Miklu erfiðara að horfa á soninn en eiginmanninn Stefán Árni Pálsson skrifar 28. janúar 2022 13:30 Gísli Þorgeir er sonur Þorgerðar og Kristjáns og leikur með íslenska landsliðinu í handbolta. Í gærkvöldi fór í loftið nýr þáttur á Stöð 2 og Stöð 2 sport sem ber heitið Þeir tveir og er í umsjón Gumma Ben og Hjálmars Arnar Jóhannssonar. Um er að ræða skemmtiþátt þar sem fjallað verður um íþróttir og rætt um þær á skemmtilegum nótum. Í gær mættu þau Dagur Sigurðsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og ræddu um EM í handbolta en Ísland leikur sinn síðasta leik í keppninni í dag þegar það keppir um 5. sætið við Norðmenn klukkan 14:30. Þorgerður Katrín mættu á fjóra fyrstu leiki íslenska liðsins í Búdapest enda er sonur hennar Gísli Þorgeir Kristjánsson í liðinu. Gísli fékk Covid eftir lokaleikinn í riðlinum gegn Ungverjum og hefur verið í einangrun síðan þá. Eins og alþjóð veit er eiginmaður Þorgerðar margreyndur landsliðsmaður í handknattleik, Kristján Arason. Í gær var hún spurð hvort væri erfiðara að horfa á son sinn í landsleik eða eiginmanninn. „Það er öðruvísi að horfa á barnið sitt heldur en manninn. Maður er minna áhyggjulaus að horfa á manninn,“ segir Þorgerður Katrín og heldur áfram. „Gísli er búinn að vera meiðast og þegar það er verið að taka í hann þá verður maður stressuð. Hann meiddi sig aldrei í yngri flokkunum og hann hefur aldrei meiðst fyrr en út í Eyjum, og ég ætla ekki að fara út í það. Mér finnst hann sýna mjög mikinn karakter að koma alltaf aftur og aftur eftir meiðsli.“ „Hann er búinn að sýna stórkostlegan karakter. Það er ekkert verra í heiminum en að koma út í atvinnumennsku í fyrsta sinn og meiðast strax. Þér finnst þú vera bregðast öllum sem voru að kaupa þig og þetta er ein erfiðasta staða sem þú getur farið í sem ungur leikmaður. Þetta er ótrúlega erfið staða og að vinna sig út úr því er hörkumál,“ segir Dagur Sigurðsson í þættinum í gær en hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Þeim tveimur. Klippa: Miklu erfiðara að horfa á soninn en eiginmanninn Þeir tveir er sýndur á fimmtudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Þáttinn má einnig finna á Stöð 2+. Upplýsingar um áskriftarleiðir Stöðvar 2 má finna hér. EM karla í handbolta 2022 Þeir tveir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Í gær mættu þau Dagur Sigurðsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og ræddu um EM í handbolta en Ísland leikur sinn síðasta leik í keppninni í dag þegar það keppir um 5. sætið við Norðmenn klukkan 14:30. Þorgerður Katrín mættu á fjóra fyrstu leiki íslenska liðsins í Búdapest enda er sonur hennar Gísli Þorgeir Kristjánsson í liðinu. Gísli fékk Covid eftir lokaleikinn í riðlinum gegn Ungverjum og hefur verið í einangrun síðan þá. Eins og alþjóð veit er eiginmaður Þorgerðar margreyndur landsliðsmaður í handknattleik, Kristján Arason. Í gær var hún spurð hvort væri erfiðara að horfa á son sinn í landsleik eða eiginmanninn. „Það er öðruvísi að horfa á barnið sitt heldur en manninn. Maður er minna áhyggjulaus að horfa á manninn,“ segir Þorgerður Katrín og heldur áfram. „Gísli er búinn að vera meiðast og þegar það er verið að taka í hann þá verður maður stressuð. Hann meiddi sig aldrei í yngri flokkunum og hann hefur aldrei meiðst fyrr en út í Eyjum, og ég ætla ekki að fara út í það. Mér finnst hann sýna mjög mikinn karakter að koma alltaf aftur og aftur eftir meiðsli.“ „Hann er búinn að sýna stórkostlegan karakter. Það er ekkert verra í heiminum en að koma út í atvinnumennsku í fyrsta sinn og meiðast strax. Þér finnst þú vera bregðast öllum sem voru að kaupa þig og þetta er ein erfiðasta staða sem þú getur farið í sem ungur leikmaður. Þetta er ótrúlega erfið staða og að vinna sig út úr því er hörkumál,“ segir Dagur Sigurðsson í þættinum í gær en hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Þeim tveimur. Klippa: Miklu erfiðara að horfa á soninn en eiginmanninn Þeir tveir er sýndur á fimmtudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Þáttinn má einnig finna á Stöð 2+. Upplýsingar um áskriftarleiðir Stöðvar 2 má finna hér.
Þeir tveir er sýndur á fimmtudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Þáttinn má einnig finna á Stöð 2+. Upplýsingar um áskriftarleiðir Stöðvar 2 má finna hér.
EM karla í handbolta 2022 Þeir tveir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira