„Dregur úr sigrinum okkar og er pínu óvirðing“ Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2022 10:33 Þróttarar eru ekki húmorslausir og hafa hér bætt bikar inn á myndina af Reykjavíkurmeisturunum. Einar Jónsson „Ég hefði alltaf haldið að við myndum fá bikarinn afhentan eftir leikinn því ég held að það sé nú þannig í langflestum öðrum keppnum,“ segir Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði nýrra Reykjavíkurmeistara Þróttar í fótbolta. Álfhildur bjóst við að fá bikar í hendurnar í Egilshöll í gærkvöld, þann fyrsta í sögu síns liðs, eftir 6-1 sigur á Fjölni í lokaleik Þróttara í Reykjavíkurmótinu. Sú varð ekki raunin og eina skýringin sem Álfhildur og liðsfélagar hennar fengu var sú að verðlaunagripur Reykjavíkurmótsins, sem haldið er af Knattspyrnuráði Reykjavíkur, væri aðeins afhentur þegar öllum leikjum mótsins væri lokið. „Eins og við Þróttarar séum ekki teknir nógu alvarlega og hvað þá í kvennabolta“ Þó þarf aðeins að leita tvö ár aftur í tímann til að sjá að Fylkiskonur fengu bikar í leikslok eftir að hafa tryggt sér Reykjavíkurmeistaratitilinn, þó að mótinu væri ekki lokið. „Manni finnst að eins og að ef þetta hefði verið Valur þá hefði bikarinn mögulega verið tilbúinn á bakvið tjöldin. Það er stundum eins og við Þróttarar séum ekki teknir nógu alvarlega, og hvað þá í kvennabolta,“ segir Álfhildur. „Við vorum með marga Köttara sem voru mættir til að horfa á leikinn og fylgjast með okkur fá bikarinn afhentan. Það voru allir að búast við því. En þegar sú varð ekki raunin var tekið símtal og okkur sagt að bikarinn væri ekki afhentur fyrr en eftir að mótið kláraðist. Ég veit ekki hvort að það var bara einhver afsökun eða hvað. Ég vissi ekki betur,“ segir Álfhildur. Vita ekkert um hvenær bikarinn verður afhentur Hún hefur ekki hugmynd um það hvenær hún fær bikarinn í hendurnar og raunar virðist bikarinn hafa villst til karlaliðs Vals ef marka má tíst frá Orra Sigurði Ómarssyni sem varð Reykjavíkurmeistari með Val á dögunum. Bikarinn sem við fengum var merktur Reykjavíkurmót kvenna 2022. Veit ekki hvort hann se á Hliðarenda ennþá — Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) February 10, 2022 „Ég hef ekki heyrt neitt meira um það hvenær bikarinn á að vera afhentur. Hvort það verði bara komið með hann á æfingu til okkar. Þetta virðist alla vega verða voða óformlegt eitthvað,“ segir Álfhildur. Hún ítrekar að með því að fá ekki bikarinn afhentan hafi ákveðin stund verið tekin af Þrótturum sem ekki fáist aftur. „Þetta hefði skapað meiri stemningu, að fá einhverja viðurkenningu þarna á staðnum. Það hefði verið hægt að gera meira úr þessu. Þetta dregur úr sigrinum okkar og er pínu óvirðing.“ Ekki hefur náðst í Stein Halldórsson, formann KRR, í morgun. Unnu Íslandsmeistarana í tveggja daga leik Sigurinn á Reykjavíkurmótinu er nýjasta dæmið um uppgang Þróttar síðustu misserin en liðið náði sínum besta árangri í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, þegar það varð í 3. sæti, og einnig sínum besta árangri í bikarkeppninni þar sem liðið vann til silfurverðlauna. „Það hefur aldrei gengið neitt sérstaklega vel hjá okkur á Reykjavíkurmótinu en í ár vorum við með ótrúlega sterkt lið á undirbúningstímabilinu og ákváðum bara að fara alla leið, og gerðum það,“ segir Álfhildur. Það var erfitt að spila leik Þróttar við Val vegna snjókomu.Bjarni Einarsson Stóra skrefið í átt að sigrinum í Reykjavíkurmótinu, þar sem allir keppa við alla í sjö liða riðli, var 2-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals í ansi skrautlegum leik. Þróttarar skoruðu mörkin tvö í fyrri hálfleik en mikil snjókoma kom í veg fyrir að hægt væri að spila seinni hálfleikinn fyrr en daginn eftir, inni í Egilshöll. „Það er auðvitað heldur óvenjulegt að spila einn leik yfir tvo daga. Það gerði þetta svolítið spes. Maður var kominn í gírinn þegar við vorum 2-0 yfir og það var erfitt að mæta daginn eftir og klára leikinn, en það tókst og við vorum mjög stoltar af þessum sigri,“ segir Álfhildur. Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Sjá meira
Álfhildur bjóst við að fá bikar í hendurnar í Egilshöll í gærkvöld, þann fyrsta í sögu síns liðs, eftir 6-1 sigur á Fjölni í lokaleik Þróttara í Reykjavíkurmótinu. Sú varð ekki raunin og eina skýringin sem Álfhildur og liðsfélagar hennar fengu var sú að verðlaunagripur Reykjavíkurmótsins, sem haldið er af Knattspyrnuráði Reykjavíkur, væri aðeins afhentur þegar öllum leikjum mótsins væri lokið. „Eins og við Þróttarar séum ekki teknir nógu alvarlega og hvað þá í kvennabolta“ Þó þarf aðeins að leita tvö ár aftur í tímann til að sjá að Fylkiskonur fengu bikar í leikslok eftir að hafa tryggt sér Reykjavíkurmeistaratitilinn, þó að mótinu væri ekki lokið. „Manni finnst að eins og að ef þetta hefði verið Valur þá hefði bikarinn mögulega verið tilbúinn á bakvið tjöldin. Það er stundum eins og við Þróttarar séum ekki teknir nógu alvarlega, og hvað þá í kvennabolta,“ segir Álfhildur. „Við vorum með marga Köttara sem voru mættir til að horfa á leikinn og fylgjast með okkur fá bikarinn afhentan. Það voru allir að búast við því. En þegar sú varð ekki raunin var tekið símtal og okkur sagt að bikarinn væri ekki afhentur fyrr en eftir að mótið kláraðist. Ég veit ekki hvort að það var bara einhver afsökun eða hvað. Ég vissi ekki betur,“ segir Álfhildur. Vita ekkert um hvenær bikarinn verður afhentur Hún hefur ekki hugmynd um það hvenær hún fær bikarinn í hendurnar og raunar virðist bikarinn hafa villst til karlaliðs Vals ef marka má tíst frá Orra Sigurði Ómarssyni sem varð Reykjavíkurmeistari með Val á dögunum. Bikarinn sem við fengum var merktur Reykjavíkurmót kvenna 2022. Veit ekki hvort hann se á Hliðarenda ennþá — Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) February 10, 2022 „Ég hef ekki heyrt neitt meira um það hvenær bikarinn á að vera afhentur. Hvort það verði bara komið með hann á æfingu til okkar. Þetta virðist alla vega verða voða óformlegt eitthvað,“ segir Álfhildur. Hún ítrekar að með því að fá ekki bikarinn afhentan hafi ákveðin stund verið tekin af Þrótturum sem ekki fáist aftur. „Þetta hefði skapað meiri stemningu, að fá einhverja viðurkenningu þarna á staðnum. Það hefði verið hægt að gera meira úr þessu. Þetta dregur úr sigrinum okkar og er pínu óvirðing.“ Ekki hefur náðst í Stein Halldórsson, formann KRR, í morgun. Unnu Íslandsmeistarana í tveggja daga leik Sigurinn á Reykjavíkurmótinu er nýjasta dæmið um uppgang Þróttar síðustu misserin en liðið náði sínum besta árangri í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, þegar það varð í 3. sæti, og einnig sínum besta árangri í bikarkeppninni þar sem liðið vann til silfurverðlauna. „Það hefur aldrei gengið neitt sérstaklega vel hjá okkur á Reykjavíkurmótinu en í ár vorum við með ótrúlega sterkt lið á undirbúningstímabilinu og ákváðum bara að fara alla leið, og gerðum það,“ segir Álfhildur. Það var erfitt að spila leik Þróttar við Val vegna snjókomu.Bjarni Einarsson Stóra skrefið í átt að sigrinum í Reykjavíkurmótinu, þar sem allir keppa við alla í sjö liða riðli, var 2-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals í ansi skrautlegum leik. Þróttarar skoruðu mörkin tvö í fyrri hálfleik en mikil snjókoma kom í veg fyrir að hægt væri að spila seinni hálfleikinn fyrr en daginn eftir, inni í Egilshöll. „Það er auðvitað heldur óvenjulegt að spila einn leik yfir tvo daga. Það gerði þetta svolítið spes. Maður var kominn í gírinn þegar við vorum 2-0 yfir og það var erfitt að mæta daginn eftir og klára leikinn, en það tókst og við vorum mjög stoltar af þessum sigri,“ segir Álfhildur.
Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Sjá meira