Ágæti rektor! Örn Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 10:31 Í framhaldi af viðtölum við þig í fjölmiðlum um skýrslu Siðfræðistofnunar um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ ætla ég að benda þér á eftirfarandi: Vertu ekki að hafa áhyggjur af erlendum netsíðum og fjármagni sem streymir úr landi í gegnum þær, ég er alveg viss, þar getur þú engu breytt. Ef áhyggjurnar eru eitthvað að tengjast því að spilafíklarnir sem leggja ykkur til allt sitt færi sig yfir í netspilun þá er það bara alveg eins, þar getur þú engu breytt. Skemmtileg tilviljun að þessar áhyggjur þínar eru á pari við áhyggjur formanna RKÍ og Landsbjargar, sem reyndar eiga og reka spilakassafélagið Íslandsspil. Netspilun, peningaþvætti og annað ólöglegt er áhyggjuefni og á starfssviði lögreglunnar sem við treystum fullkomlega, ekki satt ? Það sem þú ættir frekar að hafa áhyggjur af er af hverju það er svona flókið og erfitt fyrir æðstu menntastofnun landsins með alla sína þekkingu og allan þennan mannauð að loka nokkrum spilakössum. Hugsaðu þér hvað það væri nú frábært og mikið frelsi fyrir Háskóla Íslands, fyrir starfsfólk og nemendur að spilakössum yrði lokað. Samkvæmt öllum rannsóknum eru spilakassar mest ávanabindandi og hættulegasta form fjárhættuspila, fyrir utan þá staðreynd að mesta nýliðun á spilafíklum á sér stað í spilakössum. Ein spurning að lokum (.is) ágæti rektor, er það útópía að Háskóli Íslands geti gert rannsóknir, upplýst og frætt almenning og verið leiðandi í umræðu um spilafíkn og afleiðingar hennar, óháður og frjáls frá spilakössum? Höfundur situr í stjórn samtaka áhugafólks um spilafíkn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Tengdar fréttir Fagna niðurstöðum starfshóps rektors Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrætti Háskóla Íslands, vill koma því á framfæri að hún taki niðurstöðu starfshóps rektors Háskóla Íslands fagnandi. Niðurstöðurnar eru á þá leið að HHÍ beri að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa, t.d. með innleiðingu spilakorts. 17. febrúar 2022 17:33 „Menn eru komnir í harðsvíraðan fjárhættuspilarekstur“ Ámælisvert er að beita ekki öllum ráðum til að tryggja ábyrga spilun í spilakössum. Þetta er niðurstaða starfshóps um tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands. Starfshópurinn réðst í verkefnið að frumkvæði Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands. Skýrslan kom út í júní í fyrra en ekki gerð opinber fyrr en nú. 17. febrúar 2022 15:26 Mögulegt tekjutap ekki næg rök til að slá aðgerðum á frest Háskóla Íslands ber að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja Happdrætti Háskóla Íslands til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. 17. febrúar 2022 08:57 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í framhaldi af viðtölum við þig í fjölmiðlum um skýrslu Siðfræðistofnunar um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ ætla ég að benda þér á eftirfarandi: Vertu ekki að hafa áhyggjur af erlendum netsíðum og fjármagni sem streymir úr landi í gegnum þær, ég er alveg viss, þar getur þú engu breytt. Ef áhyggjurnar eru eitthvað að tengjast því að spilafíklarnir sem leggja ykkur til allt sitt færi sig yfir í netspilun þá er það bara alveg eins, þar getur þú engu breytt. Skemmtileg tilviljun að þessar áhyggjur þínar eru á pari við áhyggjur formanna RKÍ og Landsbjargar, sem reyndar eiga og reka spilakassafélagið Íslandsspil. Netspilun, peningaþvætti og annað ólöglegt er áhyggjuefni og á starfssviði lögreglunnar sem við treystum fullkomlega, ekki satt ? Það sem þú ættir frekar að hafa áhyggjur af er af hverju það er svona flókið og erfitt fyrir æðstu menntastofnun landsins með alla sína þekkingu og allan þennan mannauð að loka nokkrum spilakössum. Hugsaðu þér hvað það væri nú frábært og mikið frelsi fyrir Háskóla Íslands, fyrir starfsfólk og nemendur að spilakössum yrði lokað. Samkvæmt öllum rannsóknum eru spilakassar mest ávanabindandi og hættulegasta form fjárhættuspila, fyrir utan þá staðreynd að mesta nýliðun á spilafíklum á sér stað í spilakössum. Ein spurning að lokum (.is) ágæti rektor, er það útópía að Háskóli Íslands geti gert rannsóknir, upplýst og frætt almenning og verið leiðandi í umræðu um spilafíkn og afleiðingar hennar, óháður og frjáls frá spilakössum? Höfundur situr í stjórn samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Fagna niðurstöðum starfshóps rektors Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrætti Háskóla Íslands, vill koma því á framfæri að hún taki niðurstöðu starfshóps rektors Háskóla Íslands fagnandi. Niðurstöðurnar eru á þá leið að HHÍ beri að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa, t.d. með innleiðingu spilakorts. 17. febrúar 2022 17:33
„Menn eru komnir í harðsvíraðan fjárhættuspilarekstur“ Ámælisvert er að beita ekki öllum ráðum til að tryggja ábyrga spilun í spilakössum. Þetta er niðurstaða starfshóps um tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands. Starfshópurinn réðst í verkefnið að frumkvæði Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands. Skýrslan kom út í júní í fyrra en ekki gerð opinber fyrr en nú. 17. febrúar 2022 15:26
Mögulegt tekjutap ekki næg rök til að slá aðgerðum á frest Háskóla Íslands ber að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja Happdrætti Háskóla Íslands til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. 17. febrúar 2022 08:57
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar