KA sækir bakvörð til Belgíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. janúar 2022 19:31 KA hefur sótt belgískan vinstri bakvörð fyrir átök sumarsins. Vísir/Hulda Margrét KA hefur ákveðið að sækja belgískan vinstri bakvörð fyrir átök sumarsins í efstu deild karla í knattspyrnu hér á landi. Brynjar Ingi Bjarnason yfirgaf KA síðasta sumar en nú hefur – næstum – nafni hans frá Belgíu samið við Akureyringa. Bryan Van Den Bogaert er þrítugur vinstri bakvörður og mun leika með KA í deild þeirra bestu í sumar. Velkominn í KA Bryan Van Den Bogaert! #LifiFyrirKA https://t.co/Y1cygtC531 pic.twitter.com/lzBqSrL3fV— KA (@KAakureyri) January 28, 2022 B.V.D. Bogaert kemur frá belgíska liðinu RWD Molenbeek en það leikur í næstefstu deild þar í landi. Bakvörðurinn hefur flakkað á milli liða á ferli sínum en hann hefur einnig leikið með Westerlo, Royal Antwerp, KSK Heist og Royal Cappellen í Belgíu ásamt Crawley Town, Whitehawk og Ebbsfleet á Bretlandseyjum. Hann hefur nú ákveðið að skipta belgísku sveitasælunni út fyrir þá íslensku og mun án efa styrkja lið KA á komandi tímabili. Það er vonandi fyrir stuðningsfólk KA að BVDB endist lengur á Akureyri en landi hans gerði síðasta sumar Jonathan Hendrickx. KA endaði í 4. sæti Pepsi Max-deildar karla sumarið 2021 og stefnir Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, á að lyfta því enn hærra í sumar. Óvíst er hvenær Bogaert leikur sinn fyrsta leik fyrir KA en reikna má með að það verði í Lengjubikarnum. Hann má sjá í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport sem og það verða markaþættir eftir hverja umferð. Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Brynjar Ingi Bjarnason yfirgaf KA síðasta sumar en nú hefur – næstum – nafni hans frá Belgíu samið við Akureyringa. Bryan Van Den Bogaert er þrítugur vinstri bakvörður og mun leika með KA í deild þeirra bestu í sumar. Velkominn í KA Bryan Van Den Bogaert! #LifiFyrirKA https://t.co/Y1cygtC531 pic.twitter.com/lzBqSrL3fV— KA (@KAakureyri) January 28, 2022 B.V.D. Bogaert kemur frá belgíska liðinu RWD Molenbeek en það leikur í næstefstu deild þar í landi. Bakvörðurinn hefur flakkað á milli liða á ferli sínum en hann hefur einnig leikið með Westerlo, Royal Antwerp, KSK Heist og Royal Cappellen í Belgíu ásamt Crawley Town, Whitehawk og Ebbsfleet á Bretlandseyjum. Hann hefur nú ákveðið að skipta belgísku sveitasælunni út fyrir þá íslensku og mun án efa styrkja lið KA á komandi tímabili. Það er vonandi fyrir stuðningsfólk KA að BVDB endist lengur á Akureyri en landi hans gerði síðasta sumar Jonathan Hendrickx. KA endaði í 4. sæti Pepsi Max-deildar karla sumarið 2021 og stefnir Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, á að lyfta því enn hærra í sumar. Óvíst er hvenær Bogaert leikur sinn fyrsta leik fyrir KA en reikna má með að það verði í Lengjubikarnum. Hann má sjá í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport sem og það verða markaþættir eftir hverja umferð. Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira