Hungur líklega ástæða fjöldadauða en grannt fylgst með fuglaflensunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2022 10:51 Fuglaflensan greindist meðal annars hjá svartbaki sem var talinn hafa komið til Nýfundnalands um Ísland. Fuglaflensa greindist ekki í sýnum sem tekin voru úr svartfuglshræjum sem fundust á ströndum við Austurland. Ástæða fjöldadauðans er ekki ljós en sérfræðingar Matvælastofnunar telja hungur líklegustu skýringuna. Í tilkynningu á vef MAST segir að fylgst sé með þróun fuglaflensufaraldursins sem nú geisar í Evrópu og að sérfræðingar stofnunarinnar séu í sambandi við kollega sína í öðrum löndum. Greining á fuglaflensu á Nýfundnalandi gefi vísbendingar um að veiran geti hafa borist með farfuglum frá Evrópu sem hafa viðkomu á Íslandi. Fuglaeigendur þurfi að vera viðbúnir því að herða þurfi sóttvarnir á vormánuðum. „Í janúarmánuði varð vart við mikinn dauða svartfugla við strendur landsins. Ekki er vitað hvað veldur því að fuglarnir hríðfalla en mjög ólíklegt er að um fuglaflensu sé að ræða. Líklegasta skýringin er hungur þótt ekki sé hægt að fullyrða að það sé eina skýringin. Í þeim sýnum sem tekin voru á Austurlandi úr hræjum af álkum, langvíum og haftyrðlum greindust ekki fuglaflensuveirur,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fuglaflensa sem greindist á Nýfundnalandi í lok síðasta árs, bæði á alifuglabúi og í dauðum svartbak nærri búinu, hafi líklega borist þangað með farfuglum frá sýktum svæðum í Evrópu, um Ísland til Grænlands og áfram til Austur-Kanada. „Þessi greining á Nýfundnalandi styrkir það mat sérfræðinga að skæðar fuglaflensuveirur geti hafa borist til Íslands þó þær hafi ekki fundist í þeim sýnum sem rannsökuð hafa verið,“ segir í tilkynningunni. Í faraldrinum sem geisar í Evrópu er H5N1 ríkjandi. Enn sem komið er eru taldar litlar líkur á því að fólk geti smitast af þeim veirum sem finnast í Evrópu en Matvælastofnun hvetur til almennra sóttvarna við handfjöltun villtra fugla og fuglahræja. MAST segir fulla ástæðu til að vakta fuglaflensu í villtum fuglum hérlendis þrátt fyrir að farfuglatímabilið sé ekki hafið. Þá er almenningur beðinn um að tilkynna það til stofnunarinnar þegar villtur dauður fugl finnst. „Þegar tilkynning berst metur stofnunin hvort taka skuli sýni úr fuglinum. Ef taka þarf upp dauðan fugl skal það gert með einnota hönskum og hann settur í plastpoka eða með því að stinga hendi í plastpoka og taka fuglinn upp með pokanum og draga pokann svo yfir fuglinn og loka fyrir.“ Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Nær 300 svartfuglar fundist dauðir á Suðausturlandi Á dögunum fannst mikill fjöldi svartfugla dauður á Suðausturlandi. Matvælastofnun hefur ákveðið að láta rannsaka sýni úr fuglunum á Tilraunastöð HÍ að Keldum, meðal annars með tilliti til fuglaflensu. 13. janúar 2022 06:36 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Í tilkynningu á vef MAST segir að fylgst sé með þróun fuglaflensufaraldursins sem nú geisar í Evrópu og að sérfræðingar stofnunarinnar séu í sambandi við kollega sína í öðrum löndum. Greining á fuglaflensu á Nýfundnalandi gefi vísbendingar um að veiran geti hafa borist með farfuglum frá Evrópu sem hafa viðkomu á Íslandi. Fuglaeigendur þurfi að vera viðbúnir því að herða þurfi sóttvarnir á vormánuðum. „Í janúarmánuði varð vart við mikinn dauða svartfugla við strendur landsins. Ekki er vitað hvað veldur því að fuglarnir hríðfalla en mjög ólíklegt er að um fuglaflensu sé að ræða. Líklegasta skýringin er hungur þótt ekki sé hægt að fullyrða að það sé eina skýringin. Í þeim sýnum sem tekin voru á Austurlandi úr hræjum af álkum, langvíum og haftyrðlum greindust ekki fuglaflensuveirur,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fuglaflensa sem greindist á Nýfundnalandi í lok síðasta árs, bæði á alifuglabúi og í dauðum svartbak nærri búinu, hafi líklega borist þangað með farfuglum frá sýktum svæðum í Evrópu, um Ísland til Grænlands og áfram til Austur-Kanada. „Þessi greining á Nýfundnalandi styrkir það mat sérfræðinga að skæðar fuglaflensuveirur geti hafa borist til Íslands þó þær hafi ekki fundist í þeim sýnum sem rannsökuð hafa verið,“ segir í tilkynningunni. Í faraldrinum sem geisar í Evrópu er H5N1 ríkjandi. Enn sem komið er eru taldar litlar líkur á því að fólk geti smitast af þeim veirum sem finnast í Evrópu en Matvælastofnun hvetur til almennra sóttvarna við handfjöltun villtra fugla og fuglahræja. MAST segir fulla ástæðu til að vakta fuglaflensu í villtum fuglum hérlendis þrátt fyrir að farfuglatímabilið sé ekki hafið. Þá er almenningur beðinn um að tilkynna það til stofnunarinnar þegar villtur dauður fugl finnst. „Þegar tilkynning berst metur stofnunin hvort taka skuli sýni úr fuglinum. Ef taka þarf upp dauðan fugl skal það gert með einnota hönskum og hann settur í plastpoka eða með því að stinga hendi í plastpoka og taka fuglinn upp með pokanum og draga pokann svo yfir fuglinn og loka fyrir.“
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Nær 300 svartfuglar fundist dauðir á Suðausturlandi Á dögunum fannst mikill fjöldi svartfugla dauður á Suðausturlandi. Matvælastofnun hefur ákveðið að láta rannsaka sýni úr fuglunum á Tilraunastöð HÍ að Keldum, meðal annars með tilliti til fuglaflensu. 13. janúar 2022 06:36 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Nær 300 svartfuglar fundist dauðir á Suðausturlandi Á dögunum fannst mikill fjöldi svartfugla dauður á Suðausturlandi. Matvælastofnun hefur ákveðið að láta rannsaka sýni úr fuglunum á Tilraunastöð HÍ að Keldum, meðal annars með tilliti til fuglaflensu. 13. janúar 2022 06:36