Atalanta missteig sig í baráttunni um Meistaradeildarsæti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. febrúar 2022 13:28 Juan Musso, markvörður Atalanta, fékk að líta beint rautt spjald í dag. Jonathan Moscrop/Getty Images Atalanta missteig sig í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu er liðið tók á móti fallbaráttuliði Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur urðu 2-1, en sigurinn lyfti Cagliari upp úr fallsæti. Hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn fyrir hálfleikshléið og því var staðan 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir í Cagliari tóku þó forystuna snemma í síðari hálfleik með marki frá Gaston Pereiro eftir stoðsendingu frá Dalbert. Ekki batnaði staðan fyrir heimamenn á 53. mínútu þegar Juan Musso, markvörður Atalanta, nældi sér í beint rautt spjald fyrir að brjóta á Gaston Pereiro útan vítateigs þegar sá síðarnefndi var sloppinn einn í gegn. Liðsmenn Atalanta þurftu því að leika seinustu 40 mínútur leiksins manni færri. Það kom þó ekki í veg fyrir það að það voru þeir sem skoruðu næsta mark. Þar var að verki Jose Luis Palomino þegar hann skallaði frákast eftir skot frá Duvan Zapata í netið á 64. mínútu. Staðan var þó ekki jöfn lengi því að aðeins fjórum mínútum síðar tóku gestirnir forystuna á ný með öðru marki frá Gaston Pereiro, en það reyndist seinasta mark leiksins. Niðurstaðan varð því 2-1 sigur Cagliari sem lyfti sér upp úr fallsæti með sigrinum. Liðið situr nú í 17. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 24 leiki, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. Atalanta situr hins vegar enn í fjórða sæti deildarinnar með 43 stig eftir 23 leiki, aðeins einu stigi fyrir ofan Juventus sem getur lyft sér upp fyrir Atalanta með sigri gegn Verona í kvöld. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Ítalski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira
Hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn fyrir hálfleikshléið og því var staðan 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir í Cagliari tóku þó forystuna snemma í síðari hálfleik með marki frá Gaston Pereiro eftir stoðsendingu frá Dalbert. Ekki batnaði staðan fyrir heimamenn á 53. mínútu þegar Juan Musso, markvörður Atalanta, nældi sér í beint rautt spjald fyrir að brjóta á Gaston Pereiro útan vítateigs þegar sá síðarnefndi var sloppinn einn í gegn. Liðsmenn Atalanta þurftu því að leika seinustu 40 mínútur leiksins manni færri. Það kom þó ekki í veg fyrir það að það voru þeir sem skoruðu næsta mark. Þar var að verki Jose Luis Palomino þegar hann skallaði frákast eftir skot frá Duvan Zapata í netið á 64. mínútu. Staðan var þó ekki jöfn lengi því að aðeins fjórum mínútum síðar tóku gestirnir forystuna á ný með öðru marki frá Gaston Pereiro, en það reyndist seinasta mark leiksins. Niðurstaðan varð því 2-1 sigur Cagliari sem lyfti sér upp úr fallsæti með sigrinum. Liðið situr nú í 17. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 24 leiki, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. Atalanta situr hins vegar enn í fjórða sæti deildarinnar með 43 stig eftir 23 leiki, aðeins einu stigi fyrir ofan Juventus sem getur lyft sér upp fyrir Atalanta með sigri gegn Verona í kvöld. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Ítalski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira