Látum verkin tala Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 2. febrúar 2022 07:30 Því er stundum haldið fram með réttu, að meirihluti Íslendinga eru jafnaðarmenn í hjarta. Vilja frelsi til athafna og jafnan rétt allra til náms, starfa og lífsgæða. Og rétta hjálparhönd til þeirra sem eiga á brattann að sækja. En þessi meirihluti landsmanna virðist hins vegar eiga með stundum erfitt að finna sér skjól, samhljóm í stjórnmálaflokkum, sem halda þessum gildum á lofti. Kosningaúrslit síðari ári, bæði á sveitarstjórnarstigi og í alþingiskosningum endurspegla þetta. Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur átt undir högg að sækja. Nú þarf að sækja fram. Ég var virkur í pólitík á árum áður. Var og er jafnaðarmaður, Hafnarfjarðarkrati. Hætti afskiptum af stjórnmálum, sáttur í hjarta og sneri mér að öðru – varð fulltrúi þjóðarinnar sem sendiherra Íslands í útlöndum. Það var þakklátt verkefni og skemmtilegt. Verk að vinna En heima er best. Það skynja langflestir Íslendingar, ekki síst þegar í harðbakkann slær. Það var mín reynsla, þegar ég var sendiherra Íslands á Indlandi og nærliggjandi löndum og Covid plágan byrjaði að geysa. Og ég og mitt samstarfsfólk reyndum að hjálpa fólki heim á leið. Og nú er ég alkominn heim í hýra Hafnarfjörðinn og langar að leggja gott til samfélagsins. Finnst það skylda mín að leggja mitt að mörkum. Þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram til forystu í Samfylkingunni í Hafnarfirði og freista þess að gera jafnaðarmenn að ráðandi afli í hafnfirskum stjórnmálum í komandi bæjarstjórnarkosningum í maí. Jafnaðarmenn voru um áratugaskeið akkerið í hafnfirskum stjórnmálaum og stóru umbæturnar og sigrarnir til hagsbóta fyrir bæjarbúa urðu þá til. Prófkjör í Samfylkingunni 12.febrúar næstkomandi leggur línur í því sambandi og ég óska eftir stuðningi í oddvitasæti, í 1.sætið. Jafnaðarmenn til forystu Eðlilega er ég spurður: Hvað viltu gera til að bæta bæjarhag? Mitt svar er einfalt: Allt sem nauðsynlegt er. Það er víða verk að vinna og undir stjórn Sjálfstæðisflokksins síðustu átta ár hefur Hafnarfjörður dregist aftur úr. Fólksfjölgun er engin, húsnæðisframboð lélegt, þjónustu leikskóla og grunnskóla þarf að bæta- bæði gagnvart nemendum og ekki síður starfsfólki. Fólk fær seint eða ekki svör frá bæjaryfirvöldum við umleitunum sínum. Það þarf að gera svo margt og víða. Það væri auðvelt að setja fram langan loforðalista; og lofa öllum allt. Ég mun ekki gera það, en ég vísa til minna fyrri starfa í pólitík, m.a. sem fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði. Og það verklag sem ég viðhafði og mun gera áfram. Ég vil standa við þau fyrirheit, sem ég gef. Ég vil láta verkin tala. Fái ég góðan stuðning til forystu í forvali Samfylkingarinnar 12.febrúar munu jafnaðarmenn leggja fram skýra valkosti og verkefnaskrá um endurbætur og uppbyggingu í Hafnarfirði í aðdraganda kosninganna í maí. Og við þau fyrirheit verður staðið verði Samfylkingin kölluð til verka í kosningunum. Áfram Hafnarfjörður með jafnaðarmönnum! Látum verkin tala! Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Guðmundur Árni Stefánsson Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Því er stundum haldið fram með réttu, að meirihluti Íslendinga eru jafnaðarmenn í hjarta. Vilja frelsi til athafna og jafnan rétt allra til náms, starfa og lífsgæða. Og rétta hjálparhönd til þeirra sem eiga á brattann að sækja. En þessi meirihluti landsmanna virðist hins vegar eiga með stundum erfitt að finna sér skjól, samhljóm í stjórnmálaflokkum, sem halda þessum gildum á lofti. Kosningaúrslit síðari ári, bæði á sveitarstjórnarstigi og í alþingiskosningum endurspegla þetta. Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur átt undir högg að sækja. Nú þarf að sækja fram. Ég var virkur í pólitík á árum áður. Var og er jafnaðarmaður, Hafnarfjarðarkrati. Hætti afskiptum af stjórnmálum, sáttur í hjarta og sneri mér að öðru – varð fulltrúi þjóðarinnar sem sendiherra Íslands í útlöndum. Það var þakklátt verkefni og skemmtilegt. Verk að vinna En heima er best. Það skynja langflestir Íslendingar, ekki síst þegar í harðbakkann slær. Það var mín reynsla, þegar ég var sendiherra Íslands á Indlandi og nærliggjandi löndum og Covid plágan byrjaði að geysa. Og ég og mitt samstarfsfólk reyndum að hjálpa fólki heim á leið. Og nú er ég alkominn heim í hýra Hafnarfjörðinn og langar að leggja gott til samfélagsins. Finnst það skylda mín að leggja mitt að mörkum. Þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram til forystu í Samfylkingunni í Hafnarfirði og freista þess að gera jafnaðarmenn að ráðandi afli í hafnfirskum stjórnmálum í komandi bæjarstjórnarkosningum í maí. Jafnaðarmenn voru um áratugaskeið akkerið í hafnfirskum stjórnmálaum og stóru umbæturnar og sigrarnir til hagsbóta fyrir bæjarbúa urðu þá til. Prófkjör í Samfylkingunni 12.febrúar næstkomandi leggur línur í því sambandi og ég óska eftir stuðningi í oddvitasæti, í 1.sætið. Jafnaðarmenn til forystu Eðlilega er ég spurður: Hvað viltu gera til að bæta bæjarhag? Mitt svar er einfalt: Allt sem nauðsynlegt er. Það er víða verk að vinna og undir stjórn Sjálfstæðisflokksins síðustu átta ár hefur Hafnarfjörður dregist aftur úr. Fólksfjölgun er engin, húsnæðisframboð lélegt, þjónustu leikskóla og grunnskóla þarf að bæta- bæði gagnvart nemendum og ekki síður starfsfólki. Fólk fær seint eða ekki svör frá bæjaryfirvöldum við umleitunum sínum. Það þarf að gera svo margt og víða. Það væri auðvelt að setja fram langan loforðalista; og lofa öllum allt. Ég mun ekki gera það, en ég vísa til minna fyrri starfa í pólitík, m.a. sem fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði. Og það verklag sem ég viðhafði og mun gera áfram. Ég vil standa við þau fyrirheit, sem ég gef. Ég vil láta verkin tala. Fái ég góðan stuðning til forystu í forvali Samfylkingarinnar 12.febrúar munu jafnaðarmenn leggja fram skýra valkosti og verkefnaskrá um endurbætur og uppbyggingu í Hafnarfirði í aðdraganda kosninganna í maí. Og við þau fyrirheit verður staðið verði Samfylkingin kölluð til verka í kosningunum. Áfram Hafnarfjörður með jafnaðarmönnum! Látum verkin tala! Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar