Umbi vill svör um skipan tveggja ráðuneytisstjóra Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2022 16:45 Skúli Magnússon Umboðsmaður Alþingis telur að fara þurfi í saumana á skipan þeirra Skúla Eggerts Þórðarsonar og Ásdísar Höllu Bragadóttur sem nýrra ráðuneytisstjóra þeirra Lilju D. Alfreðsdóttur og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur sent erindi á tvö ráðuneyti þar sem hann vill fá skýringar á skipan og setningu tveggja ráðuneytisstjóra í síðasta mánuði. Annars vegar er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra beðinn um skýringar á tímabundinni setningu ráðuneytisstjóra og hins vegar er ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra spurður um skipun ráðuneytisstjóra. Umboðsmaður hlýtur að spyja Vísir greindi frá efni ræðu Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns á Alþingi nú fyrr í dag þar sem hann taldi einsýnt að með því að skipa Skúla Eggert Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðanda ráðuneytisstjóra gengi Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra í berhögg við þrískiptingu ríkisvaldsins. Hann efaðist um lögmæti þessa. Eins og lætur nærri var Umboðsmaður búinn að senda bréfin til ráðuneytanna áður en Jóhann Páll tók málið upp á þingi. Skúli segir í samtali við Vísi að það hljóti að teljast eðlilegt, við þessar aðstæður þar sem annars vegar er verið að skipa og flytja til í embætti ráðuneytisstjóra og hins vegar tímabundið verið að setja ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti, að hann spyrjist fyrir. „Hver svo sem niðurstaða málsins verður. Ég held að þessi atvik séu einfaldlega þess eðlis að Umboðsmaður væri ekki að vinna sína vinnu ef hann spyrði ekki stjórnvöld hvernig þetta samræmist þeim lögum sem Alþingi hefur sett um skipan embættismanna og ætlar stjórnvöldum að fara eftir,“ segir Skúli. Um annað stjórnvald að ræða Í fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis er tíundað efni fréttar stjórnarráðsins, þar sem greint var frá skipun ráðuneytisstjóra nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis, kom fram að ákvörðunin væri reist ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem kveðið er á um heimildir til flutnings embættismanna ríkisins milli embætta. „Í bréfi umboðsmanns til ráðherrans er rakið að í heimildinni felist að stjórnvald sem skipað hefur mann í embætti geti samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi,“ segir í tilkynningu Umboðsmanns Alþingis. En á síðu Umboðsmanns má sjá bréfin í heild sinni. Ásdís Halla og Skúli Eggert nýskipaðir ráðuneytisstjórar. Umboðsmanni Alþingis þykir ástæða til að spyrjast fyrir um hvernig skipan þeirra er til komin og í pottinn búin. Þá bendir Umboðsmaður á að Alþingi hafi kosið ráðuneytisstjórann í embætti ríkisendurskoðanda árið 2018 og heyri hann samkvæmt lögum undir það og sé sjálfstæður og engum háður í störfum sínum. Var starfið auglýst? „Óskað er eftir skýringum á því á hvaða lagagrundvelli ákvörðun um skipunina, án auglýsingar, sé reist. Hafi það verið gert á grundvelli áðurnefnds ákvæðis um flutning embættismanna milli embætta er spurt um hvaða forsendur og lagasjónarmið bjuggu þar að baki.“ Í bréfi umboðsmanns til ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar segir meðal annars að í ljósi þess að verið sé að setja á fót nýtt ráðuneyti verði ekki annað ráðið en að um nýtt embætti sé að ræða. „Því spyr hann hvort það hafi verið auglýst laust til umsóknar og ef ekki þá biður hann um skýringar á því á hvaða lagagrundvelli það hafi verið gert.“ Ráðherrarnir eru beðnir um svör fyrir 12. þessa mánaðar. Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29 Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. 31. janúar 2022 18:02 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Annars vegar er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra beðinn um skýringar á tímabundinni setningu ráðuneytisstjóra og hins vegar er ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra spurður um skipun ráðuneytisstjóra. Umboðsmaður hlýtur að spyja Vísir greindi frá efni ræðu Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns á Alþingi nú fyrr í dag þar sem hann taldi einsýnt að með því að skipa Skúla Eggert Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðanda ráðuneytisstjóra gengi Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra í berhögg við þrískiptingu ríkisvaldsins. Hann efaðist um lögmæti þessa. Eins og lætur nærri var Umboðsmaður búinn að senda bréfin til ráðuneytanna áður en Jóhann Páll tók málið upp á þingi. Skúli segir í samtali við Vísi að það hljóti að teljast eðlilegt, við þessar aðstæður þar sem annars vegar er verið að skipa og flytja til í embætti ráðuneytisstjóra og hins vegar tímabundið verið að setja ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti, að hann spyrjist fyrir. „Hver svo sem niðurstaða málsins verður. Ég held að þessi atvik séu einfaldlega þess eðlis að Umboðsmaður væri ekki að vinna sína vinnu ef hann spyrði ekki stjórnvöld hvernig þetta samræmist þeim lögum sem Alþingi hefur sett um skipan embættismanna og ætlar stjórnvöldum að fara eftir,“ segir Skúli. Um annað stjórnvald að ræða Í fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis er tíundað efni fréttar stjórnarráðsins, þar sem greint var frá skipun ráðuneytisstjóra nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis, kom fram að ákvörðunin væri reist ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem kveðið er á um heimildir til flutnings embættismanna ríkisins milli embætta. „Í bréfi umboðsmanns til ráðherrans er rakið að í heimildinni felist að stjórnvald sem skipað hefur mann í embætti geti samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi,“ segir í tilkynningu Umboðsmanns Alþingis. En á síðu Umboðsmanns má sjá bréfin í heild sinni. Ásdís Halla og Skúli Eggert nýskipaðir ráðuneytisstjórar. Umboðsmanni Alþingis þykir ástæða til að spyrjast fyrir um hvernig skipan þeirra er til komin og í pottinn búin. Þá bendir Umboðsmaður á að Alþingi hafi kosið ráðuneytisstjórann í embætti ríkisendurskoðanda árið 2018 og heyri hann samkvæmt lögum undir það og sé sjálfstæður og engum háður í störfum sínum. Var starfið auglýst? „Óskað er eftir skýringum á því á hvaða lagagrundvelli ákvörðun um skipunina, án auglýsingar, sé reist. Hafi það verið gert á grundvelli áðurnefnds ákvæðis um flutning embættismanna milli embætta er spurt um hvaða forsendur og lagasjónarmið bjuggu þar að baki.“ Í bréfi umboðsmanns til ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar segir meðal annars að í ljósi þess að verið sé að setja á fót nýtt ráðuneyti verði ekki annað ráðið en að um nýtt embætti sé að ræða. „Því spyr hann hvort það hafi verið auglýst laust til umsóknar og ef ekki þá biður hann um skýringar á því á hvaða lagagrundvelli það hafi verið gert.“ Ráðherrarnir eru beðnir um svör fyrir 12. þessa mánaðar.
Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29 Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. 31. janúar 2022 18:02 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29
Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. 31. janúar 2022 18:02