Talið víst að úrslitaleikurinn verði færður frá Rússlandi Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2022 17:30 Chelsea fagnaði Evrópumeistaratitli sínum á Drekavöllum í Portúgal í fyrra eftir úrslitaleik gegn Manchester City. Getty/Alexander Hassenstein Nær öruggt er að úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla verði færður frá Rússlandi eftir innrás Rússa í Úkraínu. Rússar hafa sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamærin að Úkraínu, í héruðin Lúgansk og Donetsk, og óvissa ríkir um framhaldið. Ráðamenn víða um heim hafa fordæmt aðgerðir Rússa og breska ríkisútvarpið, BBC, segir að í ljósi stöðunnar megi nánast slá því föstu að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar, sem fram fer laugardaginn 28. maí, verði ekki í St Pétursborg eins og til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands sagði til að mynda að það væru „engar líkur á að fótboltamót yrði haldið í Rússlandi sem réðist inn í önnur lönd.“ Menningarmálaráðherra Breta, Nadine Dorries, sagði að málið yrði rætt við UEFA ef þess þyrfti. „Við leyfum ekki Pútín forseta að nýta alþjóðlega viðburði til að réttlæta ólöglega innrás inn í Úkraínu,“ sagði Dorries. Samkvæmt frétt BBC eru forráðamenn UEFA þó enn að meta stöðuna en langlíklegast þykir að úrslitaleikurinn verði færður, þriðja árið í röð. Síðustu tvö ár hefur hann verið spilaður í Portúgal vegna þeirra vandræða sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Landsleikir fyrirhugaðir í Moskvu í mars UEFA á í viðræðum við Dynamo Kiev og Sporting Lissabon um seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Ungmennadeildar UEFA en hann átti að fara fram í Kiev, höfuðborg Úkraínu, 2. mars. Fleiri leikir eru til skoðunar hjá UEFA. Til að mynda á rússneska karlalandsliðið fyrir höndum HM-umspilsleik við Pólland í Moskvu 24. mars, og mögulega úrslitaleik við Svíþjóð eða Tékkland 29. mars, einnig í Moskvu. Úkraína er einnig í HM-umspilinu en spilar á útivelli, fyrst gegn Skotlandi og svo mögulega Wales eða Austurríki. Þá er rússneska liðið Zenit St. Pétursborg á leið í leik gegn Real Betis á Spáni í Evrópudeildinni á fimmtudaginn, en Zenit þarf að vinna upp 3-2 tap á heimavelli til að komast áfram. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Átök í Úkraínu Rússland Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Sjá meira
Rússar hafa sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamærin að Úkraínu, í héruðin Lúgansk og Donetsk, og óvissa ríkir um framhaldið. Ráðamenn víða um heim hafa fordæmt aðgerðir Rússa og breska ríkisútvarpið, BBC, segir að í ljósi stöðunnar megi nánast slá því föstu að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar, sem fram fer laugardaginn 28. maí, verði ekki í St Pétursborg eins og til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands sagði til að mynda að það væru „engar líkur á að fótboltamót yrði haldið í Rússlandi sem réðist inn í önnur lönd.“ Menningarmálaráðherra Breta, Nadine Dorries, sagði að málið yrði rætt við UEFA ef þess þyrfti. „Við leyfum ekki Pútín forseta að nýta alþjóðlega viðburði til að réttlæta ólöglega innrás inn í Úkraínu,“ sagði Dorries. Samkvæmt frétt BBC eru forráðamenn UEFA þó enn að meta stöðuna en langlíklegast þykir að úrslitaleikurinn verði færður, þriðja árið í röð. Síðustu tvö ár hefur hann verið spilaður í Portúgal vegna þeirra vandræða sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Landsleikir fyrirhugaðir í Moskvu í mars UEFA á í viðræðum við Dynamo Kiev og Sporting Lissabon um seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Ungmennadeildar UEFA en hann átti að fara fram í Kiev, höfuðborg Úkraínu, 2. mars. Fleiri leikir eru til skoðunar hjá UEFA. Til að mynda á rússneska karlalandsliðið fyrir höndum HM-umspilsleik við Pólland í Moskvu 24. mars, og mögulega úrslitaleik við Svíþjóð eða Tékkland 29. mars, einnig í Moskvu. Úkraína er einnig í HM-umspilinu en spilar á útivelli, fyrst gegn Skotlandi og svo mögulega Wales eða Austurríki. Þá er rússneska liðið Zenit St. Pétursborg á leið í leik gegn Real Betis á Spáni í Evrópudeildinni á fimmtudaginn, en Zenit þarf að vinna upp 3-2 tap á heimavelli til að komast áfram.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Átök í Úkraínu Rússland Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Sjá meira