Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. mars 2022 14:35 Jóhann Karl I, fyrrverandi konungur Spánar og Soffía eiginkona hans. JUANJO MARTÍN/GETTY IMAGES Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni. Árið 2008 gaf þáverandi konungur Sádi-Arabíu, Abdalá bin Abdulaziz, Jóhanni Karli I, þáverandi konungi Spánar, 100 milljónir Bandaríkjadala, andvirði rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Grunur leikur á að þessi rausnarlega gjöf hafi verið mútur til handa konungi svo hann myndi liðka fyrir samningum við spænsk fyrirtæki sem ráðin voru til að leggja hraðlest frá Mekka til Medína. Konungurinn, sem er 84 ára, sagði af sér árið 2014, vegna alls kyns hneykslismála, og síðan þá hefur ýmislegt fleira misjafnt verið grafið upp um fjármál konungs. Saksóknari rannsakar meint lögbrot konungs Fyrir tveimur árum hófust svo þrjár sakamálarannsóknir á meintu fjármálamisferli hins fyrrverandi konungs, mútugreiðslum og aðrar greiðslur frá hinum og þessum velgjörðamönnum konungs, sem allt hefði ratað inn á reikninga í skattaskjólum víða um heim án þess að gerð væri grein fyrir þessum fjármunum eða greiddir af þeim skattar. Vegna þessara rannsókna flúði konungurinn land sumarið 2020 og hélt í sjálfskipaða útlegð til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem hann hefur haldið til síðan. Fyrir ári greiddi hann spænskum skattayfirvöldum 5 milljónir evra, sem túlkað var sem tilraun til yfirbótar, engu að síður var ákveðið að halda sakamálarannsókninni áfram. Rannsókn hætt þrátt fyrir vísbendingar um svik Saksóknari hefur nú tilkynnt að öllum rannsóknum á meintu misferli hins aldna konungs verði hætt, aðallega vegna þess að meint brot áttu sér öll stað á meðan hann var konungur og samkvæmt spænsku stjórnarskránni nýtur konungurinn algerrar friðhelgi. Í skýrslu saksóknara um lok rannsóknarinnar kemur fram að embættið telji þrátt fyrir allt að konungurinn fyrrverandi hafi farið á svig við lög, en lengra verði þó ekki komist. Rannsóknin hafi þó, þrátt fyrir allt, skilað 5 milljónum evra í ríkiskassann. Jóhann Karl sendi syni sínum Filippusi VI Spánarkonungi bréf í vikunni þar sem hann tilkynnti honum að hann hygðist dvelja áfram í Abu Dhabi. Í niðurlagi bréfsins segist hann iðrast gjörða sinna og hann biður þjóð sína afsökunar, en segist engu að síður vera stoltur af því að hafa átt ríkan þátt í að festa lýðræði í sessi á Spáni. Fjölmiðlar segja að bréfið sé samið í konungshöllinni, en sé ekki skrifað að frumkvæði hins fyrrverandi konungs. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, er ósáttur við bréfið og segir Jóhann Karl skulda þjóðinni skýringar á hegðun sinni. Bréfið sé innihaldslaus kattaþvottur. Spánn Kóngafólk Tengdar fréttir Spánarkóngur afsalar sér arfi föður síns vegna hneykslismála Juan Carlos hefur að undanförnu verið bendlaður við ýmis hneykslismál. 16. mars 2020 09:57 Fyrrverandi konungur Spánar dregur sig í hlé Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl I. hefur lýst því yfir að hann hyggist draga sig úr sviðsljósinu með öllu í byrjun júní. 28. maí 2019 08:31 Spánarkonungur stígur til hliðar Juan Carlos Spánarkonungur hefur ákveðið að afsala sér völdum. Konungurinn hefur ríkt yfir Spánverjum í tæplega fjörutíu ár eða frá árinu 1975 þegar konungsdæmið var endurreist eftir einræðisstjórn Francos hershöfðingja. Juan Carlos er 76 ára gamall og sonur hans, hinn 45 ára gamli Filip prins, mun taka við konungdæminu. 2. júní 2014 08:53 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Einangrun jaðarhægrisins rofin á Evrópuþinginu Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Sjá meira
Árið 2008 gaf þáverandi konungur Sádi-Arabíu, Abdalá bin Abdulaziz, Jóhanni Karli I, þáverandi konungi Spánar, 100 milljónir Bandaríkjadala, andvirði rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Grunur leikur á að þessi rausnarlega gjöf hafi verið mútur til handa konungi svo hann myndi liðka fyrir samningum við spænsk fyrirtæki sem ráðin voru til að leggja hraðlest frá Mekka til Medína. Konungurinn, sem er 84 ára, sagði af sér árið 2014, vegna alls kyns hneykslismála, og síðan þá hefur ýmislegt fleira misjafnt verið grafið upp um fjármál konungs. Saksóknari rannsakar meint lögbrot konungs Fyrir tveimur árum hófust svo þrjár sakamálarannsóknir á meintu fjármálamisferli hins fyrrverandi konungs, mútugreiðslum og aðrar greiðslur frá hinum og þessum velgjörðamönnum konungs, sem allt hefði ratað inn á reikninga í skattaskjólum víða um heim án þess að gerð væri grein fyrir þessum fjármunum eða greiddir af þeim skattar. Vegna þessara rannsókna flúði konungurinn land sumarið 2020 og hélt í sjálfskipaða útlegð til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem hann hefur haldið til síðan. Fyrir ári greiddi hann spænskum skattayfirvöldum 5 milljónir evra, sem túlkað var sem tilraun til yfirbótar, engu að síður var ákveðið að halda sakamálarannsókninni áfram. Rannsókn hætt þrátt fyrir vísbendingar um svik Saksóknari hefur nú tilkynnt að öllum rannsóknum á meintu misferli hins aldna konungs verði hætt, aðallega vegna þess að meint brot áttu sér öll stað á meðan hann var konungur og samkvæmt spænsku stjórnarskránni nýtur konungurinn algerrar friðhelgi. Í skýrslu saksóknara um lok rannsóknarinnar kemur fram að embættið telji þrátt fyrir allt að konungurinn fyrrverandi hafi farið á svig við lög, en lengra verði þó ekki komist. Rannsóknin hafi þó, þrátt fyrir allt, skilað 5 milljónum evra í ríkiskassann. Jóhann Karl sendi syni sínum Filippusi VI Spánarkonungi bréf í vikunni þar sem hann tilkynnti honum að hann hygðist dvelja áfram í Abu Dhabi. Í niðurlagi bréfsins segist hann iðrast gjörða sinna og hann biður þjóð sína afsökunar, en segist engu að síður vera stoltur af því að hafa átt ríkan þátt í að festa lýðræði í sessi á Spáni. Fjölmiðlar segja að bréfið sé samið í konungshöllinni, en sé ekki skrifað að frumkvæði hins fyrrverandi konungs. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, er ósáttur við bréfið og segir Jóhann Karl skulda þjóðinni skýringar á hegðun sinni. Bréfið sé innihaldslaus kattaþvottur.
Spánn Kóngafólk Tengdar fréttir Spánarkóngur afsalar sér arfi föður síns vegna hneykslismála Juan Carlos hefur að undanförnu verið bendlaður við ýmis hneykslismál. 16. mars 2020 09:57 Fyrrverandi konungur Spánar dregur sig í hlé Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl I. hefur lýst því yfir að hann hyggist draga sig úr sviðsljósinu með öllu í byrjun júní. 28. maí 2019 08:31 Spánarkonungur stígur til hliðar Juan Carlos Spánarkonungur hefur ákveðið að afsala sér völdum. Konungurinn hefur ríkt yfir Spánverjum í tæplega fjörutíu ár eða frá árinu 1975 þegar konungsdæmið var endurreist eftir einræðisstjórn Francos hershöfðingja. Juan Carlos er 76 ára gamall og sonur hans, hinn 45 ára gamli Filip prins, mun taka við konungdæminu. 2. júní 2014 08:53 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Einangrun jaðarhægrisins rofin á Evrópuþinginu Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Sjá meira
Spánarkóngur afsalar sér arfi föður síns vegna hneykslismála Juan Carlos hefur að undanförnu verið bendlaður við ýmis hneykslismál. 16. mars 2020 09:57
Fyrrverandi konungur Spánar dregur sig í hlé Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl I. hefur lýst því yfir að hann hyggist draga sig úr sviðsljósinu með öllu í byrjun júní. 28. maí 2019 08:31
Spánarkonungur stígur til hliðar Juan Carlos Spánarkonungur hefur ákveðið að afsala sér völdum. Konungurinn hefur ríkt yfir Spánverjum í tæplega fjörutíu ár eða frá árinu 1975 þegar konungsdæmið var endurreist eftir einræðisstjórn Francos hershöfðingja. Juan Carlos er 76 ára gamall og sonur hans, hinn 45 ára gamli Filip prins, mun taka við konungdæminu. 2. júní 2014 08:53