„Þessi kosningabarátta hjá honum var bara grín“ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2022 14:30 Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem finna má á tal.is/vigtin og í appi Bylgjunnar. Það vantaði mun meiri brodd í kosningabaráttu Sævars Péturssonar til að hann ætti möguleika gegn Vöndu Sigurgeirsdóttur í formannsslagnum hjá KSÍ, að mati strákanna í Þungavigtinni. Vanda, sem var fyrst kjörin formaður á aukaþingi í byrjun október, sigraði kosningarnar á laugardag með miklum mun. Hún hlaut 105 atkvæði eða 70,47%, gegn 44 atkvæðum Sævars. „Þið sáuð ekki kosningabaráttu í gamla daga þar sem Davíð Oddsson var að mæra Steingrím J. Sigfússon alla kosningabaráttuna. Sævar gerði ekkert annað en að tala um hvað Vanda væri frábær og æðisleg. Hann hafði bara ekkert í þetta gera. Þannig virkar þetta ekki,“ sagði Mikael Nikulásson sem vildi greinilega fá meiri baráttu á milli frambjóðendanna og vísaði í kosningabaráttu Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar árið 2017: „Þegar Bjössi og Guðni voru að takast á… menn eru ekkert óvinir en þú ert samt í kosningabaráttu og þá ertu ekki endalaust að tala um hvað gæinn sem þú ert að takast á við sé frábær,“ sagði Mikael en klippu úr nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Gagnrýni á Sævar Kristján Óli Sigurðsson sagði Sævar hafa átt á brattann að sækja allan tímann: „Sævar var að reyna að gera eitthvað sem að hefur aldrei gerst í sögunni. Það styttist í hundrað ára afmæli hjá KSÍ og sitjandi formaður hefur aldrei tapað kjöri. Þetta var því Davíð á móti Golíat,“ sagði Kristján en Mikael ítrekaði að Sævar hefði getað staðið sig betur: „Sævar er toppmaður, ég hef þekkt hann í mörg á, en þessi kosningabarátta hjá honum var bara grín. Enda fór það svo að hann skíttapaði. Því miður, hann feilaði gjörsamlega í baráttunni. Ég held að eftir á hafi hann bara hugsað að það væri bara fínt að halda áfram með KA, því baráttan hans var bara þannig að það voru flestir farnir að sjá það á föstudeginum að Vanda myndi vinna þetta.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar. KSÍ Þungavigtin Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira
Vanda, sem var fyrst kjörin formaður á aukaþingi í byrjun október, sigraði kosningarnar á laugardag með miklum mun. Hún hlaut 105 atkvæði eða 70,47%, gegn 44 atkvæðum Sævars. „Þið sáuð ekki kosningabaráttu í gamla daga þar sem Davíð Oddsson var að mæra Steingrím J. Sigfússon alla kosningabaráttuna. Sævar gerði ekkert annað en að tala um hvað Vanda væri frábær og æðisleg. Hann hafði bara ekkert í þetta gera. Þannig virkar þetta ekki,“ sagði Mikael Nikulásson sem vildi greinilega fá meiri baráttu á milli frambjóðendanna og vísaði í kosningabaráttu Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar árið 2017: „Þegar Bjössi og Guðni voru að takast á… menn eru ekkert óvinir en þú ert samt í kosningabaráttu og þá ertu ekki endalaust að tala um hvað gæinn sem þú ert að takast á við sé frábær,“ sagði Mikael en klippu úr nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Gagnrýni á Sævar Kristján Óli Sigurðsson sagði Sævar hafa átt á brattann að sækja allan tímann: „Sævar var að reyna að gera eitthvað sem að hefur aldrei gerst í sögunni. Það styttist í hundrað ára afmæli hjá KSÍ og sitjandi formaður hefur aldrei tapað kjöri. Þetta var því Davíð á móti Golíat,“ sagði Kristján en Mikael ítrekaði að Sævar hefði getað staðið sig betur: „Sævar er toppmaður, ég hef þekkt hann í mörg á, en þessi kosningabarátta hjá honum var bara grín. Enda fór það svo að hann skíttapaði. Því miður, hann feilaði gjörsamlega í baráttunni. Ég held að eftir á hafi hann bara hugsað að það væri bara fínt að halda áfram með KA, því baráttan hans var bara þannig að það voru flestir farnir að sjá það á föstudeginum að Vanda myndi vinna þetta.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar.
KSÍ Þungavigtin Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira