Endugerðu flísgallann frá vetrarólympíuleikunum 1998 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 13:00 Til vinstri má sjá Sturlu Snæ Snorrason A-landsliðsmann í alpgreinum sem keppir nú á vetrarólympíuleikunum í Peking. Til hægri má sjá Kristinn Björnsson landsliðsmann á vetrarólympíuleikunum í Naganó 1998. Samsett mynd Íslenski fataframleiðandinn 66°Norður frumsýndi í dag nýjan Kríu flísgalla, sem er endurgerð á galla sem var sérstaklega framleiddur og hannaður fyrir íslensku keppendurna á vetrarólympíuleikunum í Nagano árið 1998. Vetrarólympíuleikarnir 2022 voru settir í Peking í hádeginu í dag og stendur setningarathöfnin nú enn yfir. 66°Norður er samstarfsaðili Ólympíuliðs Íslands 2022 og Skíðasambands Íslands og stykir landsliðið með fatnað á leikunum. Mun íslenska skíðalandsliðið klæðast fatnaði frá fyrirtækinu á leikunum í ár, þó ekki þessum endurgerða galla. Sturla Snær Snorrason A-landsliðsmaður í alpgreinum sést hér í nýja gallanum en hann var einnig fánaberi Íslands á opnunarathöfninni í Peking rétt í þessu ásamt skíðagöngukonunni Kristrúnu Guðnadóttur. Sturla Snær Snorrason.66°Norður Fimm Íslendingar keppa á leikunum í þetta skiptið. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, alpagreinar kvenna – svig, stórsvig og risasvig, Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig, Kristrún Guðnadóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga, Snorri Einarsson, skíðaganga karla – 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð), liðakeppni í sprettgöngu og Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu. Þeir Sturla Snær, Snorri og Isak voru allir á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang fyrir fjórum árum en Hólmfríður Dóra og Kristrún fara nú á sína fyrstu leika. Íslenski hópurinn á setningarathöfninni rétt í þessu. Viðburðurinn hófst klukkan 12 að íslenskum tíma.Getty/Maddie Meyer „Kríu vörulínan byggir á sígildri hönnun sem náði miklum vinsældum hér á landi á tíunda áratugnum. Á jakkanum er hár kragi sem er hægt að renna upp í háls og tveir góðir vasar. Á buxunum er vatnsfráhrindandi efni á hnjám og að aftan. Gallinn er framleiddur úr afgangsefni sem fallið hefur til í framleiðslu og kemur því takmörkuðu magni. Gallinn er stór í sniði og kemur í rauðu og svörtu.“ Frá setningu leikanna fyrr í dag.Getty/ Lintao Zhang Uppfært 13:10 Í fyrstu útgáfu fréttar kom fram að landsliðið myndi keppa í þessum endurgerða galla á leikunum en það rétta er að þau keppa í fatnaði frá 66°Norður en ekki þessum ákveðna galla. Tíska og hönnun Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02 Engir íslenskir ráðamenn halda utan vegna Vetrarólympíuleikanna Engir íslenskir ráðamenn mun fara frá Íslandi til þess að sækja Vetrarólympíuleikana í Peking í Kína sem hefjast á morgun og standa til 20. febrúar. 3. febrúar 2022 06:24 Fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Peking Nú er orðið ljóst hvaða fimm Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking í næsta mánuði. Þrír þeirra keppa í skíðagöngu og tveir í alpagreinum. 21. janúar 2022 12:34 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Vetrarólympíuleikarnir 2022 voru settir í Peking í hádeginu í dag og stendur setningarathöfnin nú enn yfir. 66°Norður er samstarfsaðili Ólympíuliðs Íslands 2022 og Skíðasambands Íslands og stykir landsliðið með fatnað á leikunum. Mun íslenska skíðalandsliðið klæðast fatnaði frá fyrirtækinu á leikunum í ár, þó ekki þessum endurgerða galla. Sturla Snær Snorrason A-landsliðsmaður í alpgreinum sést hér í nýja gallanum en hann var einnig fánaberi Íslands á opnunarathöfninni í Peking rétt í þessu ásamt skíðagöngukonunni Kristrúnu Guðnadóttur. Sturla Snær Snorrason.66°Norður Fimm Íslendingar keppa á leikunum í þetta skiptið. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, alpagreinar kvenna – svig, stórsvig og risasvig, Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig, Kristrún Guðnadóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga, Snorri Einarsson, skíðaganga karla – 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð), liðakeppni í sprettgöngu og Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu. Þeir Sturla Snær, Snorri og Isak voru allir á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang fyrir fjórum árum en Hólmfríður Dóra og Kristrún fara nú á sína fyrstu leika. Íslenski hópurinn á setningarathöfninni rétt í þessu. Viðburðurinn hófst klukkan 12 að íslenskum tíma.Getty/Maddie Meyer „Kríu vörulínan byggir á sígildri hönnun sem náði miklum vinsældum hér á landi á tíunda áratugnum. Á jakkanum er hár kragi sem er hægt að renna upp í háls og tveir góðir vasar. Á buxunum er vatnsfráhrindandi efni á hnjám og að aftan. Gallinn er framleiddur úr afgangsefni sem fallið hefur til í framleiðslu og kemur því takmörkuðu magni. Gallinn er stór í sniði og kemur í rauðu og svörtu.“ Frá setningu leikanna fyrr í dag.Getty/ Lintao Zhang Uppfært 13:10 Í fyrstu útgáfu fréttar kom fram að landsliðið myndi keppa í þessum endurgerða galla á leikunum en það rétta er að þau keppa í fatnaði frá 66°Norður en ekki þessum ákveðna galla.
Tíska og hönnun Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02 Engir íslenskir ráðamenn halda utan vegna Vetrarólympíuleikanna Engir íslenskir ráðamenn mun fara frá Íslandi til þess að sækja Vetrarólympíuleikana í Peking í Kína sem hefjast á morgun og standa til 20. febrúar. 3. febrúar 2022 06:24 Fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Peking Nú er orðið ljóst hvaða fimm Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking í næsta mánuði. Þrír þeirra keppa í skíðagöngu og tveir í alpagreinum. 21. janúar 2022 12:34 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02
Engir íslenskir ráðamenn halda utan vegna Vetrarólympíuleikanna Engir íslenskir ráðamenn mun fara frá Íslandi til þess að sækja Vetrarólympíuleikana í Peking í Kína sem hefjast á morgun og standa til 20. febrúar. 3. febrúar 2022 06:24
Fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Peking Nú er orðið ljóst hvaða fimm Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking í næsta mánuði. Þrír þeirra keppa í skíðagöngu og tveir í alpagreinum. 21. janúar 2022 12:34