„Vona að þessir stóru menn með engan heila muni stöðva þetta stríð“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2022 14:31 Mircea Lucescu gerði Dynamo Kiev að úkraínskum meistara á síðustu leiktíð. Getty/Pavlo Bagmot/Ukrinform Rúmenski knattspyrnustjórinn Mircea Lucescu, sem stýrir Dymamo Kiev í Úkraínu, segist verða að sýna gott fordæmi og ætlar ekki að yfirgefa Kænugarð þrátt fyrir innrás Rússa í landið og sprengingar í borginni. Keppni í úkraínsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið frestað um þrjátíu daga vegna ástandsins í landinu. Hún átti að hefjast að nýju eftir vetrarfrí á morgun. Hinn 76 ára gamli Lucescu, sem gerði Dynamo Kiev að úkraínskum meistara í fyrra, býr á æfingasvæði félagsins og ætlar ekki að flýja til Rúmeníu að svo stöddu. Dynamo Kyiv manager Mircea Lucescu: "All sporting activity in Ukraine was suspended for 30 days. I will not leave Kyiv to return to Romania, I'm not a coward. I hope these big people with no brains will stop this war. I never thought this was possible" pic.twitter.com/XSDbrwh9JN— Emanuel Ro u (@Emishor) February 24, 2022 Hann minnti á að hann hefði verið þjálfari Shaktar Donetsk þegar til vopnaðra átaka kom á milli aðskilnaðarsinna á bandi Rússa og herliðs Úkraínu. „Ég mun ekki fara frá Kiev til Rúmeníu því ég er ekki heigull. Ég fór ekki einu sinni þegar brjálæðið byrjaði í Donetsk 2014. Ég get ekki gert það. Það yrði neikvætt fordæmi fyrir alla og myndi ýta undir ótta og ringulreið. Hvernig gæti ég gert það?“ spurði Lucescu í viðtali við Fanatik. „Ég vona að þessir stóru menn með engan heila muni stöðva þetta stríð. Ég hélt að til þessa kæmi aldrei,“ sagði Lucescu. Eiginkona hans, Neli, átti pantað flug til Kiev á morgun en hætti við að koma til Úkraínu. Fyrirliði Dynamo Kiev, Serhiy Sydorchuk, skrifaði færslu á Instagram: „Á svona erfiðum tímum styð ég alla þá sem að berjast fyrir því að halda landinu okkar sjálfstæðu. Ég þakka stríðsmönnum okkar, diplómötum og öðrum löndum okkar sem reyna allt til að tryggja sjálfstæði landsins okkar. Dýrð sé Úkraínu!“ Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
Keppni í úkraínsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið frestað um þrjátíu daga vegna ástandsins í landinu. Hún átti að hefjast að nýju eftir vetrarfrí á morgun. Hinn 76 ára gamli Lucescu, sem gerði Dynamo Kiev að úkraínskum meistara í fyrra, býr á æfingasvæði félagsins og ætlar ekki að flýja til Rúmeníu að svo stöddu. Dynamo Kyiv manager Mircea Lucescu: "All sporting activity in Ukraine was suspended for 30 days. I will not leave Kyiv to return to Romania, I'm not a coward. I hope these big people with no brains will stop this war. I never thought this was possible" pic.twitter.com/XSDbrwh9JN— Emanuel Ro u (@Emishor) February 24, 2022 Hann minnti á að hann hefði verið þjálfari Shaktar Donetsk þegar til vopnaðra átaka kom á milli aðskilnaðarsinna á bandi Rússa og herliðs Úkraínu. „Ég mun ekki fara frá Kiev til Rúmeníu því ég er ekki heigull. Ég fór ekki einu sinni þegar brjálæðið byrjaði í Donetsk 2014. Ég get ekki gert það. Það yrði neikvætt fordæmi fyrir alla og myndi ýta undir ótta og ringulreið. Hvernig gæti ég gert það?“ spurði Lucescu í viðtali við Fanatik. „Ég vona að þessir stóru menn með engan heila muni stöðva þetta stríð. Ég hélt að til þessa kæmi aldrei,“ sagði Lucescu. Eiginkona hans, Neli, átti pantað flug til Kiev á morgun en hætti við að koma til Úkraínu. Fyrirliði Dynamo Kiev, Serhiy Sydorchuk, skrifaði færslu á Instagram: „Á svona erfiðum tímum styð ég alla þá sem að berjast fyrir því að halda landinu okkar sjálfstæðu. Ég þakka stríðsmönnum okkar, diplómötum og öðrum löndum okkar sem reyna allt til að tryggja sjálfstæði landsins okkar. Dýrð sé Úkraínu!“
Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira