Vanda segir ekki rétt að KSÍ eigi nóg af pening og skorar á ríkið að koma með veglegt framlag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. febrúar 2022 07:01 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, furðar sig á að enn eitt árið fái KSÍ ekki krónu úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Sambandið hefur sótt um styrki síðustu ár en ekkert fengið. „Við erum mjög ósátt og sóttum um núna enda er EM kvenna – við erum að fara í úrslitakeppni og þetta gæti orðið stærsti viðburður í sögu kvennaíþróttanna. Það kæmi mér ekki á óvart.“ „Við viljum ekki fara í slag við hin sérsamböndin, það er ekki tilgangurinn með þessu. Við viljum að sjóðurinn verði stækkaður og við viljum að allir sem uppfylla skilyrði um að fá styrki fái styrki. Ég verð mjög fegin þegar Frjálsíþrótta-, Fimleikasambandið eða hver sem er fær styrk.“ Að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við. „En mér finnst að við eigum líka að fá styrk því við erum líka með afreksstaf og þetta eru peningar úr ríkissjóði. Við erum vissulega með mikla veltu en við erum líka langstærst og langfjölmennust.“ „Þetta að KSÍ á nóg af pening er bara ekkert rétt. Það hefur kannski einhvern tímann verið en síðasta ár hefur verið rekið í tapi og við erum núna í þessari viku mjög í mjög sársaukafullum aðgerðum og niðurskurði á stórum og flottum verkefnum þannig að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við.“ „Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir?“ „Er þetta ekki jafnréttismál. Við erum að fara með kvennalandsliðið okkar á EM í sumar og kostnaðurinn við að fara á svona mót er mjög mikill. Það sem við fáum frá UEFA (Knattspyrnusambandi Evrópu) nær engan veginn upp í kostnaðinn. Þetta kostar KSÍ tugi milljóna, má skilja okkur eftir í afrekssjóði? Ég beini þeirri spurningu til ÍSÍ og ríkisvaldsins.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn „Það er þannig. Við vorum að taka saman kostnaðinn okkar vegna Covid. Hann – bara út af Covid – er yfir 200 milljónir. Þá er ég ekki einu sinni búin að minnast á félögin í landinu. Ég held að allir í íþróttahreyfingunni séu þakklát fyrir þessa miklu aukningu sem hefur verið en við höfum verið miklir eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að afreksstarfi þannig því hærra því betra.“ „Ég tek undir með Hannesi (S. Jónssyni, formanni KKÍ) félaga mínum hjá Körfuknattleikssambandinu, ég skora á ríkið að koma með veglegt framlag,“ sagði Vanda að endingu. Klippa: Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir? KSÍ Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira
„Við erum mjög ósátt og sóttum um núna enda er EM kvenna – við erum að fara í úrslitakeppni og þetta gæti orðið stærsti viðburður í sögu kvennaíþróttanna. Það kæmi mér ekki á óvart.“ „Við viljum ekki fara í slag við hin sérsamböndin, það er ekki tilgangurinn með þessu. Við viljum að sjóðurinn verði stækkaður og við viljum að allir sem uppfylla skilyrði um að fá styrki fái styrki. Ég verð mjög fegin þegar Frjálsíþrótta-, Fimleikasambandið eða hver sem er fær styrk.“ Að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við. „En mér finnst að við eigum líka að fá styrk því við erum líka með afreksstaf og þetta eru peningar úr ríkissjóði. Við erum vissulega með mikla veltu en við erum líka langstærst og langfjölmennust.“ „Þetta að KSÍ á nóg af pening er bara ekkert rétt. Það hefur kannski einhvern tímann verið en síðasta ár hefur verið rekið í tapi og við erum núna í þessari viku mjög í mjög sársaukafullum aðgerðum og niðurskurði á stórum og flottum verkefnum þannig að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við.“ „Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir?“ „Er þetta ekki jafnréttismál. Við erum að fara með kvennalandsliðið okkar á EM í sumar og kostnaðurinn við að fara á svona mót er mjög mikill. Það sem við fáum frá UEFA (Knattspyrnusambandi Evrópu) nær engan veginn upp í kostnaðinn. Þetta kostar KSÍ tugi milljóna, má skilja okkur eftir í afrekssjóði? Ég beini þeirri spurningu til ÍSÍ og ríkisvaldsins.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn „Það er þannig. Við vorum að taka saman kostnaðinn okkar vegna Covid. Hann – bara út af Covid – er yfir 200 milljónir. Þá er ég ekki einu sinni búin að minnast á félögin í landinu. Ég held að allir í íþróttahreyfingunni séu þakklát fyrir þessa miklu aukningu sem hefur verið en við höfum verið miklir eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að afreksstarfi þannig því hærra því betra.“ „Ég tek undir með Hannesi (S. Jónssyni, formanni KKÍ) félaga mínum hjá Körfuknattleikssambandinu, ég skora á ríkið að koma með veglegt framlag,“ sagði Vanda að endingu. Klippa: Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir?
KSÍ Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira