Frá Vestmannaeyjum til Vestfjarða: „Ekki eins og ég sé að fara til Úsbekistan“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2022 20:30 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, nýráðinn þjálfari Vestra. Vísir/Sigurjón „Langur og ekki langur, hvað er langt og hvað er stutt. Þetta voru einhverjir dagar, þetta var ekkert sem ég sagði já við einn tveir og bingó,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, nýráðinn þjálfari Lengjudeildarliðs Vestra, í viðtali í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Eftir að hafa misst þjálfara sinn til ÍA nýverið vantaði Vestra þjálfara. Liðið hefur loks fundið sinn mann en fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar var í gærkvöld ráðinn þjálfari liðsins. „Það voru nokkur atriði sem við þurftum að fara yfir. Hann Sammi (Samúel Samúelsson) er með sannfæringakraft, við getum sagt það. Hann sannfærði mig um að ég væri rétti maðurinn í þetta verkefni.“ „Þetta er virkilega spennandi. Auðvitað er maður ekkert nýr af nálinni í þessu en sem þjálfari er maður tiltölulega ferskur og ungur. Þetta er virkilega spennandi tækifæri og erfitt að segja nei við svona liði og svona fólki sem vinnur í kringum þetta,“ sagði Gunnar Heiðar um nýjustu áskorun sína en hann hefur undanfarið stýrt liði KFS sem tryggði sér sæti í 3. deildinni síðastliðið haust. Gunnar Heiðar hló dátt er hann var spurður hvort stefnan væri sett beint upp eða hvort hann fengi smá tíma í uppbyggingarferli. „Ég er líka með rosalega mikinn metnað. Ég ætla samt ekki að gefa neitt út, ætla að byrja á að hitta strákana í liðinu og svo getum við ákveðið hvað við ætlum að gera.“ „Nú er ég að koma mér inn í allar þessar Facebook-grúppur til að hafa samband við fólk í kringum mig. Auðvitað er aðstaðan fyrir Vestan ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir en það eru tveir leikir um helgina og það verður fyrsta skipti sem ég hitti þá allavega.“ „Það er ekki eins og ég sé að fara til Úsbekistan eða eitthvað, þetta er nú bara hérna á Íslandi. Þetta verður bara skemmtilegt og gaman að upplifa sumar á Vestfjörðum.“ Að lokum var Gunnar Heiðar spurður hvort Vestri þyrfti styrkingu fyrir komandi tímabil. „Ekki hugmynd. Ég ætla að vera algjörlega heiðarlegur með það.“ Klippa: Viðtal: Gunnar Heiðar Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Vestri Sportpakkinn Ísafjarðarbær Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Eftir að hafa misst þjálfara sinn til ÍA nýverið vantaði Vestra þjálfara. Liðið hefur loks fundið sinn mann en fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar var í gærkvöld ráðinn þjálfari liðsins. „Það voru nokkur atriði sem við þurftum að fara yfir. Hann Sammi (Samúel Samúelsson) er með sannfæringakraft, við getum sagt það. Hann sannfærði mig um að ég væri rétti maðurinn í þetta verkefni.“ „Þetta er virkilega spennandi. Auðvitað er maður ekkert nýr af nálinni í þessu en sem þjálfari er maður tiltölulega ferskur og ungur. Þetta er virkilega spennandi tækifæri og erfitt að segja nei við svona liði og svona fólki sem vinnur í kringum þetta,“ sagði Gunnar Heiðar um nýjustu áskorun sína en hann hefur undanfarið stýrt liði KFS sem tryggði sér sæti í 3. deildinni síðastliðið haust. Gunnar Heiðar hló dátt er hann var spurður hvort stefnan væri sett beint upp eða hvort hann fengi smá tíma í uppbyggingarferli. „Ég er líka með rosalega mikinn metnað. Ég ætla samt ekki að gefa neitt út, ætla að byrja á að hitta strákana í liðinu og svo getum við ákveðið hvað við ætlum að gera.“ „Nú er ég að koma mér inn í allar þessar Facebook-grúppur til að hafa samband við fólk í kringum mig. Auðvitað er aðstaðan fyrir Vestan ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir en það eru tveir leikir um helgina og það verður fyrsta skipti sem ég hitti þá allavega.“ „Það er ekki eins og ég sé að fara til Úsbekistan eða eitthvað, þetta er nú bara hérna á Íslandi. Þetta verður bara skemmtilegt og gaman að upplifa sumar á Vestfjörðum.“ Að lokum var Gunnar Heiðar spurður hvort Vestri þyrfti styrkingu fyrir komandi tímabil. „Ekki hugmynd. Ég ætla að vera algjörlega heiðarlegur með það.“ Klippa: Viðtal: Gunnar Heiðar
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Vestri Sportpakkinn Ísafjarðarbær Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira