Bikarmeistarar Leicester úr leik eftir afhroð í Skírisskógi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2022 18:01 Joe Worrall að stanga knöttinn í netið. Alex Livesey/Getty Images Nottingham Forest frá Skírisskógi gerði sér lítið fyrir og pakkaði bikarmeisturum Leicester City saman í 32-liða úrslitum FA-bikarsins. Lokatölur í Nottingham 4-1 heimamönnum í vil. Nottingham Forest voru sýnd veiði en ekki gefin fyrir bikarmeistara Leicester eftir að hafa slegið Arsenal út í 3. umferð FA-bikarsins. Þó Brendan Rodgers, þjálfari Leicester, hafi gert nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu óraði engum fyrir hvernig leikur dagsins myndi þróast. Tvö mörk með stuttu millibili um miðbik fyrri hálfleiks lögðu grunninn að frábærum sigri Forest. Hinn danski Philip Zinckernagel kom heimamönnum yfir eftir að boltinn barst til hans eftir skalla Keinan Davis á 23. mínútu leiksins. The City Ground has erupted Could @NFFC be about to upset the holders #EmiratesFACup pic.twitter.com/HxEdIvoDF6— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Örskömmu síðar var staðan orðin 2-0. Heimamenn unnu boltann strax eftir miðju bikarmeistaranna og allt í einu var Brennan Johnson óvænt einn gegn Danny Ward, markverði Leicester, hann skoraði af öryggi og stuðningsfólk heimamanan ærðist af fögnuði. IT'S THE STAR BOY Brennan Johnson has scored straight from kick-off! @NFFC #EmiratesFACup pic.twitter.com/gQMZoxyBln— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Ekki löngu síðar, eða á 32. mínútu leiksins, var staðan orðin 3-0. Að þessu sinni var það Joe Worrall sem var réttur maður á réttum stað eftir hornspyrnu James Garner. Skömmu fyrir hálfleik fengu gestirnir líflínu eftir að Brice Samba, markvörður Forest, fór í skógarhlaup og Kelechi Iheanacho náði að renna boltanum í netið, staðan 3-1 í hálfleik. Squeezed in from a tight angle by @67Kelechi #EmiratesFACup pic.twitter.com/LhFZjY3S6C— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Sú litla von sem Leicester hafði hvarf eftir klukkutíma leik. Djed Spence skoraði þá eftir frábæra stungusendingu Zinckernagel og staðan orðin 4-1. ARE YOU NOT ENTERTAINED!?@DjedSpence is a special player.#EmiratesFACup pic.twitter.com/4nUgW7zaSB— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Reyndust það lokatölur leiksins og Nottingham Forest komið áfram í 16-liða úrslit FA-bikarsins þar sem liðið mætir Huddersfield Town. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dregið í 16-liða úrslit FA-bikarsins: Chelsea og City heimsækja B-deildarlið Nú rétt í þessu var dregið í fimmtu umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarsins. Nokkrar áhugaverðar viðureignir eru á dagskrá, en 16-liða úrslitin bjóða í mesta lagi upp á tvo úrvalsdeildarslagi. 6. febrúar 2022 11:59 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Nottingham Forest voru sýnd veiði en ekki gefin fyrir bikarmeistara Leicester eftir að hafa slegið Arsenal út í 3. umferð FA-bikarsins. Þó Brendan Rodgers, þjálfari Leicester, hafi gert nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu óraði engum fyrir hvernig leikur dagsins myndi þróast. Tvö mörk með stuttu millibili um miðbik fyrri hálfleiks lögðu grunninn að frábærum sigri Forest. Hinn danski Philip Zinckernagel kom heimamönnum yfir eftir að boltinn barst til hans eftir skalla Keinan Davis á 23. mínútu leiksins. The City Ground has erupted Could @NFFC be about to upset the holders #EmiratesFACup pic.twitter.com/HxEdIvoDF6— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Örskömmu síðar var staðan orðin 2-0. Heimamenn unnu boltann strax eftir miðju bikarmeistaranna og allt í einu var Brennan Johnson óvænt einn gegn Danny Ward, markverði Leicester, hann skoraði af öryggi og stuðningsfólk heimamanan ærðist af fögnuði. IT'S THE STAR BOY Brennan Johnson has scored straight from kick-off! @NFFC #EmiratesFACup pic.twitter.com/gQMZoxyBln— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Ekki löngu síðar, eða á 32. mínútu leiksins, var staðan orðin 3-0. Að þessu sinni var það Joe Worrall sem var réttur maður á réttum stað eftir hornspyrnu James Garner. Skömmu fyrir hálfleik fengu gestirnir líflínu eftir að Brice Samba, markvörður Forest, fór í skógarhlaup og Kelechi Iheanacho náði að renna boltanum í netið, staðan 3-1 í hálfleik. Squeezed in from a tight angle by @67Kelechi #EmiratesFACup pic.twitter.com/LhFZjY3S6C— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Sú litla von sem Leicester hafði hvarf eftir klukkutíma leik. Djed Spence skoraði þá eftir frábæra stungusendingu Zinckernagel og staðan orðin 4-1. ARE YOU NOT ENTERTAINED!?@DjedSpence is a special player.#EmiratesFACup pic.twitter.com/4nUgW7zaSB— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Reyndust það lokatölur leiksins og Nottingham Forest komið áfram í 16-liða úrslit FA-bikarsins þar sem liðið mætir Huddersfield Town. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dregið í 16-liða úrslit FA-bikarsins: Chelsea og City heimsækja B-deildarlið Nú rétt í þessu var dregið í fimmtu umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarsins. Nokkrar áhugaverðar viðureignir eru á dagskrá, en 16-liða úrslitin bjóða í mesta lagi upp á tvo úrvalsdeildarslagi. 6. febrúar 2022 11:59 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Dregið í 16-liða úrslit FA-bikarsins: Chelsea og City heimsækja B-deildarlið Nú rétt í þessu var dregið í fimmtu umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarsins. Nokkrar áhugaverðar viðureignir eru á dagskrá, en 16-liða úrslitin bjóða í mesta lagi upp á tvo úrvalsdeildarslagi. 6. febrúar 2022 11:59