„Kelleher er besti varamarkvörður í heimi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2022 07:59 Jürgen Klopp sparaði ekki stóru lýsingarorðin þegar hann ræddi um markvörðinn unga eftir sigur Liverpool í ensku deildarbikarkeppninni í gær. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum með sigur sinna manna í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar gegn Chelsea í gær og hrósaði einni af hetjum liðsins, varamarkmanninum Caoimhin Kelleher, í hástert. Kelleher hafði hingað til spilað alla leiki liðsins í enska deildarbikarnum fyrir utan einn. Klopp hélt sig við Írann í úrslitaleiknum í gær og það borgaði sig heldur betur. Markvörðurinn varði oft á tíðum vel og hjálpaði þannig liðinu að komast alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Kelleher skoraði svo úr sinni spyrnu áður en kollegi hans í Chelsea, Kepa Arrizabalaga, klikkaði á sinni spyrnu. Þessi 23 ára Íri hafði því betur gegn Kepa sem er dýrasti markmaður heims, sem og Edouard Mendy sem byrjaði leikinn og er af mörgum talinn einn af þeim bestu í sinni stöðu. „Það er algjörlega frábært að hann hafi haft þessi áhrif á leikinn. Hann á það svo sannarlega skilið,“ sagði Klopp um Kelleher eftir sigurinn. „Ég er tveir hlutir. Knattspyrnuþjálfari og manneskja, og manneskjan vann í kvöld. Hann er ungur strákur og við ætlumst til mikils af honum. Hann hefur spilað í þessari keppni og svo þegar við komumst í úrslit þá getum við ekki sagt honum að hann fái ekki að spila.“ „Í atvinnumannafótbolta á að vera pláss fyrir tilfinningar. Á æfingasvæðinu erum við með vegg sem allir markmenn sem hafa unnið eitthvað fara á og nú getur Chaoimhin komist þangað líka. Þannig á þetta að vera og það er algjörlega frábært.“ 🗣 "I am two things a professional football manager and a human being and a human being won."Jurgen Klopp on why he decided to stick with Caoimhin Kelleher in goal for the final pic.twitter.com/tlfWeUp9HH— Football Daily (@footballdaily) February 27, 2022 Klopp hafði þó ekki lokið sér af í að hrósa markverðinum unga og gekk svo langt að kalla hann besta varamarkvörð í heimi. „Þetta er mögnuð saga frá því að ég sá hann fyrst þegar hann var strákur og þangað til hann varð að þeim manni sem hann er í dag. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur.“ „Kelleher er besti varamarkvörður í heimi og hann átti ótrúlegan leik. Líf varamarkmannsinns er þannig að þú þarft bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur og hann var algjörlega magnaður í kvöld,“ sagði Klopp að lokum. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Kelleher hafði hingað til spilað alla leiki liðsins í enska deildarbikarnum fyrir utan einn. Klopp hélt sig við Írann í úrslitaleiknum í gær og það borgaði sig heldur betur. Markvörðurinn varði oft á tíðum vel og hjálpaði þannig liðinu að komast alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Kelleher skoraði svo úr sinni spyrnu áður en kollegi hans í Chelsea, Kepa Arrizabalaga, klikkaði á sinni spyrnu. Þessi 23 ára Íri hafði því betur gegn Kepa sem er dýrasti markmaður heims, sem og Edouard Mendy sem byrjaði leikinn og er af mörgum talinn einn af þeim bestu í sinni stöðu. „Það er algjörlega frábært að hann hafi haft þessi áhrif á leikinn. Hann á það svo sannarlega skilið,“ sagði Klopp um Kelleher eftir sigurinn. „Ég er tveir hlutir. Knattspyrnuþjálfari og manneskja, og manneskjan vann í kvöld. Hann er ungur strákur og við ætlumst til mikils af honum. Hann hefur spilað í þessari keppni og svo þegar við komumst í úrslit þá getum við ekki sagt honum að hann fái ekki að spila.“ „Í atvinnumannafótbolta á að vera pláss fyrir tilfinningar. Á æfingasvæðinu erum við með vegg sem allir markmenn sem hafa unnið eitthvað fara á og nú getur Chaoimhin komist þangað líka. Þannig á þetta að vera og það er algjörlega frábært.“ 🗣 "I am two things a professional football manager and a human being and a human being won."Jurgen Klopp on why he decided to stick with Caoimhin Kelleher in goal for the final pic.twitter.com/tlfWeUp9HH— Football Daily (@footballdaily) February 27, 2022 Klopp hafði þó ekki lokið sér af í að hrósa markverðinum unga og gekk svo langt að kalla hann besta varamarkvörð í heimi. „Þetta er mögnuð saga frá því að ég sá hann fyrst þegar hann var strákur og þangað til hann varð að þeim manni sem hann er í dag. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur.“ „Kelleher er besti varamarkvörður í heimi og hann átti ótrúlegan leik. Líf varamarkmannsinns er þannig að þú þarft bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur og hann var algjörlega magnaður í kvöld,“ sagði Klopp að lokum. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira