Guðni í smitgát og Elísa í sóttkví eftir að sonur þeirra greindist Atli Ísleifsson skrifar 2. febrúar 2022 08:33 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er kominn í smitgát og Eliza Reid forsetafrú í sóttkví eftir að sonur þeirra hjóna greindist með kórónuveiruna. Þetta kemur fram í færslu forsetans á Facebook. Guðni segir að sonur þeirra sé eldhress og geti verið í einangrun heima á Bessastöðum. „Sjálfur er ég í smitgát eins og forsætisráðherra, þríbólusettur. Ýmsa fundi er unnt að halda með stafrænum hætti en ekki er ráð að vera í margmenni og því þarf að fresta merkum viðburði sem til stóð að halda á morgun, veitingu nýsköpunarverðlauna forseta,“ segir forsetinn, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi einmitt frá því í gær að hún væri komin í smitgát vegna kórónuveirusmits á heimilinu. „Eliza Reid þarf að vera í sóttkví ásamt hinum börnunum þar sem hún fékk Jansen-bóluefni og aðeins er vika liðin frá þriðja skammti hennar. Við hjónin færum öllum, sem nú eru veik af veirunni, batakveðjur. Sömuleiðis fær allt fólk í sóttkví, einangrun eða smitgát góðar kveðjur. Smitrakningarteymið öfluga hefur sent spurningalista og fylgst með líðan stráksa. Allt er það mjög fagmannlega gert og við lýsum enn aðdáun okkar og þakklæti í garð heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem hafa staðið veiruvaktina í rúm tvö ár. Núna virðist hilla undir lok þeirra róttæku aðgerða sem grípa þurfti til í heimsfaraldrinum. Við þreyjum þorrann en vonandi getum við bráðum litið um öxl, strokið um frjálst höfuð og sagt: Ekki fór allt alveg eins og best var á kosið en okkur tókst þetta samt,“ segir Guðni í færslunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Forsætisráðherra í smitgát á afmælisdaginn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í smitgát vegna kórónuveirunnar, eftir að sonur hennar fékk jákvæða niðurstöðu úr heimaprófi. Frá þessu greinir Katrín á Facebook, en hún á afmæli í dag. 1. febrúar 2022 18:21 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu forsetans á Facebook. Guðni segir að sonur þeirra sé eldhress og geti verið í einangrun heima á Bessastöðum. „Sjálfur er ég í smitgát eins og forsætisráðherra, þríbólusettur. Ýmsa fundi er unnt að halda með stafrænum hætti en ekki er ráð að vera í margmenni og því þarf að fresta merkum viðburði sem til stóð að halda á morgun, veitingu nýsköpunarverðlauna forseta,“ segir forsetinn, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi einmitt frá því í gær að hún væri komin í smitgát vegna kórónuveirusmits á heimilinu. „Eliza Reid þarf að vera í sóttkví ásamt hinum börnunum þar sem hún fékk Jansen-bóluefni og aðeins er vika liðin frá þriðja skammti hennar. Við hjónin færum öllum, sem nú eru veik af veirunni, batakveðjur. Sömuleiðis fær allt fólk í sóttkví, einangrun eða smitgát góðar kveðjur. Smitrakningarteymið öfluga hefur sent spurningalista og fylgst með líðan stráksa. Allt er það mjög fagmannlega gert og við lýsum enn aðdáun okkar og þakklæti í garð heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem hafa staðið veiruvaktina í rúm tvö ár. Núna virðist hilla undir lok þeirra róttæku aðgerða sem grípa þurfti til í heimsfaraldrinum. Við þreyjum þorrann en vonandi getum við bráðum litið um öxl, strokið um frjálst höfuð og sagt: Ekki fór allt alveg eins og best var á kosið en okkur tókst þetta samt,“ segir Guðni í færslunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Forsætisráðherra í smitgát á afmælisdaginn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í smitgát vegna kórónuveirunnar, eftir að sonur hennar fékk jákvæða niðurstöðu úr heimaprófi. Frá þessu greinir Katrín á Facebook, en hún á afmæli í dag. 1. febrúar 2022 18:21 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Forsætisráðherra í smitgát á afmælisdaginn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í smitgát vegna kórónuveirunnar, eftir að sonur hennar fékk jákvæða niðurstöðu úr heimaprófi. Frá þessu greinir Katrín á Facebook, en hún á afmæli í dag. 1. febrúar 2022 18:21