Styðjum frelsi blaðamanna Alexandra Briem skrifar 19. febrúar 2022 13:02 Lýðræðið þarfnast aðhalds og verndar. Það gerist ekki af sjálfu sér og það viðheldur sér ekki sjálft. Valdinu er eðlislægt að finnast lýðræði og réttindi þrengja að sér, finnst það óþægilegt að þurfa að pæla í því og geta ekki bara farið fram að vild eftir hentugleika. Í huga valdsins er það hvort eð er að gera það sem er rétt og gott, og þarfnast ekki þessa aðhalds. En það er rangt. Valdið er sjálft ekki rétti aðilinn til að meta það hvernig það fer með sín völd, hvar mörk lýðræðis og þeirra eigin takmarkanna beri að draga. Jafnvel þegar valdhafar meina raunverulega vel, þá þurfa þeir samt ytra aðhald. Bæði af því við vitum það ekki, af því þau sjá ekki alltaf áhrifin af því sem þau gera, og af því að þannig færast mörkin á því sem er viðsættanlegt utar og kannski kemur einhver seinna sem hefur verri meiningar. Við sáum dómsmálaráðherra nýlega kvarta undan því hvað það væri bagalegt að lögreglan þyrfti að fylgja lögum. Hann vill fá forvirkar rannsóknarheimildir í lög. Það er mjög svo sakleysislegt nafn fyrir mjög slæman hlut sem hefur verið mjög hættulegur í sögunni. Forvirkar rannsóknarheimildir eru rétturinn til að rjúfa friðhelgi einkalífs fólks sem engar sannanir eða rökstuddur grunur eru fyrir að hafi gert neitt af sér, í þeirri von að finna sannanir um eitthvað. Það er heimild til að njósna um borgarana. Og þó það sé hægt að ímynda sér aðstæður þar sem það gæti komið í veg fyrir hættulega glæpi, þá er hættan sú að þessi heimild verði notuð fyrst til að koma höggi á þá sem flækjast fyrir þeim sem hafa þessar heimildir. Í sögunni hefur slíkum heimildum verið beint gegn andófsfólki, pólitískum andstæðingum og blaðamönnum. Það þarf ekki að vera meiningin, og það þarf ekki að vera að það gerist strax. En ef þetta skref er tekið er hættan komin til að vera. Og við sjáum þess skýr merki hvar áherslur réttarkerfisins eru í dag. Upp hefur komist um stórfellt svindl útvegsfyrirtækis í Namibíu, arðrán og mútur, skattaundanskot og grunur um morðtilraun. Milljarðar sem fyrirtækið græðir hafa farið í að halda úti áróðursmiðlum og stjórnmálaflokkum sem tala gegn því að breyta hlutunum, gegn því að sækja réttlæti gegn þeim sem gera svona. Og þessir peningar fara líka í að halda uppi skærudeild, sem leggur á ráðin um það hvernig megi afmynda sannleikann, afvegaleiða borgarana og réttarkerfið, þvinga blaðamenn til að hætta að rannsaka og segja frá og eyðileggja þeirra mannorð og trúverðugleika ef það gangi ekki. Þetta hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti. En íslenska réttarkerfið hefur meiri áhuga á því að sækja til saka þá sem sögðu frá. Blaðamennirnir sem sögðu okkur frá þessu hafa réttarstöðu sakbornings. Ég veit ekki til þess að neinn af yfirmönnum Samherja hafi þá réttarstöðu. Skilaboðin eru augljós, íí augum valdsins er glæpurinn að segja frá, að vera óþægileg, að búa til vesen fyrir þá sem fara með fé og völd. Það er augljóst að þessi ákæra heldur engu vatni. Í lögunum er sérstaklega tilgreint að þeim sé ekki ætlað að hefta frelsi blaðamanna. Og það er skýrt í lögum að blaðamönnum ber ekki að upplýsa hvaðan þeir hafi sínar upplýsingar eða uppljóstranir. Enda er ekki tilgangurinn að dæma þau í fangelsi endilega. Heldur bara að gera þeim lífið leitt. Kalla í yfirheyrslur, þjófkenna í fjölmiðlum, gera lítið úr þeim og þeirra störfum. Tilgangurinn er að gera starfið minna aðlaðandi, að fólk gefist upp og geri frekar eitthvað annað, að ungt fólk taki sér eitthvað annað og þægilegra fyrir hendur en rannsóknarblaðamennsku. Það er sama með rannsóknarheimildirnar forvirku. Það er ekki endilega tilgangurinn að stöðva glæpi, heldur að fólk upplifi að það gæti verið fylgst með því, að eitthvað lítið eða gleymt, eða eitthvað sem er saklaust en væri hægt að túlka harkalega gæti verið nýtt gegn því hvenær sem er, að það þurfi alltaf að vera að horfa yfir öxlina á sér. Að þreyta fólk. Að finna vopn sem væri hægt að nota gegn því. Það er ekki lýðræðislegt. Í dag þarfnast lýðræðið aðhalds. Það þarf að fara og vökva það og hlúa að því. Í dag klukkan 14 á Austurvelli skulum við mæta og sýna samstöðu með frelsi fjölmiðla. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Fjölmiðlar Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Lýðræðið þarfnast aðhalds og verndar. Það gerist ekki af sjálfu sér og það viðheldur sér ekki sjálft. Valdinu er eðlislægt að finnast lýðræði og réttindi þrengja að sér, finnst það óþægilegt að þurfa að pæla í því og geta ekki bara farið fram að vild eftir hentugleika. Í huga valdsins er það hvort eð er að gera það sem er rétt og gott, og þarfnast ekki þessa aðhalds. En það er rangt. Valdið er sjálft ekki rétti aðilinn til að meta það hvernig það fer með sín völd, hvar mörk lýðræðis og þeirra eigin takmarkanna beri að draga. Jafnvel þegar valdhafar meina raunverulega vel, þá þurfa þeir samt ytra aðhald. Bæði af því við vitum það ekki, af því þau sjá ekki alltaf áhrifin af því sem þau gera, og af því að þannig færast mörkin á því sem er viðsættanlegt utar og kannski kemur einhver seinna sem hefur verri meiningar. Við sáum dómsmálaráðherra nýlega kvarta undan því hvað það væri bagalegt að lögreglan þyrfti að fylgja lögum. Hann vill fá forvirkar rannsóknarheimildir í lög. Það er mjög svo sakleysislegt nafn fyrir mjög slæman hlut sem hefur verið mjög hættulegur í sögunni. Forvirkar rannsóknarheimildir eru rétturinn til að rjúfa friðhelgi einkalífs fólks sem engar sannanir eða rökstuddur grunur eru fyrir að hafi gert neitt af sér, í þeirri von að finna sannanir um eitthvað. Það er heimild til að njósna um borgarana. Og þó það sé hægt að ímynda sér aðstæður þar sem það gæti komið í veg fyrir hættulega glæpi, þá er hættan sú að þessi heimild verði notuð fyrst til að koma höggi á þá sem flækjast fyrir þeim sem hafa þessar heimildir. Í sögunni hefur slíkum heimildum verið beint gegn andófsfólki, pólitískum andstæðingum og blaðamönnum. Það þarf ekki að vera meiningin, og það þarf ekki að vera að það gerist strax. En ef þetta skref er tekið er hættan komin til að vera. Og við sjáum þess skýr merki hvar áherslur réttarkerfisins eru í dag. Upp hefur komist um stórfellt svindl útvegsfyrirtækis í Namibíu, arðrán og mútur, skattaundanskot og grunur um morðtilraun. Milljarðar sem fyrirtækið græðir hafa farið í að halda úti áróðursmiðlum og stjórnmálaflokkum sem tala gegn því að breyta hlutunum, gegn því að sækja réttlæti gegn þeim sem gera svona. Og þessir peningar fara líka í að halda uppi skærudeild, sem leggur á ráðin um það hvernig megi afmynda sannleikann, afvegaleiða borgarana og réttarkerfið, þvinga blaðamenn til að hætta að rannsaka og segja frá og eyðileggja þeirra mannorð og trúverðugleika ef það gangi ekki. Þetta hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti. En íslenska réttarkerfið hefur meiri áhuga á því að sækja til saka þá sem sögðu frá. Blaðamennirnir sem sögðu okkur frá þessu hafa réttarstöðu sakbornings. Ég veit ekki til þess að neinn af yfirmönnum Samherja hafi þá réttarstöðu. Skilaboðin eru augljós, íí augum valdsins er glæpurinn að segja frá, að vera óþægileg, að búa til vesen fyrir þá sem fara með fé og völd. Það er augljóst að þessi ákæra heldur engu vatni. Í lögunum er sérstaklega tilgreint að þeim sé ekki ætlað að hefta frelsi blaðamanna. Og það er skýrt í lögum að blaðamönnum ber ekki að upplýsa hvaðan þeir hafi sínar upplýsingar eða uppljóstranir. Enda er ekki tilgangurinn að dæma þau í fangelsi endilega. Heldur bara að gera þeim lífið leitt. Kalla í yfirheyrslur, þjófkenna í fjölmiðlum, gera lítið úr þeim og þeirra störfum. Tilgangurinn er að gera starfið minna aðlaðandi, að fólk gefist upp og geri frekar eitthvað annað, að ungt fólk taki sér eitthvað annað og þægilegra fyrir hendur en rannsóknarblaðamennsku. Það er sama með rannsóknarheimildirnar forvirku. Það er ekki endilega tilgangurinn að stöðva glæpi, heldur að fólk upplifi að það gæti verið fylgst með því, að eitthvað lítið eða gleymt, eða eitthvað sem er saklaust en væri hægt að túlka harkalega gæti verið nýtt gegn því hvenær sem er, að það þurfi alltaf að vera að horfa yfir öxlina á sér. Að þreyta fólk. Að finna vopn sem væri hægt að nota gegn því. Það er ekki lýðræðislegt. Í dag þarfnast lýðræðið aðhalds. Það þarf að fara og vökva það og hlúa að því. Í dag klukkan 14 á Austurvelli skulum við mæta og sýna samstöðu með frelsi fjölmiðla. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar