Major sakar Johnson um óheiðarleika og aðför að lýðræðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2022 12:16 John Major er ómyrkur í máli um framgöngu Johnson síðustu misseri. Boris Johnson braut sóttvarnalög, virðist ekki halda að reglurnar eigi við sig og hefur skapað vantraust á stjórnmálunum sem ógnar lýðræðislegri framtíð Bretlands. Þetta sagði John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, í ræðu sem hann hélt í Lundúnum í vikunni. Major sagði flokksbróður sinn og núverandi forsætisráðherra hafa sent ráðherra til að ganga erinda sinna og „verja hið óverjanlega“. Sannleikurinn virtist „valkvæður“ í augum Jonson en framganga hans hefði valdið orðstýr Bretlands á alþjóðavettvangi hnekkjum. Tilefni fordæmingar Major er svokallað „partygate“ en lögreglan í Lundúnum rannsakar nú að minnsta kosti tólf samkomur sem áttu sér stað í Downing-stræti og víðar á meðan sóttvarnalög voru í gildi um allt Bretland. „Lýðræðið okkar er viðkvæmur strúktúr; það er ekki ósigrandi virki. Það getur fallið ef enginn gerir athugasemd við það sem er rangt né berst fyrir því sem er rétt,“ sagði Major í ræðu sinni. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði Johnson og samstarfsmenn hans hafa brotið sóttvarnalög og brugðist við uppljóstrunum um brotin með óheiðarleika. New Partygate image shows Boris Johnson and open bottle of bubbly at No 10 Xmas quizhttps://t.co/JARzd4MWsr pic.twitter.com/kNVgs6OVVE— Mirror Politics (@MirrorPolitics) February 9, 2022 „Ósvífnar afsakanir voru skáldaðar. Dag eftir dag var almenningur beðinn um að trúa hinu ótrúlega. Ráðherrar voru sendir út af örkinni til að verja hið óverjandi, sem lét þá virðast auðtrúa eða kjánalega,“ sagði Major. Hann sagði enga ríkisstjórn starfhæfa ef grafið hefði verið undan trúverðugleika hennar og að ekki mætti gera lítið úr vantrausti kjósenda í garð stjórnmálanna. „Það má vera að hægt sé að finna með afsökun fyrir hvert og eitt brot, og fleiri, en heilt á litið segja þau aðra sögu,“ sagði Major. „Forsætisráðherrann og ríkjandi stjórn véfengja ekki bara lögin heldur virðast halda að þau, og aðeins þau, þurfi ekki að fara að reglum, hefðum, siðum... hvað sem þú vilt kalla það, opinbers lífs.“ Major sagði að sú trú að það væru ein lög fyrir stjórnvöld og önnur fyrir alla aðra væri pólitískur dauðadómur og að það væri nú að koma í bakið á Johnson. Guardian greindi frá. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira
Þetta sagði John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, í ræðu sem hann hélt í Lundúnum í vikunni. Major sagði flokksbróður sinn og núverandi forsætisráðherra hafa sent ráðherra til að ganga erinda sinna og „verja hið óverjanlega“. Sannleikurinn virtist „valkvæður“ í augum Jonson en framganga hans hefði valdið orðstýr Bretlands á alþjóðavettvangi hnekkjum. Tilefni fordæmingar Major er svokallað „partygate“ en lögreglan í Lundúnum rannsakar nú að minnsta kosti tólf samkomur sem áttu sér stað í Downing-stræti og víðar á meðan sóttvarnalög voru í gildi um allt Bretland. „Lýðræðið okkar er viðkvæmur strúktúr; það er ekki ósigrandi virki. Það getur fallið ef enginn gerir athugasemd við það sem er rangt né berst fyrir því sem er rétt,“ sagði Major í ræðu sinni. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði Johnson og samstarfsmenn hans hafa brotið sóttvarnalög og brugðist við uppljóstrunum um brotin með óheiðarleika. New Partygate image shows Boris Johnson and open bottle of bubbly at No 10 Xmas quizhttps://t.co/JARzd4MWsr pic.twitter.com/kNVgs6OVVE— Mirror Politics (@MirrorPolitics) February 9, 2022 „Ósvífnar afsakanir voru skáldaðar. Dag eftir dag var almenningur beðinn um að trúa hinu ótrúlega. Ráðherrar voru sendir út af örkinni til að verja hið óverjandi, sem lét þá virðast auðtrúa eða kjánalega,“ sagði Major. Hann sagði enga ríkisstjórn starfhæfa ef grafið hefði verið undan trúverðugleika hennar og að ekki mætti gera lítið úr vantrausti kjósenda í garð stjórnmálanna. „Það má vera að hægt sé að finna með afsökun fyrir hvert og eitt brot, og fleiri, en heilt á litið segja þau aðra sögu,“ sagði Major. „Forsætisráðherrann og ríkjandi stjórn véfengja ekki bara lögin heldur virðast halda að þau, og aðeins þau, þurfi ekki að fara að reglum, hefðum, siðum... hvað sem þú vilt kalla það, opinbers lífs.“ Major sagði að sú trú að það væru ein lög fyrir stjórnvöld og önnur fyrir alla aðra væri pólitískur dauðadómur og að það væri nú að koma í bakið á Johnson. Guardian greindi frá.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira