenndu fúslega uppi á sviði á keppninni í gær. Í kjölfar keppninnar skapaðist umræða á netinu þar sem margir kvörtuðu yfir því að hafa ekki náð í gegn um símkerfið til að kjósa atriði Reykjavíkurdætra. Reykjavíkurdætur í einvíginu margumtalaða.Hulda Margrét Þar virðast margir halda því staðfastlega fram að það hafi verið bilun í kerfinu sem olli því að atriði Siggu, Betu og Elínar sigraði í gærkvöldi. Margir einfaldlega inneignalausir Samkvæmt upplýsingum frá Rúnari Frey Gíslasyni, framkvæmdastjóra keppninnar var Vodafone beðið um að kanna hvort eitthvað væri til í þessu. Rúnar Freyr Gíslason segir marga einfaldlega hafa verið inneignalausa og talið að um bilun hafi verið að ræða í símkerfinu þegar þeir gátu ekki kosið.Stöð 2 Og svo virðist alls ekki vera. Um 99,6 prósent þeirra sem reyndu að kjósa í gær náðu í gegn um kerfið og hinir sem náðu því ekki höfðu kosið mismunandi atriði. Hvert einasta ár séu einhverjar truflanir á kosningakerfinu, 0,4 prósent í ár, sem sé ekki mikið. Þó bendir Rúnar á að þeir sem séu í frelsisleið með farsímann sinn og hafi ekki átt inneign á símanum hafi auðvitað ekki getað kosið. Þetta hafi kannski ruglað marga. Því virðist ljóst að þær Sigga, Beta og Elín því réttmætir sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins.
Eurovision Tónlist Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira