Einar Guðnason mættur til starfa hjá Örebro: „Smá skrítið að vinna fyrir annað félag en Víking“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 12:46 Einar Guðnason er mættur til starfa hjá Örebro. Örebro Einar Guðnason, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið ráðinn til starfa hjá Örebro sem leikur í sænsku B-deildinni. Starfstitillinn er „transition“ þjálfari og er honum ætlað að aðstoða leikmenn sem eru að taka skrefið úr akademíu liðsins og inn í aðalliðið. Einar hefur verið allt í öllu í Víkinni undanfarin ár en eftir að flytja sig um set til Svíþjóðar hóf hann leit að nýju félagi. Vísir heyrði í honum varðandi vistaskiptin. „Þetta kom þannig til að Gunnlaugur Jónsson – sem spilaði með Örebro á sínum tíma – sendi góðum manni í bænum ferilskrána mína áður en ég flutti út. Sá maður er vel tengdur og sendi áfram á alla klúbbana hérna og í kjölfarið hafði Örebro samband,“ sagði Einar um aðdraganda nýja starfsins. Einar hefur verið að ræða við félagið síðan í október og loks náðist niðurstaða í málið og hann var tilkynntur sem hluti af þjálfarateymi félagsins í liðinni viku. „Aðstæður hjá fjölskyldunni eru þannig að ég get ekki tekið hvaða starfi sem er. Á endanum var ákveðið að ég byrjaði með þennan titil – „transition coach“ – starfið sem og vinnutíma hentar mér fullkomlega.“ „Ég byrjaði formlega í þessari viku þannig það er ekki komin mikil reynsla en það er auðvitað smá skrítið að vera vinna fyrir annað félag en Víking þar sem ég þekki allt og hef verið alla mína tíð, sérstaklega þegar við erum að tala um atvinnumannaumhverfi í öðru landi. En ég á eftir að læra fullt af þeim sem vinna og spila hérna og það mun reynast mér dýrmætt í framtíðinni,“ sagði Einar Guðnason að endingu. Örebro féll úr efstu deild á síðustu leiktíð og er stefnan að öllum líkindum sett beint aftur upp. Deildin hefst 2. apríl. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Einar hefur verið allt í öllu í Víkinni undanfarin ár en eftir að flytja sig um set til Svíþjóðar hóf hann leit að nýju félagi. Vísir heyrði í honum varðandi vistaskiptin. „Þetta kom þannig til að Gunnlaugur Jónsson – sem spilaði með Örebro á sínum tíma – sendi góðum manni í bænum ferilskrána mína áður en ég flutti út. Sá maður er vel tengdur og sendi áfram á alla klúbbana hérna og í kjölfarið hafði Örebro samband,“ sagði Einar um aðdraganda nýja starfsins. Einar hefur verið að ræða við félagið síðan í október og loks náðist niðurstaða í málið og hann var tilkynntur sem hluti af þjálfarateymi félagsins í liðinni viku. „Aðstæður hjá fjölskyldunni eru þannig að ég get ekki tekið hvaða starfi sem er. Á endanum var ákveðið að ég byrjaði með þennan titil – „transition coach“ – starfið sem og vinnutíma hentar mér fullkomlega.“ „Ég byrjaði formlega í þessari viku þannig það er ekki komin mikil reynsla en það er auðvitað smá skrítið að vera vinna fyrir annað félag en Víking þar sem ég þekki allt og hef verið alla mína tíð, sérstaklega þegar við erum að tala um atvinnumannaumhverfi í öðru landi. En ég á eftir að læra fullt af þeim sem vinna og spila hérna og það mun reynast mér dýrmætt í framtíðinni,“ sagði Einar Guðnason að endingu. Örebro féll úr efstu deild á síðustu leiktíð og er stefnan að öllum líkindum sett beint aftur upp. Deildin hefst 2. apríl.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira