„Geggjað gaman að spila svona leiki“ Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 07:31 Glódís Perla Viggósdóttir vel á verði í leiknum við Nýja-Sjáland sem tókst varla að skapa sér færi í leiknum í nótt. Getty/Omar Vega Glódís Perla Viggósdóttir var að vonum hæstánægð eftir 1-0 sigur Íslands gegn Nýja-Sjálandi í Bandaríkjunum í nótt, í fyrsta leik fótboltalandsliðsins á SheBelieves Cup. „Þetta var geggjaður sigur hjá liðinu. Það var mjög hátt tempó í fyrri hálfleik og við byrjuðum leikinn ógeðslega vel. Pressum þær niður, fáum horn og skorum strax, sem gerir ótrúlega mikið fyrir okkur og gefur okkur orku sem mér fannst við halda allan fyrri hálfleikinn. Það er geggjað gaman að spila svona leiki,“ sagði Glódís í viðtali sem KSÍ birti á samfélagsmiðlum. Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark Íslands en markið skoraði hún strax á fyrstu mínútu leiksins. „Það gefur okkur ákveðið sjálfstraust, líka inn í hápressuna okkar og eins og sást þá vorum við reyna að hápressa í 85 mínútur hérna. Flestar af okkur eru á undirbúningstímabili svo það að hafa haldið svona lengi út er gott merki og vonandi getum við haldið áfram að vinna með þetta og setja fleiri mörk, og þá fáum við aðeins meiri ró í leikinn,“ sagði Glódís. Glódís Perla var að vonum ánægð með sigurinn gegn Nýja Sjálandi.#dottir pic.twitter.com/Nr7YBIqDLh— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2022 Engin færi sem þær hefðu getað skorað úr Hún tók undir það að baráttan inni á vellinum hefði verið hörð: „Það er gaman fyrir okkur að spila svona leiki. Við viljum spila „physical“ leik og gerðum það í dag. Eftir að við skoruðum náðum við að spila góðan varnarleik. Við vorum kannski ekki að spila boltanum eins vel og við viljum allan leikinn en það er karaktersigur hjá liðinu engu að síður að geta spilað þéttan og góðan varnarleik, og ég held að þær fái engin færi sem ég man eftir sem þær hefðu getað skorað úr. Þetta var frábær leikur,“ sagði Glódís. Ísland mætir næst Tékklandi seint á sunnudagskvöld að íslenskum tíma, en Ísland og Tékkland mætast svo í apríl í algjörum lykilleik í undankeppni HM. En hvað vill Glódís taka með sér úr leiknum í nótt yfir í næsta leik: „Varnarleikinn fyrst og fremst. Við spiluðum góða hápressu og unnum boltann á góðum stöðum, mjög oft. Svo þurfum við að byggja aðeins betur ofan á það og klára þetta með mörkum, og þá líður okkur ennþá betur.“ Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira
„Þetta var geggjaður sigur hjá liðinu. Það var mjög hátt tempó í fyrri hálfleik og við byrjuðum leikinn ógeðslega vel. Pressum þær niður, fáum horn og skorum strax, sem gerir ótrúlega mikið fyrir okkur og gefur okkur orku sem mér fannst við halda allan fyrri hálfleikinn. Það er geggjað gaman að spila svona leiki,“ sagði Glódís í viðtali sem KSÍ birti á samfélagsmiðlum. Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark Íslands en markið skoraði hún strax á fyrstu mínútu leiksins. „Það gefur okkur ákveðið sjálfstraust, líka inn í hápressuna okkar og eins og sást þá vorum við reyna að hápressa í 85 mínútur hérna. Flestar af okkur eru á undirbúningstímabili svo það að hafa haldið svona lengi út er gott merki og vonandi getum við haldið áfram að vinna með þetta og setja fleiri mörk, og þá fáum við aðeins meiri ró í leikinn,“ sagði Glódís. Glódís Perla var að vonum ánægð með sigurinn gegn Nýja Sjálandi.#dottir pic.twitter.com/Nr7YBIqDLh— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2022 Engin færi sem þær hefðu getað skorað úr Hún tók undir það að baráttan inni á vellinum hefði verið hörð: „Það er gaman fyrir okkur að spila svona leiki. Við viljum spila „physical“ leik og gerðum það í dag. Eftir að við skoruðum náðum við að spila góðan varnarleik. Við vorum kannski ekki að spila boltanum eins vel og við viljum allan leikinn en það er karaktersigur hjá liðinu engu að síður að geta spilað þéttan og góðan varnarleik, og ég held að þær fái engin færi sem ég man eftir sem þær hefðu getað skorað úr. Þetta var frábær leikur,“ sagði Glódís. Ísland mætir næst Tékklandi seint á sunnudagskvöld að íslenskum tíma, en Ísland og Tékkland mætast svo í apríl í algjörum lykilleik í undankeppni HM. En hvað vill Glódís taka með sér úr leiknum í nótt yfir í næsta leik: „Varnarleikinn fyrst og fremst. Við spiluðum góða hápressu og unnum boltann á góðum stöðum, mjög oft. Svo þurfum við að byggja aðeins betur ofan á það og klára þetta með mörkum, og þá líður okkur ennþá betur.“
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira