Klitschko boxbræðurnir báðir í stríðið gegn Rússum: „Ég verð að berjast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2022 08:30 Wladimir Klitschko fagnar sigri í hnefaleikhringnum með úkraínska fánann. Getty/Martin Rose Tvær af stærstu íþróttastjörnum Úkraínumanna í sögunni eru meðal þeirra sem hafa haldið kyrru fyrir í landinu til að berjast gegn innrás rússneska hersins. Boxbræðurnir Wladimir Klitschko og Vitaly Klitschko urðu báðir heimsmeistarar í hnefaleikum á sínum tíma og þeir ætla ekki að hlaupa frá borði þegar þjóðin þeirra þarf á þeim að halda. Vitali and Wladimir @Klitschko, I am thinking of you, my friends. You were my heroes in the ring and you re my heroes now. https://t.co/hR5U5llTwS— Arnold (@Schwarzenegger) February 25, 2022 Wladimir er 45 ára gamall og Vitaly er fimm árum eldri. Litli bróðirinn biðlaði til heimsins um að gera allt til að stöðva stríðið. „Ég er Wladimir Klitschko og hvet ákaft heiminn til að stoppa þetta stríð sem Rússland byrjaði. Í dag voru óbreyttir borgarar drepnir með eldflaugum,“ sagði Wladimir Klitschko. „Þetta er að gerast í hjarta Evrópu. Það er enginn tími til að bíða áður en þetta verða mannlegar hörmungar. Þú verður að gera eitthvað núna til að stoppa sókn Rússa. Á morgun verður það of seint. Stöðvið þetta stríð,“ sagði Wladimir. Hann gekk í varaliði úkraínska hersins fyrr í þessum mánuði og hefur því verið kallaður út. Eldri bróðirinn, Vitaly Klitschko, er ríkjandi borgarstjóri Kænugarðs og hefur verið það frá árinu 2014. Vitaly ætlar líka að berjast. As Ukraine braces for another night of Russia's invasion, Kyiv Mayor Vitali Klitschko delivers a message to Russian soldiers: "Go back home." https://t.co/SPM3BZrQpR pic.twitter.com/GXSgqtHx5E— CBS News (@CBSNews) February 27, 2022 „Ég hef ekkert val. Ég verð að berjast og ég mun berjast,“ sagði Vitali Klitschko í Good Morning Britain þættinum á ITV. Ég trúi á Úkraínu. Ég hef trú á minni þjóð og á mínu fólki,“ sagði Vitali. Fleiri frægir úkraínskir hnefaleikamenn hafa fylgt fordæmi Klitschko bræðra en einn af tíu bestu hnefaleikamönnum heims í dag, Vasiliy Lomachenko, mun einnig berjast. Lomachenko er 34 ára og varð Ólympíumeistari bæði 2008 í Peking og í London 2012. „Við erum svo stolt af okkar hnefaleikamönnum, þeir eru sannir meistarar í hringnum og líka í þessu stríði. Við erum stoltir að vera Úkraínumenn,“ sagði Mykola Kovalchuk, formaður hnefaleikasamband Úkraínu. Kyiv Mayor Vitali Klitschko says the people of Ukraine are fighting for their independence, their families and their future. pic.twitter.com/h9ohunik1z— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2022 Box Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Sjá meira
Boxbræðurnir Wladimir Klitschko og Vitaly Klitschko urðu báðir heimsmeistarar í hnefaleikum á sínum tíma og þeir ætla ekki að hlaupa frá borði þegar þjóðin þeirra þarf á þeim að halda. Vitali and Wladimir @Klitschko, I am thinking of you, my friends. You were my heroes in the ring and you re my heroes now. https://t.co/hR5U5llTwS— Arnold (@Schwarzenegger) February 25, 2022 Wladimir er 45 ára gamall og Vitaly er fimm árum eldri. Litli bróðirinn biðlaði til heimsins um að gera allt til að stöðva stríðið. „Ég er Wladimir Klitschko og hvet ákaft heiminn til að stoppa þetta stríð sem Rússland byrjaði. Í dag voru óbreyttir borgarar drepnir með eldflaugum,“ sagði Wladimir Klitschko. „Þetta er að gerast í hjarta Evrópu. Það er enginn tími til að bíða áður en þetta verða mannlegar hörmungar. Þú verður að gera eitthvað núna til að stoppa sókn Rússa. Á morgun verður það of seint. Stöðvið þetta stríð,“ sagði Wladimir. Hann gekk í varaliði úkraínska hersins fyrr í þessum mánuði og hefur því verið kallaður út. Eldri bróðirinn, Vitaly Klitschko, er ríkjandi borgarstjóri Kænugarðs og hefur verið það frá árinu 2014. Vitaly ætlar líka að berjast. As Ukraine braces for another night of Russia's invasion, Kyiv Mayor Vitali Klitschko delivers a message to Russian soldiers: "Go back home." https://t.co/SPM3BZrQpR pic.twitter.com/GXSgqtHx5E— CBS News (@CBSNews) February 27, 2022 „Ég hef ekkert val. Ég verð að berjast og ég mun berjast,“ sagði Vitali Klitschko í Good Morning Britain þættinum á ITV. Ég trúi á Úkraínu. Ég hef trú á minni þjóð og á mínu fólki,“ sagði Vitali. Fleiri frægir úkraínskir hnefaleikamenn hafa fylgt fordæmi Klitschko bræðra en einn af tíu bestu hnefaleikamönnum heims í dag, Vasiliy Lomachenko, mun einnig berjast. Lomachenko er 34 ára og varð Ólympíumeistari bæði 2008 í Peking og í London 2012. „Við erum svo stolt af okkar hnefaleikamönnum, þeir eru sannir meistarar í hringnum og líka í þessu stríði. Við erum stoltir að vera Úkraínumenn,“ sagði Mykola Kovalchuk, formaður hnefaleikasamband Úkraínu. Kyiv Mayor Vitali Klitschko says the people of Ukraine are fighting for their independence, their families and their future. pic.twitter.com/h9ohunik1z— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2022
Box Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Sjá meira