Skör í Hvammi mjólkaði um fjórtán þúsund lítra 2021 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. janúar 2022 20:03 Stoltir kúabændur í Hvammi í Ölfusi, Carlotte Clausen og Pétur Guðmundsson með Skör sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrin Skör á bænum Hvammi í Ölfusi er engin venjuleg kýr því hún mjólkar mest allra kúa á Íslandi, eða tæplega 14 þúsund lítra á nýliðinu ári. Skör er gæf og góð kýr, sem á von á sínum fjórða kálfi í vor. Á bænum Hvammi í Ölfusi reka þau Pétur Guðmundsson og Carlotte Clausen myndarlegt kúabú með um sjötíu mjólkandi kúm. Róbót er í fjósinu, sem kýrnar eru duglegar að fara í. Það er þó ein kýr, sem sker sig úr hópnum, en það er hún Skör, sem var nythæsta kýrin á Íslandi á síðasta ári með nákvæmlega 13.750 lítra af mjólk. Sagt var frá þessu í síðasta Bændablaði þegar niðurstöður skýrsluhalds mjólkurframleiðenda fyrir árið 2021 voru kynntar. Skör hefur átt þrjá kálfa og kemur sá fjórði í heiminn í maí í vor. Bændurnir í Hvammi eru að sjálfsögðu mjög stoltir með Skör og hennar árangur. „Hún er bara ljúf og góð og ein af þeim, sem maður finnur ekki mikið fyrir í fjósinu, hún sinnir bara sinni vinnu í rólegheitum. Við vorum eiginlega mjög hissa yfir því að hún hafi lent í þessu sæti, það kom okkur mjög á óvart,“ segir Carlotte. Carlotte segir að það séu aldrei nein læti eða vesen í kringum Skör. „Svo er hún lítil og nett og stundar róbótinn mjög vel. Hún er líka mjög falleg á litinn,“ bætir Carlotte við. Um 70 mjólkurkýr eru í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það hlítur að vera gaman að eiga Íslandsmeistara? „Já, það er mjög stórt fyrir Dani, nei ég segi svona, þetta er mjög gaman. Það er fínt að vera Danskur kúabóndi á Íslandi en samt alltaf pínu vandræðalegt þegar danskir bændur koma í heimsókn og ætla að skoða búið hjá mér. Þeir eru með þrjú og fjögur hundruð mjólkurkýr í Danmörku í sínum fjósum og ég er með sjötíu, manni finnst það vera í minni kantinum,“ segir Carlotte hlægjandi. Carlotte segir að það verði ekkert sérstakt gert fyrir Skör í tilefni árangursins, hún fái jú kannski aðeins meira kjarnfóður en venjulega næstu daga, en annars treysti hún bara á að hún haldi áfram að mjólka svona vel og mikið eins og hún gerði á nýliðnu ári. Ölfus Landbúnaður Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Á bænum Hvammi í Ölfusi reka þau Pétur Guðmundsson og Carlotte Clausen myndarlegt kúabú með um sjötíu mjólkandi kúm. Róbót er í fjósinu, sem kýrnar eru duglegar að fara í. Það er þó ein kýr, sem sker sig úr hópnum, en það er hún Skör, sem var nythæsta kýrin á Íslandi á síðasta ári með nákvæmlega 13.750 lítra af mjólk. Sagt var frá þessu í síðasta Bændablaði þegar niðurstöður skýrsluhalds mjólkurframleiðenda fyrir árið 2021 voru kynntar. Skör hefur átt þrjá kálfa og kemur sá fjórði í heiminn í maí í vor. Bændurnir í Hvammi eru að sjálfsögðu mjög stoltir með Skör og hennar árangur. „Hún er bara ljúf og góð og ein af þeim, sem maður finnur ekki mikið fyrir í fjósinu, hún sinnir bara sinni vinnu í rólegheitum. Við vorum eiginlega mjög hissa yfir því að hún hafi lent í þessu sæti, það kom okkur mjög á óvart,“ segir Carlotte. Carlotte segir að það séu aldrei nein læti eða vesen í kringum Skör. „Svo er hún lítil og nett og stundar róbótinn mjög vel. Hún er líka mjög falleg á litinn,“ bætir Carlotte við. Um 70 mjólkurkýr eru í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það hlítur að vera gaman að eiga Íslandsmeistara? „Já, það er mjög stórt fyrir Dani, nei ég segi svona, þetta er mjög gaman. Það er fínt að vera Danskur kúabóndi á Íslandi en samt alltaf pínu vandræðalegt þegar danskir bændur koma í heimsókn og ætla að skoða búið hjá mér. Þeir eru með þrjú og fjögur hundruð mjólkurkýr í Danmörku í sínum fjósum og ég er með sjötíu, manni finnst það vera í minni kantinum,“ segir Carlotte hlægjandi. Carlotte segir að það verði ekkert sérstakt gert fyrir Skör í tilefni árangursins, hún fái jú kannski aðeins meira kjarnfóður en venjulega næstu daga, en annars treysti hún bara á að hún haldi áfram að mjólka svona vel og mikið eins og hún gerði á nýliðnu ári.
Ölfus Landbúnaður Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira