Hvað er framundan í ljósi hörmunga sem steðja að og er einhver von? Gylfi Ingvarsson skrifar 9. mars 2022 08:30 Það er ljóst að takast verður á við vanda sem skapast m.a. vegna fjölgunar flóttamanna, loftslagsvárinnar og vandamála í heilbrigðis- og hollustumálum. Allt eru þetta málefni sem snúa að fólki frá vöggu til grafar. Það kostar mikla fjármuni að takast á við þennan vanda en þeir eru til. Hins vegar verður samfélagið að hugsa upp á nýtt hvernig við náum í þessa fjármuni svo hægt verði að fjármagna fyrirliggjandi verkefni. Við búum í ríku landi með mikil verðmæti en þar er verðmætum vægast sagt mjög misskipt. Það er grundvallaratriði í góðum búskap að slátra ekki mjólkurkúnum með því að selja það sem ríkið á (ríkið það erum við). Miklum fremur ættum við að huga að því að tryggja þjóðareign á bönkum og auðlindunum til lands og sjávar. Sóknarfæri til að fjármagna stoðir samfélagsins er að finna í eftirfarandi atriðum: Í veiðiheimildum (fiskistofnarnir eru sameign þjóðarinnar), skattlagningum á fiskeldi með sanngjörnum hætti en hægt er að sækja viðmið annars staðar í heiminum, stóreignafólk verður að skila til samfélagsins stórauknu framlagi, íslensk fyrirtæki t.d. skipafélög útgerðin verði skráð hér á landi, raforkuna og hitann á að nýta hér á landi eins og til matvælaframleiðslu á hagstæðan hátt og nýsköpunar og tryggja verður næga raforku til allra landshluta, það þarf að gera úttekt á húsnæðismálum og greina allt brask sem átt hefur sér stað í kaupum og sölum á íbúðum sem ýtt hefur upp verði á íbúðum á óeðlilegan hátt, Það á ekki að eiga sér stað að fjársterkir aðilar kaupi upp íbúðir í fjármálabraski svo ekki sé talað um peningaþvætti. Það þarf að stöðva sértökuhópa eins og dæmin sanna m.a. hjá ICELANDAIR og víðar. Það þarf að sjá til þess að jaðarhópar í okkar samfélagi eins og eldri borgarar og öryrkjar geti lifað innihaldsríku lífi. Það á að aðstoða fólk í sárri fátækt, þessu má ekki gleyma. Vilji er allt sem þarf en það þarf dug og kjark til þess að framkvæma. Stóra spurningin er hvort hann sé til staðar eða hafa þau öfl sem vilja verja sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni áfram vinninginn? Það er ákall í samfélaginu um úrbætur. Höfundur er vélvirki og eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Sjá meira
Það er ljóst að takast verður á við vanda sem skapast m.a. vegna fjölgunar flóttamanna, loftslagsvárinnar og vandamála í heilbrigðis- og hollustumálum. Allt eru þetta málefni sem snúa að fólki frá vöggu til grafar. Það kostar mikla fjármuni að takast á við þennan vanda en þeir eru til. Hins vegar verður samfélagið að hugsa upp á nýtt hvernig við náum í þessa fjármuni svo hægt verði að fjármagna fyrirliggjandi verkefni. Við búum í ríku landi með mikil verðmæti en þar er verðmætum vægast sagt mjög misskipt. Það er grundvallaratriði í góðum búskap að slátra ekki mjólkurkúnum með því að selja það sem ríkið á (ríkið það erum við). Miklum fremur ættum við að huga að því að tryggja þjóðareign á bönkum og auðlindunum til lands og sjávar. Sóknarfæri til að fjármagna stoðir samfélagsins er að finna í eftirfarandi atriðum: Í veiðiheimildum (fiskistofnarnir eru sameign þjóðarinnar), skattlagningum á fiskeldi með sanngjörnum hætti en hægt er að sækja viðmið annars staðar í heiminum, stóreignafólk verður að skila til samfélagsins stórauknu framlagi, íslensk fyrirtæki t.d. skipafélög útgerðin verði skráð hér á landi, raforkuna og hitann á að nýta hér á landi eins og til matvælaframleiðslu á hagstæðan hátt og nýsköpunar og tryggja verður næga raforku til allra landshluta, það þarf að gera úttekt á húsnæðismálum og greina allt brask sem átt hefur sér stað í kaupum og sölum á íbúðum sem ýtt hefur upp verði á íbúðum á óeðlilegan hátt, Það á ekki að eiga sér stað að fjársterkir aðilar kaupi upp íbúðir í fjármálabraski svo ekki sé talað um peningaþvætti. Það þarf að stöðva sértökuhópa eins og dæmin sanna m.a. hjá ICELANDAIR og víðar. Það þarf að sjá til þess að jaðarhópar í okkar samfélagi eins og eldri borgarar og öryrkjar geti lifað innihaldsríku lífi. Það á að aðstoða fólk í sárri fátækt, þessu má ekki gleyma. Vilji er allt sem þarf en það þarf dug og kjark til þess að framkvæma. Stóra spurningin er hvort hann sé til staðar eða hafa þau öfl sem vilja verja sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni áfram vinninginn? Það er ákall í samfélaginu um úrbætur. Höfundur er vélvirki og eldri borgari.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar