Illgjarnt fólk sem láti börn dópa eigi heima í fangelsi Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2022 07:59 Kamila Valieva varð Evrópumeistari á nýju heimsmeti í síðasta mánuði og er afar líkleg til sigurs í listhlaupi á skautum í Peking í dag. Getty/Ulrik Pedersen Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þá staðreynd að hin 15 ára gamla Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum er forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA), Witold Banka, sem segir að fólk sem láti börn neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja eigi heima í fangelsi. Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Valieva mætti keppa á Vetrarólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi í desember, á rússneska meistaramótinu. Þess vegna fær hún að keppa í dag í seinni hluta listhlaups á skautum þar sem hún er afar sigurstrangleg. Verðlaun verða hins vegar ekki veitt á leikunum í þeim greinum þar sem Valieva endar í einu af efstu þremur sætum, á meðan að beðið er eftir endanlegri niðurstöðu um afleiðingar lyfjaprófsins. Valieva hefur þegar leitt Rússa, sem vegna lyfjahneykslisins þar í landi keppa undir nafni ólympíunefndar Rússlands, til sigurs í liðakeppni listhlaupsins. Mjög vonsvikin yfir niðurstöðu CAS Sarah Hirshland, framkvæmdastjóri keppnisliðs Bandaríkjanna, hefur sagt að Rússar sýni með kerfisbundnum hætti algjöra vanvirðingu gagnvart „hreinum íþróttum“ og fleiri eru vonsviknir yfir niðurstöðu CAS, líkt og forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins: „Við erum mjög vonsvikin yfir niðurstöðu CAS-ráðsins. Það er áhyggjuefni að ráðið hafi ákveðið að fara ekki eftir því sem fram kemur í alþjóðlegu lyfjareglunum,“ sagði Banka við Eurosport. „Frá okkur séð er þetta því önnur mjög umdeild niðurstöðu en auðvitað lútum við henni. En ef við tölum almennt um það að dópa börn þá er það að mínu mati, og að mati WADA, hrein illgirni og óverjanlegt. Það fólk sem gefur börnum ólögleg lyf er að drepa hreinar íþróttir,“ sagði Banka. Ættu að hljóta lífstíðarbann og fangelsisdóm „Læknarnir, þjálfararnir og annað fólk sem sýnt er að hafi gefið börnum árangursaukandi lyf ætti svo sannarlega að hljóta lífstíðarbann. Að mínu mati ætti það fólk einnig að fara í fangelsi. Sum lönd hafa þegar gert það glæpsamlegt að láta börn neyta lyfja… Ég held að það sé mjög sterk og góð leið,“ sagði Banka. Hann sagði WADA koma til með að sjá til þess að rússneska lyfjaeftirlitið myndi gera ítarlega rannsókn varðandi fólkið á bakvið Valievu. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir „Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. 16. febrúar 2022 10:00 Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 15. febrúar 2022 15:07 Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Valieva mætti keppa á Vetrarólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi í desember, á rússneska meistaramótinu. Þess vegna fær hún að keppa í dag í seinni hluta listhlaups á skautum þar sem hún er afar sigurstrangleg. Verðlaun verða hins vegar ekki veitt á leikunum í þeim greinum þar sem Valieva endar í einu af efstu þremur sætum, á meðan að beðið er eftir endanlegri niðurstöðu um afleiðingar lyfjaprófsins. Valieva hefur þegar leitt Rússa, sem vegna lyfjahneykslisins þar í landi keppa undir nafni ólympíunefndar Rússlands, til sigurs í liðakeppni listhlaupsins. Mjög vonsvikin yfir niðurstöðu CAS Sarah Hirshland, framkvæmdastjóri keppnisliðs Bandaríkjanna, hefur sagt að Rússar sýni með kerfisbundnum hætti algjöra vanvirðingu gagnvart „hreinum íþróttum“ og fleiri eru vonsviknir yfir niðurstöðu CAS, líkt og forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins: „Við erum mjög vonsvikin yfir niðurstöðu CAS-ráðsins. Það er áhyggjuefni að ráðið hafi ákveðið að fara ekki eftir því sem fram kemur í alþjóðlegu lyfjareglunum,“ sagði Banka við Eurosport. „Frá okkur séð er þetta því önnur mjög umdeild niðurstöðu en auðvitað lútum við henni. En ef við tölum almennt um það að dópa börn þá er það að mínu mati, og að mati WADA, hrein illgirni og óverjanlegt. Það fólk sem gefur börnum ólögleg lyf er að drepa hreinar íþróttir,“ sagði Banka. Ættu að hljóta lífstíðarbann og fangelsisdóm „Læknarnir, þjálfararnir og annað fólk sem sýnt er að hafi gefið börnum árangursaukandi lyf ætti svo sannarlega að hljóta lífstíðarbann. Að mínu mati ætti það fólk einnig að fara í fangelsi. Sum lönd hafa þegar gert það glæpsamlegt að láta börn neyta lyfja… Ég held að það sé mjög sterk og góð leið,“ sagði Banka. Hann sagði WADA koma til með að sjá til þess að rússneska lyfjaeftirlitið myndi gera ítarlega rannsókn varðandi fólkið á bakvið Valievu.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir „Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. 16. febrúar 2022 10:00 Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 15. febrúar 2022 15:07 Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
„Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. 16. febrúar 2022 10:00
Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 15. febrúar 2022 15:07
Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31