Yngsti ritstjóri landsins á höttunum eftir fréttariturum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 19:16 Auðunn Sölvi Hugason, yngsti ritstjóri landsins. Vísir/Egill Yngsti ritstjóri landsins, hinn tíu ára Auðunn Sölvi Hugason, ætlar að glæða fréttaflóruna með jákvæðum fréttum frá krökkum um allan heim. Hann stefnir á að verða leikari í framtíðinni en gæti hugsað sér að sinna blaðamennskunni í hlutastarfi. Auðuni Sölva er margt til lista lagt og hefur raunar nóg fyrir stafni enda náðum við aðeins að grípa hann stuttlega á milli æfinga í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann fer með hlutverk í leikritinu Umskiptingurinn. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Auðunn Sölvi stofnað glænýjan fjölmiðil, www.skolafrettir.is. „Fyrst var ég með lítið skólablað í skólanum mínum en svo fannst mér það ekki alveg nógu umhverfisvænt og þannig kom hugmyndin að byggja upp vef,“ segir hann, sem ætlar sér að hafa jákvæðnina að leiðarljósi. „Það er lítið af stríðum og covid og svoleiðis. Þetta verður jákvætt og glaðlegt,“ segir Auðunn, sem hefur ekki mikinn áhuga á að lesa fréttir en hefur gaman að því að skrifa þær. Finnst þér skemmtilegra að skrifa fréttir en lesa þær? „Jahá,“ svarar hann. Fréttamiðilinn opnaði Auðunn Sölvi í október en sökum annríkis hefur hann varla haft tíma til að segja vinum og bekkjarfélögum frá þessu nýja starfi. Hann segist með skipulagningu ná að halda öllum boltum á lofti en tekur fram að hann sé á höttunum eftir fleiri fréttariturum og hvetur áhugasama eindregið til að senda inn fréttir í gegnum netfangið skolafrettir@skolafrettir.is. „Með tímanum væri gaman að hafa bara krakka sem senda inn fréttir og jafnvel frá öðrum heimshornum. Eins og ég á vin sem er frá Ítalíu, hann myndi kannski vilja senda inn fréttir.“ Aðspurður segist hann ekki endilega viss um hvort hann ætli að leggja blaðamennskuna fyrir sig í framtíðinni. „Erfið spurning, en ætli ég vilji ekki verða leikari. Jafnvel einhver svona hálf-fréttaritari. En aðallega leikari.“ Skóla - og menntamál Fjölmiðlar Grunnskólar Krakkar Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Auðuni Sölva er margt til lista lagt og hefur raunar nóg fyrir stafni enda náðum við aðeins að grípa hann stuttlega á milli æfinga í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann fer með hlutverk í leikritinu Umskiptingurinn. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Auðunn Sölvi stofnað glænýjan fjölmiðil, www.skolafrettir.is. „Fyrst var ég með lítið skólablað í skólanum mínum en svo fannst mér það ekki alveg nógu umhverfisvænt og þannig kom hugmyndin að byggja upp vef,“ segir hann, sem ætlar sér að hafa jákvæðnina að leiðarljósi. „Það er lítið af stríðum og covid og svoleiðis. Þetta verður jákvætt og glaðlegt,“ segir Auðunn, sem hefur ekki mikinn áhuga á að lesa fréttir en hefur gaman að því að skrifa þær. Finnst þér skemmtilegra að skrifa fréttir en lesa þær? „Jahá,“ svarar hann. Fréttamiðilinn opnaði Auðunn Sölvi í október en sökum annríkis hefur hann varla haft tíma til að segja vinum og bekkjarfélögum frá þessu nýja starfi. Hann segist með skipulagningu ná að halda öllum boltum á lofti en tekur fram að hann sé á höttunum eftir fleiri fréttariturum og hvetur áhugasama eindregið til að senda inn fréttir í gegnum netfangið skolafrettir@skolafrettir.is. „Með tímanum væri gaman að hafa bara krakka sem senda inn fréttir og jafnvel frá öðrum heimshornum. Eins og ég á vin sem er frá Ítalíu, hann myndi kannski vilja senda inn fréttir.“ Aðspurður segist hann ekki endilega viss um hvort hann ætli að leggja blaðamennskuna fyrir sig í framtíðinni. „Erfið spurning, en ætli ég vilji ekki verða leikari. Jafnvel einhver svona hálf-fréttaritari. En aðallega leikari.“
Skóla - og menntamál Fjölmiðlar Grunnskólar Krakkar Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira