Ljósleiðaradeildin: Vallea klárar söguna og Tommi Nostradamus Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. mars 2022 18:17 Ljósleiðaradeildin í CS:GO er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 eSport alla þriðjudaga og föstudaga. Ljósleiðaradeildin í CS:GO hélt sínu striki síðastliðinn þriðjudag með tveimur viðureignum. Í fyrri viðureign kvöldsins mættust Vallea og SAGA þar sem Vallea vann mikilvægan sigur, 16-13. Sigurinn var mikilvægur fyrir liðið í toppbaráttunni, en liðið lyfti sér upp að hlið Þórs í annað sæti deildarinnar. Það voru þeir Narfi og Minidegreez, liðsmenn Vallea, sem kláruðu viðureignina. Þetta var svo valið Elko tilþrif kvöldsins, en myndbrot af seinustu andartökum leiksins má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Elko tilþrif 1. mars Í seinni viðureign kvöldsins mættust Ármann og Þór þar sem Ármann vann nokkuð óvæntan sigur. Fyrir leik veltu þeir Tómas Jóhannsson og Kristján Einar Kristjánsson því fyrir sér hvaða kort yrði spilað og Tómas virtist vera með það allt á hreinu. Tómas þuldi upp ástæður fyrir því af hverju hann héldi að Inferno yrði fyrir valinu áður en Kristján stoppaði félaga sinn og spurði hvort hann væri nokkuð Nostradamus. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Tommi Nostradamus Ljósleiðaradeildin í CS:GO heldur áfram annað kvöld á Stöð 2 eSport og hér á Vísi þegar XY mætir Fylki og botnlið Kórdrengja mætir toppliði Dusty. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn
Í fyrri viðureign kvöldsins mættust Vallea og SAGA þar sem Vallea vann mikilvægan sigur, 16-13. Sigurinn var mikilvægur fyrir liðið í toppbaráttunni, en liðið lyfti sér upp að hlið Þórs í annað sæti deildarinnar. Það voru þeir Narfi og Minidegreez, liðsmenn Vallea, sem kláruðu viðureignina. Þetta var svo valið Elko tilþrif kvöldsins, en myndbrot af seinustu andartökum leiksins má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Elko tilþrif 1. mars Í seinni viðureign kvöldsins mættust Ármann og Þór þar sem Ármann vann nokkuð óvæntan sigur. Fyrir leik veltu þeir Tómas Jóhannsson og Kristján Einar Kristjánsson því fyrir sér hvaða kort yrði spilað og Tómas virtist vera með það allt á hreinu. Tómas þuldi upp ástæður fyrir því af hverju hann héldi að Inferno yrði fyrir valinu áður en Kristján stoppaði félaga sinn og spurði hvort hann væri nokkuð Nostradamus. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Tommi Nostradamus Ljósleiðaradeildin í CS:GO heldur áfram annað kvöld á Stöð 2 eSport og hér á Vísi þegar XY mætir Fylki og botnlið Kórdrengja mætir toppliði Dusty.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn