Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2022 17:07 SDF hefur á undanförnum árum haldið þúsundum erlendra vígamanna ISIS í fangelsum í norðausturhluta Sýrlands. EPA/AHMED MARDNLI Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins. Fangelsisflóttinn hófst á fimmtudaginn með árás ISIS-liða á Ghwayran-fangelsið en árásin er talin sú umfangsmesta sem ISIS-liðar gera frá því að kalífadæmi þeirra var brotið á bak aftur árið 2019. Síðan árásin var gerð hafa bardagar staðið yfir og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF hafa umkringt fangelsið. Í frétt BBC er haft eftir eftirlitsaðilum að SDF hafi handsamað hundruð vígamanna en minnst 77 ISIS-liðar og 39 Kúrdar hafi fallið í átökunum um hverfin í nánd við fangelsið. Vígamenn ISIS birtu myndband í gær þar sem þeir sögðu marga hafa sloppið úr fangelsinu en myndbandið virtist einnig sýna að vígamennirnir voru með fólk í gíslingu. Talið er að þar sé um kokka fangelsisins að ræða. SDF hefur á undanförnum árum haldið þúsundum erlendra vígamanna ISIS í fangelsum í norðausturhluta Sýrlands. Þá eru fjölskyldur þeirra einnig í fjölmennum búðum sem SDF rekur einnig. Ráðamenn í heimaríkjum þessa fólks vilja ekki að þau fái að snúa aftur. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum SDF að talið sé að allt að tvö hundruð vígamenn gangi lausir í hluta fangelsisins og aðliggjandi byggingum. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa oft gert árásir á fangelsi í Sýrlandi og Írak í gegnum árin en sérstaklega í tengslum við upprisu samtakanna árið 2014 þegar þau náðu tökum á stórum hluta landanna tveggja. Þá tæmdu þeir fjölmörg fangelsi. Að þessu sinni telur SDF að um hundrað vígamenn hafi ráðist á fangelsið. Óljóst sé hve margir af föngum taki þátt í bardögunum. ISIS-liðar segja árásina hafa byrjað á því að tveir vígamenn hafi sprengt sig við hlið fangelsisins og með veggjum þess. Það hafi valdið miklum skaða og manntjóni og þá hafi vígamenn ráðist til atlögu og frelsað fjölda fanga. Sýrland Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Fangelsisflóttinn hófst á fimmtudaginn með árás ISIS-liða á Ghwayran-fangelsið en árásin er talin sú umfangsmesta sem ISIS-liðar gera frá því að kalífadæmi þeirra var brotið á bak aftur árið 2019. Síðan árásin var gerð hafa bardagar staðið yfir og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF hafa umkringt fangelsið. Í frétt BBC er haft eftir eftirlitsaðilum að SDF hafi handsamað hundruð vígamanna en minnst 77 ISIS-liðar og 39 Kúrdar hafi fallið í átökunum um hverfin í nánd við fangelsið. Vígamenn ISIS birtu myndband í gær þar sem þeir sögðu marga hafa sloppið úr fangelsinu en myndbandið virtist einnig sýna að vígamennirnir voru með fólk í gíslingu. Talið er að þar sé um kokka fangelsisins að ræða. SDF hefur á undanförnum árum haldið þúsundum erlendra vígamanna ISIS í fangelsum í norðausturhluta Sýrlands. Þá eru fjölskyldur þeirra einnig í fjölmennum búðum sem SDF rekur einnig. Ráðamenn í heimaríkjum þessa fólks vilja ekki að þau fái að snúa aftur. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum SDF að talið sé að allt að tvö hundruð vígamenn gangi lausir í hluta fangelsisins og aðliggjandi byggingum. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa oft gert árásir á fangelsi í Sýrlandi og Írak í gegnum árin en sérstaklega í tengslum við upprisu samtakanna árið 2014 þegar þau náðu tökum á stórum hluta landanna tveggja. Þá tæmdu þeir fjölmörg fangelsi. Að þessu sinni telur SDF að um hundrað vígamenn hafi ráðist á fangelsið. Óljóst sé hve margir af föngum taki þátt í bardögunum. ISIS-liðar segja árásina hafa byrjað á því að tveir vígamenn hafi sprengt sig við hlið fangelsisins og með veggjum þess. Það hafi valdið miklum skaða og manntjóni og þá hafi vígamenn ráðist til atlögu og frelsað fjölda fanga.
Sýrland Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira