Vanda segir ekki rétt að KSÍ eigi nóg af pening og skorar á ríkið að koma með veglegt framlag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. febrúar 2022 07:01 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, furðar sig á að enn eitt árið fái KSÍ ekki krónu úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Sambandið hefur sótt um styrki síðustu ár en ekkert fengið. „Við erum mjög ósátt og sóttum um núna enda er EM kvenna – við erum að fara í úrslitakeppni og þetta gæti orðið stærsti viðburður í sögu kvennaíþróttanna. Það kæmi mér ekki á óvart.“ „Við viljum ekki fara í slag við hin sérsamböndin, það er ekki tilgangurinn með þessu. Við viljum að sjóðurinn verði stækkaður og við viljum að allir sem uppfylla skilyrði um að fá styrki fái styrki. Ég verð mjög fegin þegar Frjálsíþrótta-, Fimleikasambandið eða hver sem er fær styrk.“ Að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við. „En mér finnst að við eigum líka að fá styrk því við erum líka með afreksstaf og þetta eru peningar úr ríkissjóði. Við erum vissulega með mikla veltu en við erum líka langstærst og langfjölmennust.“ „Þetta að KSÍ á nóg af pening er bara ekkert rétt. Það hefur kannski einhvern tímann verið en síðasta ár hefur verið rekið í tapi og við erum núna í þessari viku mjög í mjög sársaukafullum aðgerðum og niðurskurði á stórum og flottum verkefnum þannig að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við.“ „Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir?“ „Er þetta ekki jafnréttismál. Við erum að fara með kvennalandsliðið okkar á EM í sumar og kostnaðurinn við að fara á svona mót er mjög mikill. Það sem við fáum frá UEFA (Knattspyrnusambandi Evrópu) nær engan veginn upp í kostnaðinn. Þetta kostar KSÍ tugi milljóna, má skilja okkur eftir í afrekssjóði? Ég beini þeirri spurningu til ÍSÍ og ríkisvaldsins.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn „Það er þannig. Við vorum að taka saman kostnaðinn okkar vegna Covid. Hann – bara út af Covid – er yfir 200 milljónir. Þá er ég ekki einu sinni búin að minnast á félögin í landinu. Ég held að allir í íþróttahreyfingunni séu þakklát fyrir þessa miklu aukningu sem hefur verið en við höfum verið miklir eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að afreksstarfi þannig því hærra því betra.“ „Ég tek undir með Hannesi (S. Jónssyni, formanni KKÍ) félaga mínum hjá Körfuknattleikssambandinu, ég skora á ríkið að koma með veglegt framlag,“ sagði Vanda að endingu. Klippa: Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir? KSÍ Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
„Við erum mjög ósátt og sóttum um núna enda er EM kvenna – við erum að fara í úrslitakeppni og þetta gæti orðið stærsti viðburður í sögu kvennaíþróttanna. Það kæmi mér ekki á óvart.“ „Við viljum ekki fara í slag við hin sérsamböndin, það er ekki tilgangurinn með þessu. Við viljum að sjóðurinn verði stækkaður og við viljum að allir sem uppfylla skilyrði um að fá styrki fái styrki. Ég verð mjög fegin þegar Frjálsíþrótta-, Fimleikasambandið eða hver sem er fær styrk.“ Að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við. „En mér finnst að við eigum líka að fá styrk því við erum líka með afreksstaf og þetta eru peningar úr ríkissjóði. Við erum vissulega með mikla veltu en við erum líka langstærst og langfjölmennust.“ „Þetta að KSÍ á nóg af pening er bara ekkert rétt. Það hefur kannski einhvern tímann verið en síðasta ár hefur verið rekið í tapi og við erum núna í þessari viku mjög í mjög sársaukafullum aðgerðum og niðurskurði á stórum og flottum verkefnum þannig að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við.“ „Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir?“ „Er þetta ekki jafnréttismál. Við erum að fara með kvennalandsliðið okkar á EM í sumar og kostnaðurinn við að fara á svona mót er mjög mikill. Það sem við fáum frá UEFA (Knattspyrnusambandi Evrópu) nær engan veginn upp í kostnaðinn. Þetta kostar KSÍ tugi milljóna, má skilja okkur eftir í afrekssjóði? Ég beini þeirri spurningu til ÍSÍ og ríkisvaldsins.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn „Það er þannig. Við vorum að taka saman kostnaðinn okkar vegna Covid. Hann – bara út af Covid – er yfir 200 milljónir. Þá er ég ekki einu sinni búin að minnast á félögin í landinu. Ég held að allir í íþróttahreyfingunni séu þakklát fyrir þessa miklu aukningu sem hefur verið en við höfum verið miklir eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að afreksstarfi þannig því hærra því betra.“ „Ég tek undir með Hannesi (S. Jónssyni, formanni KKÍ) félaga mínum hjá Körfuknattleikssambandinu, ég skora á ríkið að koma með veglegt framlag,“ sagði Vanda að endingu. Klippa: Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir?
KSÍ Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira