Talsverð eftirspurn eftir vændi á Íslandi og kallar eftir þyngri refsingum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. janúar 2022 20:00 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir. sigurjón ólason Talsverð eftispurn er eftir vændi á Íslandi. Þetta segir talskona Stígamóta sem telur vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ grafalvarleg í ljósi valdaójafnvægis. Hún kallar eftir þyngri refsingum við vændiskaupum. Vændiskaup Einars Hermannssonar, fráfarandi formanns SÁÁ, hafa vakið hörð viðbrögð en Einar átti frumkvæði að því að kaupa sér aðgang að líkama skjólstæðings samtakanna. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar SÁÁ segir að stjórnin fordæmi vændiskaupin og að hún muni ráðast í gagngera skoðun og nauðsynlegar umbætur á starfinu til þess að tryggja öryggi skjólstæðinga. Grafalvarlegt mál Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta segir málið grafalvarlegt. „Fyrir fólk sem vinnur með jaðarsettum hópum og fólki í viðkvæmri stöðu, þau hafa enn ríkari skyldu til þess að uppfylla öll siðferðisviðmið og huga sérstaklega að því í hvaða valdastöðu þau eru gagnvart sínum skjólstæðingum.“ Þær konur sem leiti til Stígamóta með reynslu af vændi séu oft í vímuefnavanda. „Það eru akkúrat þessar konur sem leita þjónustu hjá SÁÁ og við viljum að þær viti að þær séu öruggar þegar þær stíga þar inn í meðferð og eru að reyna að fá lausn á sínum vanda.“ Hátt í fjörutíu manns leita árlega til Stígamóta vegna vændis Steinunn segir talsverða eftirspurn eftir vændi á Íslandi, en á hverju ári leita 30-40 manns til Stígamóta til þess að vinna úr afleiðingum vændis. Hún segir afleiðingarnar svipaðar og sjást hjá þolendum kynferðisofbeldis en þó almennt mun alvarlegri. „Á meðal kvennana okkar sem hafa verið í vændi þar sjáum við miklu hærri tíðni sjálfsvígstilrauna og sjálfsvígshugleiðinga og annarra mjög skaðlegra afleiðinga.“ Vill þyngri refsingar við kaup á vændi Þá séu þolendur vændis oftar en ekki í mjög jaðarsettri stöðu. „Þetta eru konur sem eiga langa og erfiða áfallasögu, glíma við fátækt og jafnvel oft við vímuefnavanda.“ Hún segir mikilvægt að kaup á vændi sé skilgreint sem ofbeldi. Refsiramminn sé lár og fyrningarfresturinn stuttur, eða tvö ár. „Mér finnst þetta ofbeldi mjög alvarlegt og myndi auðvitað vilja sjá bæði hærri refsingar og þar með hærri fyrningarfrest.“ Vændi Kynferðisofbeldi Ólga innan SÁÁ Mál Einars Hermannssonar Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna. 25. janúar 2022 20:16 Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Vændiskaup Einars Hermannssonar, fráfarandi formanns SÁÁ, hafa vakið hörð viðbrögð en Einar átti frumkvæði að því að kaupa sér aðgang að líkama skjólstæðings samtakanna. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar SÁÁ segir að stjórnin fordæmi vændiskaupin og að hún muni ráðast í gagngera skoðun og nauðsynlegar umbætur á starfinu til þess að tryggja öryggi skjólstæðinga. Grafalvarlegt mál Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta segir málið grafalvarlegt. „Fyrir fólk sem vinnur með jaðarsettum hópum og fólki í viðkvæmri stöðu, þau hafa enn ríkari skyldu til þess að uppfylla öll siðferðisviðmið og huga sérstaklega að því í hvaða valdastöðu þau eru gagnvart sínum skjólstæðingum.“ Þær konur sem leiti til Stígamóta með reynslu af vændi séu oft í vímuefnavanda. „Það eru akkúrat þessar konur sem leita þjónustu hjá SÁÁ og við viljum að þær viti að þær séu öruggar þegar þær stíga þar inn í meðferð og eru að reyna að fá lausn á sínum vanda.“ Hátt í fjörutíu manns leita árlega til Stígamóta vegna vændis Steinunn segir talsverða eftirspurn eftir vændi á Íslandi, en á hverju ári leita 30-40 manns til Stígamóta til þess að vinna úr afleiðingum vændis. Hún segir afleiðingarnar svipaðar og sjást hjá þolendum kynferðisofbeldis en þó almennt mun alvarlegri. „Á meðal kvennana okkar sem hafa verið í vændi þar sjáum við miklu hærri tíðni sjálfsvígstilrauna og sjálfsvígshugleiðinga og annarra mjög skaðlegra afleiðinga.“ Vill þyngri refsingar við kaup á vændi Þá séu þolendur vændis oftar en ekki í mjög jaðarsettri stöðu. „Þetta eru konur sem eiga langa og erfiða áfallasögu, glíma við fátækt og jafnvel oft við vímuefnavanda.“ Hún segir mikilvægt að kaup á vændi sé skilgreint sem ofbeldi. Refsiramminn sé lár og fyrningarfresturinn stuttur, eða tvö ár. „Mér finnst þetta ofbeldi mjög alvarlegt og myndi auðvitað vilja sjá bæði hærri refsingar og þar með hærri fyrningarfrest.“
Vændi Kynferðisofbeldi Ólga innan SÁÁ Mál Einars Hermannssonar Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna. 25. janúar 2022 20:16 Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38
Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna. 25. janúar 2022 20:16
Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32