Segja neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og krefjast aðgerða vegna verðbólgu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. febrúar 2022 15:02 ASÍ segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Miðstjórn ASÍ segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaðnum og krefst þess að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem verst verða fyrir barðinu á verðbólgunni, sem nú mælist. Greint var frá því að verðbólga hafi aukist gríðarlega og mælist nú 5,7% á ársgrundvelli og hefur ekki verið meiri síðan árið 2012. Margir þættir eru sagðir þar að verki: húsnæðisverð sem aldrei hafi verið hærra, innflutt vara og þjónusta hækkar sökum áhrifa kórónuveirufaraldursins og þjónustugjöld og álög ríkis og sveitarfélaga hækka sömuleiðis. Miðstórn ASÍ segir í ályktun sem hún sendir frá sér að athygli veki að hækkun verðbólgu komi verst við láglaunafólk og þá hópa sem höllum fæti standi í samfélaginu. Í þeim hópi séu einstæðir foreldrar, leigjendur, ungt fólk, innflytjendur, öryrkjar og hluti ellilífeyrisþega. „Þeim fjölgar sem búa við sligandi húsnæðiskostnað vegna vaxtahækkana, áhrifa á verðtryggð lán og vísitölubundna leigusamninga. Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi. Þessa stöðu má rekja til hagstjórnarmistaka stjórnvalda og niðurlagningar húsnæðisbótakerfisins í þeirri mynd sem það var,“ segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. Segja að bönkunum beri að draga úr arðsemiskröfum Hún segist krefjast þess að ríkisstjórnin grípi tafarlaust til aðgerða til að milda höggið fyrir heimilin í landinu. Ríkisstjórnin geri það meðal annars með því að; endurræsa tilfærslukerfin, að minnsta kosti tímabundið, og taka upp vaxtabætur til húsnæðiseigenda, húsaleigubætur fyrir leigjendur og raunverulegan stuðning við barnafjölskyldur; tkaa upp vísitölu til verðtryggingar sem undanskilur húsnæðisliðinn; setja þak á húsaleigu; og ríki og sveitarfélög dragi úr opinberum álögum. Hún segir að samhliða þessu beri bönkunum að draga úr arðsemiskröfu sinni og óhóflegum vaxtamuni til að minnka verðbólguþrýsting. „Verslanir með nauðsynjavöru þurfa jafnframt eftir fremsta megni að halda að sér höndunum í verðhækkunum og fjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, þurfa að gæta hófsemi í arðsemisvæntingum,“ segir í ályktuninni. „Miðstjórn ASÍ krefst þess að stjórnvöld leggi fram aðgerðaáætlun og staðfesti þannig að margnefnd áform þeirra um stöðugleika séu ekki öðru fremur loforð um kyrrstöðu og verkleysi. Ef ekki verður gripið til aðgerða strax mun það leiða til ófremdarástands sem mun hafa rík áhrif á kjaraviðræður næstkomandi vetur.“ Efnahagsmál Kjaramál Húsnæðismál Íslenska krónan Verðlag Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Langflestir telja taumhald peningastefnunnar of laust Mikill meirihluti markaðsaðila á skuldabréfamarkaði telur að taumhald peningastefnu Seðlabanka Íslands sé of laust um þessar mundir, eða 76 prósent aðspurðra, samkvæmt nýrri könnun bankans. Í nóvember var hlutfallið 56 prósent. 2. febrúar 2022 10:32 Stjórnvöld þurfi að grípa hratt inn í ástandið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórnvöld verði að grípa hratt inn í vegna ástandsins á húsnæðismarkaði hér á landi. 31. janúar 2022 20:51 Svanhildur Hólm: Er ASÍ að hvetja til uppsagna? Tólf mánaða verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið hærri í um áratug. Ljóst er að hækkandi verðbólga mun hafa áhrif á kjör landsmanna, vaxatastig Seðlabankans – og ekki síður á gerð kjarasamninga síðar á árinu. 1. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Sjá meira
Greint var frá því að verðbólga hafi aukist gríðarlega og mælist nú 5,7% á ársgrundvelli og hefur ekki verið meiri síðan árið 2012. Margir þættir eru sagðir þar að verki: húsnæðisverð sem aldrei hafi verið hærra, innflutt vara og þjónusta hækkar sökum áhrifa kórónuveirufaraldursins og þjónustugjöld og álög ríkis og sveitarfélaga hækka sömuleiðis. Miðstórn ASÍ segir í ályktun sem hún sendir frá sér að athygli veki að hækkun verðbólgu komi verst við láglaunafólk og þá hópa sem höllum fæti standi í samfélaginu. Í þeim hópi séu einstæðir foreldrar, leigjendur, ungt fólk, innflytjendur, öryrkjar og hluti ellilífeyrisþega. „Þeim fjölgar sem búa við sligandi húsnæðiskostnað vegna vaxtahækkana, áhrifa á verðtryggð lán og vísitölubundna leigusamninga. Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi. Þessa stöðu má rekja til hagstjórnarmistaka stjórnvalda og niðurlagningar húsnæðisbótakerfisins í þeirri mynd sem það var,“ segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. Segja að bönkunum beri að draga úr arðsemiskröfum Hún segist krefjast þess að ríkisstjórnin grípi tafarlaust til aðgerða til að milda höggið fyrir heimilin í landinu. Ríkisstjórnin geri það meðal annars með því að; endurræsa tilfærslukerfin, að minnsta kosti tímabundið, og taka upp vaxtabætur til húsnæðiseigenda, húsaleigubætur fyrir leigjendur og raunverulegan stuðning við barnafjölskyldur; tkaa upp vísitölu til verðtryggingar sem undanskilur húsnæðisliðinn; setja þak á húsaleigu; og ríki og sveitarfélög dragi úr opinberum álögum. Hún segir að samhliða þessu beri bönkunum að draga úr arðsemiskröfu sinni og óhóflegum vaxtamuni til að minnka verðbólguþrýsting. „Verslanir með nauðsynjavöru þurfa jafnframt eftir fremsta megni að halda að sér höndunum í verðhækkunum og fjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, þurfa að gæta hófsemi í arðsemisvæntingum,“ segir í ályktuninni. „Miðstjórn ASÍ krefst þess að stjórnvöld leggi fram aðgerðaáætlun og staðfesti þannig að margnefnd áform þeirra um stöðugleika séu ekki öðru fremur loforð um kyrrstöðu og verkleysi. Ef ekki verður gripið til aðgerða strax mun það leiða til ófremdarástands sem mun hafa rík áhrif á kjaraviðræður næstkomandi vetur.“
Efnahagsmál Kjaramál Húsnæðismál Íslenska krónan Verðlag Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Langflestir telja taumhald peningastefnunnar of laust Mikill meirihluti markaðsaðila á skuldabréfamarkaði telur að taumhald peningastefnu Seðlabanka Íslands sé of laust um þessar mundir, eða 76 prósent aðspurðra, samkvæmt nýrri könnun bankans. Í nóvember var hlutfallið 56 prósent. 2. febrúar 2022 10:32 Stjórnvöld þurfi að grípa hratt inn í ástandið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórnvöld verði að grípa hratt inn í vegna ástandsins á húsnæðismarkaði hér á landi. 31. janúar 2022 20:51 Svanhildur Hólm: Er ASÍ að hvetja til uppsagna? Tólf mánaða verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið hærri í um áratug. Ljóst er að hækkandi verðbólga mun hafa áhrif á kjör landsmanna, vaxatastig Seðlabankans – og ekki síður á gerð kjarasamninga síðar á árinu. 1. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Sjá meira
Langflestir telja taumhald peningastefnunnar of laust Mikill meirihluti markaðsaðila á skuldabréfamarkaði telur að taumhald peningastefnu Seðlabanka Íslands sé of laust um þessar mundir, eða 76 prósent aðspurðra, samkvæmt nýrri könnun bankans. Í nóvember var hlutfallið 56 prósent. 2. febrúar 2022 10:32
Stjórnvöld þurfi að grípa hratt inn í ástandið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórnvöld verði að grípa hratt inn í vegna ástandsins á húsnæðismarkaði hér á landi. 31. janúar 2022 20:51
Svanhildur Hólm: Er ASÍ að hvetja til uppsagna? Tólf mánaða verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið hærri í um áratug. Ljóst er að hækkandi verðbólga mun hafa áhrif á kjör landsmanna, vaxatastig Seðlabankans – og ekki síður á gerð kjarasamninga síðar á árinu. 1. febrúar 2022 10:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent