Viktor Gísli bestur á EM en ekki í sínu liði? „Þetta er smá „statement“ fyrir þjálfarann“ Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2022 15:00 Viktor Gísli Hallgrímsson átti magnað Evrópumót og var valinn besti markvörðurinn, aðeins 21 árs gamall. Getty/Sanjin Strukic „Það er svolítið skrýtið að vera kominn aftur í raunveruleikann; að hengja upp þvott og búa til mat,“ segir Viktor Gísli Hallgrímsson léttur í bragð, mættur heim til Danmerkur eftir að hafa verið valinn besti markvörður EM í handbolta. „Þetta kom mér mjög á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Bara það að vera tilnefndur var frábær heiður og að vinna þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Viktor Gísli um útnefninguna en þessi 21 árs markvörður fór ræddi við Rikka G í dag. Klippa: Viktor besti markvörður EM en breytir það stöðunni hjá GOG? Þrátt fyrir að hafa skákað kollegum sínum með því að vera valinn besti markvörður EM þá hefur Viktor lítið fengið að spila með GOG í Danmörku í vetur, þar sem norski landsliðsmarkvörðurinn Torbjörn Bergerud hefur verið í aðalhlutverki. Útnefningin á EM hlýtur að hjálpa til í þeirri stöðu? „Ég vona það. Þetta er smá „statement“ fyrir þjálfarann. Hann þarf núna kannski að endurhugsa þetta aðeins og gefa mér aðeins fleiri mínútur á vellinum hérna. En Torbjörn er líka geggjaður gæi og sturlaður markvörður. Það er frábært að fá að læra af honum,“ segir Viktor Gísli sem fer svo til Nantes í Frakklandi í sumar, að loknu tímabilinu í Danmörku. „Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara“ Viktor Gísli sprakk svo sannarlega út á EM, eftir að hafa byrjað mótið fyrir aftan Björgvin Pál Gústavsson í goggunarröðinni. Björgvin lenti í einangrun vegna kórónuveirusmits en fannst Viktori þá að hann yrði bara hreinlega að standa sig? „Ég fékk bara tíma á vellinum. Maður þarf nokkrar mínútur til að koma sér í gang og finna taktinn í leiknum. Ég þurfti að stíga upp vegna þess að Bjöggi datt út, og fannst ég þurfa að sanna mig og sýna hvað ég gæti. Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara,“ segir Viktor. „Elliði sagði mér að vera reiður“ Frammistaða hans í sigrinum magnaða gegn ólympíumeisturum Frakklands verður sérstaklega lengi í minnum höfð. Sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari eitthvað sérstakt við Viktor fyrir þann leik? „Nei, en Elliði [Snær Viðarsson] sagði mér að vera reiður. Reiður út í vörnina og koma mér aðeins í gang. Það hjálpaði kannski svolítið til. Gummi sagði í raun ekki neitt. Bara að njóta þess að spila.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
„Þetta kom mér mjög á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Bara það að vera tilnefndur var frábær heiður og að vinna þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Viktor Gísli um útnefninguna en þessi 21 árs markvörður fór ræddi við Rikka G í dag. Klippa: Viktor besti markvörður EM en breytir það stöðunni hjá GOG? Þrátt fyrir að hafa skákað kollegum sínum með því að vera valinn besti markvörður EM þá hefur Viktor lítið fengið að spila með GOG í Danmörku í vetur, þar sem norski landsliðsmarkvörðurinn Torbjörn Bergerud hefur verið í aðalhlutverki. Útnefningin á EM hlýtur að hjálpa til í þeirri stöðu? „Ég vona það. Þetta er smá „statement“ fyrir þjálfarann. Hann þarf núna kannski að endurhugsa þetta aðeins og gefa mér aðeins fleiri mínútur á vellinum hérna. En Torbjörn er líka geggjaður gæi og sturlaður markvörður. Það er frábært að fá að læra af honum,“ segir Viktor Gísli sem fer svo til Nantes í Frakklandi í sumar, að loknu tímabilinu í Danmörku. „Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara“ Viktor Gísli sprakk svo sannarlega út á EM, eftir að hafa byrjað mótið fyrir aftan Björgvin Pál Gústavsson í goggunarröðinni. Björgvin lenti í einangrun vegna kórónuveirusmits en fannst Viktori þá að hann yrði bara hreinlega að standa sig? „Ég fékk bara tíma á vellinum. Maður þarf nokkrar mínútur til að koma sér í gang og finna taktinn í leiknum. Ég þurfti að stíga upp vegna þess að Bjöggi datt út, og fannst ég þurfa að sanna mig og sýna hvað ég gæti. Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara,“ segir Viktor. „Elliði sagði mér að vera reiður“ Frammistaða hans í sigrinum magnaða gegn ólympíumeisturum Frakklands verður sérstaklega lengi í minnum höfð. Sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari eitthvað sérstakt við Viktor fyrir þann leik? „Nei, en Elliði [Snær Viðarsson] sagði mér að vera reiður. Reiður út í vörnina og koma mér aðeins í gang. Það hjálpaði kannski svolítið til. Gummi sagði í raun ekki neitt. Bara að njóta þess að spila.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira