„Knattspyrnusambandið þarf að vera meira til staðar fyrir félögin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. febrúar 2022 20:30 Sævar ætlar að bjóða sig fram sem formann KSÍ eftir áratug í starfi hjá KA. Vísir/Tryggvi „Þetta kom upp fyrir rúmri viku síðan. Þá voru nokkrir aðilar sem höfðu samband við mig og ýttu mér af stað, var ekki beint með þetta efst í huga,“ sagði Sævar Pétursson í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason fyrr í dag. Sævar hefur boðið sig fram sem formann Knattspyrnusambands Íslands en kosið verður í lok mánaðarins. „Ég ræddi svo við fjölmarga aðila inn í hreyfingunni og nú um helgina ákvað ég að mig langaði að láta á slag standa og láta á þetta reyna. Við sjáum svo bara hvað verður,“ sagði Sævar í myndbandsviðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Það er komin í gang barátta og ég held að það sé það sem flestir í hreyfingunni vildu, að það yrði kosið um formann.“ „Ég tel mig vera með ákveðna reynslu og þekkingu innan úr hreyfingunni. Ég kem úr félögunum og þeim hefur fundist undanfarin misseri tengingin við íþróttafélögin sjálf aðeins vera að tapast. Það er svona það sem ég er að koma með að borðinu, að það verði meiri tenging á milli Knattspyrnusambandsins og þeirra sem starfa í félögunum. Það er svona mitt helsta áherslumál.“ Hvað er mikilvægasta verk næsta formanns KSÍ? „Það er kannski bara það sem ég er að ýja að. Það þarf að taka samtölin við félögin. Á sama tíma má ekki gleyma árangri landsliðanna, hann er mikilvægur rekstri knattspyrnusambandsins. Tengingin þarf að vera betri og samtalið skilvirkari en áður hefur verið.“ „Ég held það fari enginn af stað í svona ferðalag án þess að hafa aðeins rætt það við sitt bakland og skoða hvernig landið liggur. Ég til mig hafa ákveðinn stuðning og svo verður að koma í ljós hversu langt það nær.“ „Knattspyrnan er með úreltan þjóðarleikvang sem þarf að fá niðurstöðu í. Það sama á við um aðrar boltagreinar hér á landi. Þetta er bara barátta sem við verðum að setja vigt í og þrýsta á.“ „Knattspyrnusambandið þarf að vera meira til staðar fyrir félögin. Við erum að ná sögulegum lágpunkti með félagsliðin okkar í Evrópukeppni. Það þarf að endurskoða málin þarna, það þarf að endurskoða mótahaldið hjá okkur. Það er tillaga núna á næsta ársþingi að breyta mótahaldi í efstu deild karla, mitt mat er að það þarf að gera það á fleiri stöðum. Við sitjum rosalega aftarlega á merinni varðandi Íslandsmót barna og unglinga.“ „Þarna þarf að stokka spilin upp á nýtt og ég tel mig hafa þónokkuð til málanna að leggja eftir mína reynslu innan úr hreyfingunni.“ „Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins.“ „Við fögnum öllum framboðum sem koma. Það má ekki gleyma því að við erum að ræða um formanninn núna. Ég hvet aðila úr hreyfingunni í að bjóða sig fram til stjórnar KSÍ. Það hefur verið fólk á útleið þar, við erum að tapa ákveðinni þekkingu. Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins og ég hvet sem flesta til að bjóða sig fram þannig við höfum val þar í kosningunum,“ sagði Sævar að endingu. Klippa: Viðtal við Sævar Pétursson: Frambjóðanda til formanns Knattspyrnusambands Íslands Fótbolti KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Sævar hefur boðið sig fram sem formann Knattspyrnusambands Íslands en kosið verður í lok mánaðarins. „Ég ræddi svo við fjölmarga aðila inn í hreyfingunni og nú um helgina ákvað ég að mig langaði að láta á slag standa og láta á þetta reyna. Við sjáum svo bara hvað verður,“ sagði Sævar í myndbandsviðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Það er komin í gang barátta og ég held að það sé það sem flestir í hreyfingunni vildu, að það yrði kosið um formann.“ „Ég tel mig vera með ákveðna reynslu og þekkingu innan úr hreyfingunni. Ég kem úr félögunum og þeim hefur fundist undanfarin misseri tengingin við íþróttafélögin sjálf aðeins vera að tapast. Það er svona það sem ég er að koma með að borðinu, að það verði meiri tenging á milli Knattspyrnusambandsins og þeirra sem starfa í félögunum. Það er svona mitt helsta áherslumál.“ Hvað er mikilvægasta verk næsta formanns KSÍ? „Það er kannski bara það sem ég er að ýja að. Það þarf að taka samtölin við félögin. Á sama tíma má ekki gleyma árangri landsliðanna, hann er mikilvægur rekstri knattspyrnusambandsins. Tengingin þarf að vera betri og samtalið skilvirkari en áður hefur verið.“ „Ég held það fari enginn af stað í svona ferðalag án þess að hafa aðeins rætt það við sitt bakland og skoða hvernig landið liggur. Ég til mig hafa ákveðinn stuðning og svo verður að koma í ljós hversu langt það nær.“ „Knattspyrnan er með úreltan þjóðarleikvang sem þarf að fá niðurstöðu í. Það sama á við um aðrar boltagreinar hér á landi. Þetta er bara barátta sem við verðum að setja vigt í og þrýsta á.“ „Knattspyrnusambandið þarf að vera meira til staðar fyrir félögin. Við erum að ná sögulegum lágpunkti með félagsliðin okkar í Evrópukeppni. Það þarf að endurskoða málin þarna, það þarf að endurskoða mótahaldið hjá okkur. Það er tillaga núna á næsta ársþingi að breyta mótahaldi í efstu deild karla, mitt mat er að það þarf að gera það á fleiri stöðum. Við sitjum rosalega aftarlega á merinni varðandi Íslandsmót barna og unglinga.“ „Þarna þarf að stokka spilin upp á nýtt og ég tel mig hafa þónokkuð til málanna að leggja eftir mína reynslu innan úr hreyfingunni.“ „Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins.“ „Við fögnum öllum framboðum sem koma. Það má ekki gleyma því að við erum að ræða um formanninn núna. Ég hvet aðila úr hreyfingunni í að bjóða sig fram til stjórnar KSÍ. Það hefur verið fólk á útleið þar, við erum að tapa ákveðinni þekkingu. Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins og ég hvet sem flesta til að bjóða sig fram þannig við höfum val þar í kosningunum,“ sagði Sævar að endingu. Klippa: Viðtal við Sævar Pétursson: Frambjóðanda til formanns Knattspyrnusambands Íslands
Fótbolti KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira