Létta á reglum um einangrun og smitgát fyrir starfsmenn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. febrúar 2022 14:27 Tæplega fimm hundruð starfsmenn spítalans eru nú frá vinnu í einangrun. vísir/vilhelm Landspítalinn hefur nú tekið fyrsta skref í átt að því að reyna að leysa mönnunarvanda vegna fjölda smitaðra starfsmanna. Framvegis mega þríbólusettir og einkennalausir starfsmenn spítalans mæta til vinnu beint eftir fimm daga einangrun. Hingað til hefur starfsfólk spítalans sem smitast þurft að vera frá vinnu í sjö daga þrátt fyrir að það sé einkennalaust. Eftir fimm daga einangrun tekur nefnilega við tveggja daga smitgát þar sem ekki má umgangast viðkvæma hópa. Spítalinn hefur nú ákveðið að þeir starfsmenn sem séu einkennalitlir og hitalausir í allavega 24 klukkustundir megi mæta til vinnu beint eftir einangrunina og taka tveggja daga smitgátina út við störf sín. Þeir verða þó að bera fínefnagrímu og sýna aukna varúð í umgengni við sjúklinga. Þetta á aðeins við um þríbólusetta starfsmenn eða tvíbólusetta, sem eru einnig með staðfesta fyrri Covid-sýkingu. „Þetta var bara eðlilegt næsta skref. Þetta er það sem við höfum verið að horfa til. Núna var rétti tíminn til að gera þetta og sjáum við á næstu dögum hverju þetta skilar,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans í samtali við Vísi. Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala.vísir/sigurjón Enginn skikkaður í vinnu Spítalinn hefur átt í gríðarlegum erfiðleikum með að manna vaktir síðustu vikur vegna fjölda starfsmanna sem eru í einangrun. Þeir eru til dæmis 472 í dag. Það er um sjö prósent alls starfsfólks spítalans. Til tals hefur komið að kalla einkennalausa starfsmenn beinlínis úr einangrun til að manna vaktirnar en spítalinn hefur sagt að það verði algjört neyðarúrræði sem verði vonandi hægt að komast hjá. Hildur vonast til að breytingin muni bæta stöðuna eitthvað en segir algerlega ómögulegt að reyna að giska á hversu mikil áhrif hún muni hafa. „Við rennum algjörlega blint í sjóinn með þetta. En þó það væri ekki nema helmingurinn af þessum sem eru í einangrun sem myndi skila sér tveimur dögum fyrr í vinnu þá eru það samtals rúmlega fjögur hundruð vinnudagar,“ segir Hildur. Það létti augljóslega mjög mikið undir með spítalanum. Það verður algerlega upp á starfsfólkið sjálft komið að ákveða hvort það treysti sér til að mæta á vaktina beint eftir einangrun. „Það verður enginn kallaður í vinnu. Þetta verður að frumkvæði starfsmannanna sjálfra.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Hingað til hefur starfsfólk spítalans sem smitast þurft að vera frá vinnu í sjö daga þrátt fyrir að það sé einkennalaust. Eftir fimm daga einangrun tekur nefnilega við tveggja daga smitgát þar sem ekki má umgangast viðkvæma hópa. Spítalinn hefur nú ákveðið að þeir starfsmenn sem séu einkennalitlir og hitalausir í allavega 24 klukkustundir megi mæta til vinnu beint eftir einangrunina og taka tveggja daga smitgátina út við störf sín. Þeir verða þó að bera fínefnagrímu og sýna aukna varúð í umgengni við sjúklinga. Þetta á aðeins við um þríbólusetta starfsmenn eða tvíbólusetta, sem eru einnig með staðfesta fyrri Covid-sýkingu. „Þetta var bara eðlilegt næsta skref. Þetta er það sem við höfum verið að horfa til. Núna var rétti tíminn til að gera þetta og sjáum við á næstu dögum hverju þetta skilar,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans í samtali við Vísi. Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala.vísir/sigurjón Enginn skikkaður í vinnu Spítalinn hefur átt í gríðarlegum erfiðleikum með að manna vaktir síðustu vikur vegna fjölda starfsmanna sem eru í einangrun. Þeir eru til dæmis 472 í dag. Það er um sjö prósent alls starfsfólks spítalans. Til tals hefur komið að kalla einkennalausa starfsmenn beinlínis úr einangrun til að manna vaktirnar en spítalinn hefur sagt að það verði algjört neyðarúrræði sem verði vonandi hægt að komast hjá. Hildur vonast til að breytingin muni bæta stöðuna eitthvað en segir algerlega ómögulegt að reyna að giska á hversu mikil áhrif hún muni hafa. „Við rennum algjörlega blint í sjóinn með þetta. En þó það væri ekki nema helmingurinn af þessum sem eru í einangrun sem myndi skila sér tveimur dögum fyrr í vinnu þá eru það samtals rúmlega fjögur hundruð vinnudagar,“ segir Hildur. Það létti augljóslega mjög mikið undir með spítalanum. Það verður algerlega upp á starfsfólkið sjálft komið að ákveða hvort það treysti sér til að mæta á vaktina beint eftir einangrun. „Það verður enginn kallaður í vinnu. Þetta verður að frumkvæði starfsmannanna sjálfra.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent