Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. febrúar 2022 15:31 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. „Eftir óvissu og erfiðleika í rekstrarumhverfi fyrirtækisins í byrjun veirufaraldursins á árinu 2020 varð mjög jákvæð þróun á rekstri Landsvirkjunar á árinu 2021. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði sem við lítum helst til þegar afkoma fyrirtækisins er skoðuð, var 29,5 milljarðar króna og hækkaði um 64% á milli ára í Bandaríkjadal talið,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Selt heildarmagn jókst um fimm prósent milli ára en meðalverð inn á heilsölumarkað til heimila og smærri fyrirtækja hækkaði ekki milli ára á meðan verð til stórnotenda hækkaði um 55 prósent. Hagnaðurinn er nú í sögulegum hæðum. Hækkunina má rekja til hagstæðra ytri skilyrða á ál og orkumörkuðum og þess að endursamið hefur verið við flest fyrirtækin. „Bætta afkomu Landvirkjunar á síðasta ári má því alfarið rekja til hækkunar á tekjum af sölu til stórnotenda,“ segir Hörður. Tekjur hækkuðu og skuldir lækkuðu Þar að auki voru rekstrartekjur fyrirtækisins á síðasta ári meiri en nokkur sinni áður í sögu félagsins en þær námu 72,6 milljörðum króna og hækkuðu um 23,2 prósent frá árinu áður. Hækkunin skýrist að mestu leyti af hækkunum á alþjóðlegum hrávöru- og orkumörkuðum. Nettó skuldir lækkuðu þá um 22,8 milljarða króna frá áramótum og voru í árslok 195,1 milljarður króna. Að sögn Harðar eru helstu skuldahlutföll nú orðin sambærileg og hjá systurfyrirtækjum Landsvirkjunar á Norðurlöndunum. „Ekki er því lengur þörf á að leggja áherslu á hraða lækkun skulda og hefur arðgreiðslugeta fyrirtækisins þar af leiðandi aukist. Í þessu ljósi áformar stjórn fyrirtækisins að leggja til við aðalfund um 15 milljarða kr. (120 milljóna Bandaríkjadala) arðgreiðslu vegna síðasta árs,“ segir Hörður. Hann segir enn fremur að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar sé góður grunnur fyrir þær áskoranir sem eru fram undan og segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við verkefni framtíðarinnar. „Tækifærin eru fjölmörg og við höfum þegar hafist handa við undirbúning verkefna sem stuðla að orkuskiptum innanlands og metnaðarfullum markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum,“ segir Hörður. Landsvirkjun Tekjur Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
„Eftir óvissu og erfiðleika í rekstrarumhverfi fyrirtækisins í byrjun veirufaraldursins á árinu 2020 varð mjög jákvæð þróun á rekstri Landsvirkjunar á árinu 2021. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði sem við lítum helst til þegar afkoma fyrirtækisins er skoðuð, var 29,5 milljarðar króna og hækkaði um 64% á milli ára í Bandaríkjadal talið,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Selt heildarmagn jókst um fimm prósent milli ára en meðalverð inn á heilsölumarkað til heimila og smærri fyrirtækja hækkaði ekki milli ára á meðan verð til stórnotenda hækkaði um 55 prósent. Hagnaðurinn er nú í sögulegum hæðum. Hækkunina má rekja til hagstæðra ytri skilyrða á ál og orkumörkuðum og þess að endursamið hefur verið við flest fyrirtækin. „Bætta afkomu Landvirkjunar á síðasta ári má því alfarið rekja til hækkunar á tekjum af sölu til stórnotenda,“ segir Hörður. Tekjur hækkuðu og skuldir lækkuðu Þar að auki voru rekstrartekjur fyrirtækisins á síðasta ári meiri en nokkur sinni áður í sögu félagsins en þær námu 72,6 milljörðum króna og hækkuðu um 23,2 prósent frá árinu áður. Hækkunin skýrist að mestu leyti af hækkunum á alþjóðlegum hrávöru- og orkumörkuðum. Nettó skuldir lækkuðu þá um 22,8 milljarða króna frá áramótum og voru í árslok 195,1 milljarður króna. Að sögn Harðar eru helstu skuldahlutföll nú orðin sambærileg og hjá systurfyrirtækjum Landsvirkjunar á Norðurlöndunum. „Ekki er því lengur þörf á að leggja áherslu á hraða lækkun skulda og hefur arðgreiðslugeta fyrirtækisins þar af leiðandi aukist. Í þessu ljósi áformar stjórn fyrirtækisins að leggja til við aðalfund um 15 milljarða kr. (120 milljóna Bandaríkjadala) arðgreiðslu vegna síðasta árs,“ segir Hörður. Hann segir enn fremur að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar sé góður grunnur fyrir þær áskoranir sem eru fram undan og segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við verkefni framtíðarinnar. „Tækifærin eru fjölmörg og við höfum þegar hafist handa við undirbúning verkefna sem stuðla að orkuskiptum innanlands og metnaðarfullum markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum,“ segir Hörður.
Landsvirkjun Tekjur Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent