Staðfesta að Valieva féll á lyfjaprófi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2022 08:01 Kamila Valieva féll á lyfjaprófi sem var tekið um jólin. getty/Jean Catuffe Búið er að staðfesta að rússneska skautakonan Kamila Valieva féll á lyfjaprófi fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking. Hún hjálpaði Rússum að vinna gull í liðakeppni í listdansi á skautum. Rússneski miðilinn RBC greindi frá því að hin fimmtán ára Valieva hefði fallið á lyfjaprófi fyrir Vetrarólympíuleikana. Alþjóða lyfjaprófunareftirlitið (ITA) hefur nú staðfest þessar fréttir. Þrátt fyrir að Valieva hefði fallið á lyfjaprófinu leyfði lyfjaeftirlit Rússa (Rusada) henni að keppa á Vetrarólympíuleikunum. Alþjóða ólympíunefndin hefur áfrýjað þeirri ákvörðun. Í sýni Valievu, sem var tekið á rússneska meistaramótinu um jólin, greindist hjartalyfið trimetazidine. Það er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins því það getur aukið blóðflæði og úthald. Niðurstöður úr lyfjaprófinu bárust 8. febrúar, degi eftir að Rússar unnu gullið í liðakeppninni en degi fyrir verðlaunaafhendinguna sem hefur ekki enn farið fram. Bandaríkjamenn enduðu í 2. sæti og fá gullið ef það verður tekið af Rússum. Valieva var fyrst sett í bann en Rusada aflétti því í fyrradag. Alþjóðaíþróttadómstóllinn (CAS) tekur mál Valievu nú fyrir og verðlaunin fyrir liðakeppnina verða ekki veitt fyrr en niðurstaða fæst í málið. Ljóst er að CAS þarf að vinna hratt því Valieva á að keppa í einstaklingskeppni á þriðjudaginn. Þar þykir hún mjög sigurstrangleg. Valieva og aðrir rússneskir keppendur keppa undir merki rússnesku ólympíunefndarinnar (ROC). Alþjóða lyfjaeftirlitið (Wada) dæmdi Rússa í bann fyrir stórfellt lyfjamisferli þar í landi. Frá 17. desember 2020 til 17. desember 2022 má enginn íþróttamaður keppa undir merkjum Rússlands. Bannið var upphaflega fjögur ár en CAS stytti það í tvö ár. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sjá meira
Rússneski miðilinn RBC greindi frá því að hin fimmtán ára Valieva hefði fallið á lyfjaprófi fyrir Vetrarólympíuleikana. Alþjóða lyfjaprófunareftirlitið (ITA) hefur nú staðfest þessar fréttir. Þrátt fyrir að Valieva hefði fallið á lyfjaprófinu leyfði lyfjaeftirlit Rússa (Rusada) henni að keppa á Vetrarólympíuleikunum. Alþjóða ólympíunefndin hefur áfrýjað þeirri ákvörðun. Í sýni Valievu, sem var tekið á rússneska meistaramótinu um jólin, greindist hjartalyfið trimetazidine. Það er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins því það getur aukið blóðflæði og úthald. Niðurstöður úr lyfjaprófinu bárust 8. febrúar, degi eftir að Rússar unnu gullið í liðakeppninni en degi fyrir verðlaunaafhendinguna sem hefur ekki enn farið fram. Bandaríkjamenn enduðu í 2. sæti og fá gullið ef það verður tekið af Rússum. Valieva var fyrst sett í bann en Rusada aflétti því í fyrradag. Alþjóðaíþróttadómstóllinn (CAS) tekur mál Valievu nú fyrir og verðlaunin fyrir liðakeppnina verða ekki veitt fyrr en niðurstaða fæst í málið. Ljóst er að CAS þarf að vinna hratt því Valieva á að keppa í einstaklingskeppni á þriðjudaginn. Þar þykir hún mjög sigurstrangleg. Valieva og aðrir rússneskir keppendur keppa undir merki rússnesku ólympíunefndarinnar (ROC). Alþjóða lyfjaeftirlitið (Wada) dæmdi Rússa í bann fyrir stórfellt lyfjamisferli þar í landi. Frá 17. desember 2020 til 17. desember 2022 má enginn íþróttamaður keppa undir merkjum Rússlands. Bannið var upphaflega fjögur ár en CAS stytti það í tvö ár.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sjá meira